Fundi frestað til morgundags: „Það kostar að vera með fólk í vinnu“ Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. september 2024 19:50 Sólveig Anna Jónsdóttir segir morgundinn mikilvægan fyrir áframhaldandi viðræður milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Vísir/Arnar Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið frestað fram til morgundags. Formaður Eflingar segir að ef mönnunarmódelið verði lagað þá muni félagið ekki láta önnur atriði koma í veg fyrir samninga. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði um helgina að ef ekki þokaðist áfram á samningafundi Eflingar myndi félagið boða til aðgerða. Fréttastofa ræddi við Sólveigu að fundi loknum í kvöld. Hver var niðurstaðan í dag? „Í dag lagði Ríkissáttasemjari til að fundi yrði frestað þangað til á morgun og við í samninganefnd Eflingar féllumst á það vegna þess að hugmyndir og tillögur hafa verið að ganga á milli aðila. Við lítum svo á að það sé þess virði að halda áfram á morgun og sjá hvort það skilar ásættanlegri niðurstöðu.“ Þú hefur talað um að þetta hafi dregist um oft. Er morgundagurinn kaflaskilsdagur? „Já, ég og félagar mínir í samninganefnd eru sammála um það að ef fram kemur ásættanleg tillaga sem snýst um að laga mönnunarmódelið þá eru þau önnur atriði sem út af standa þess eðlis að við getum gengið hratt frá þeim. Ég er ekki að segja að það verði hægt að srifa undir á morgun, alls ekki, en þá verður ekki langt í það ef við leysum þetta vandamál.“ Mönnunarvandinn sé víðast hvar mjög mikill Ég aðeins heyrt í stjórnendum hjúkrunarheimila. Það kannast ekki allt við þennan mönnunarvanda. Hvernig stendur á því? „Ég get svo sem ekki svarað því en auðvitað er ljóst að vandinn er mismikill milli stofnana en hann er mjög raunverulegur og er víðast hvar mjög mikill á milli stofnana. En hann er mjög raunverulegur og víðast hvar mjög mikill. Það hafa verið unnar ítarlegar skýrslur og greiningar á þessari stöðu þannig það er ekki eins og við í Eflingu séum fyrst allra að halda þessu fram. Nú síðast 2021 var svokallaðri Gylfaskýrslu svarað. Þar sést þetta með mjög skýrum hætti og allar niðurstöður þeirrar skýrslu eru í algjöru samræmi við vitnisburð Eflingarfólks sem við höfum verið í samskiptum við.“ Þetta skiptir líka máli fyrir þessi fyrirtæki, yfirleitt einkafyrirtæki eða sameignarfyrirtæki. Það mun auðvitað vera aukinn kostnaður við að ráða fólk. „Að sjálfsögðu, þannig virkar þetta. Það kostar að vera með fólk í vinnu. En við erum hér að halda okkur við mjög hófstilltan launalið þannig við erum ekki fara fram hér með þensluvaldandi kjarasamninga. Það er auðvitað ríkið sem þarf að sjá til þess að það fjármagn sem er sett í þessar stofnanir sé með þeim hætti að hægt sé að láta hlutina ganga upp.“ Og ráða fleira fólk? „Og ráða fleira fólk að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig Anna að lokum. Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði um helgina að ef ekki þokaðist áfram á samningafundi Eflingar myndi félagið boða til aðgerða. Fréttastofa ræddi við Sólveigu að fundi loknum í kvöld. Hver var niðurstaðan í dag? „Í dag lagði Ríkissáttasemjari til að fundi yrði frestað þangað til á morgun og við í samninganefnd Eflingar féllumst á það vegna þess að hugmyndir og tillögur hafa verið að ganga á milli aðila. Við lítum svo á að það sé þess virði að halda áfram á morgun og sjá hvort það skilar ásættanlegri niðurstöðu.“ Þú hefur talað um að þetta hafi dregist um oft. Er morgundagurinn kaflaskilsdagur? „Já, ég og félagar mínir í samninganefnd eru sammála um það að ef fram kemur ásættanleg tillaga sem snýst um að laga mönnunarmódelið þá eru þau önnur atriði sem út af standa þess eðlis að við getum gengið hratt frá þeim. Ég er ekki að segja að það verði hægt að srifa undir á morgun, alls ekki, en þá verður ekki langt í það ef við leysum þetta vandamál.“ Mönnunarvandinn sé víðast hvar mjög mikill Ég aðeins heyrt í stjórnendum hjúkrunarheimila. Það kannast ekki allt við þennan mönnunarvanda. Hvernig stendur á því? „Ég get svo sem ekki svarað því en auðvitað er ljóst að vandinn er mismikill milli stofnana en hann er mjög raunverulegur og er víðast hvar mjög mikill á milli stofnana. En hann er mjög raunverulegur og víðast hvar mjög mikill. Það hafa verið unnar ítarlegar skýrslur og greiningar á þessari stöðu þannig það er ekki eins og við í Eflingu séum fyrst allra að halda þessu fram. Nú síðast 2021 var svokallaðri Gylfaskýrslu svarað. Þar sést þetta með mjög skýrum hætti og allar niðurstöður þeirrar skýrslu eru í algjöru samræmi við vitnisburð Eflingarfólks sem við höfum verið í samskiptum við.“ Þetta skiptir líka máli fyrir þessi fyrirtæki, yfirleitt einkafyrirtæki eða sameignarfyrirtæki. Það mun auðvitað vera aukinn kostnaður við að ráða fólk. „Að sjálfsögðu, þannig virkar þetta. Það kostar að vera með fólk í vinnu. En við erum hér að halda okkur við mjög hófstilltan launalið þannig við erum ekki fara fram hér með þensluvaldandi kjarasamninga. Það er auðvitað ríkið sem þarf að sjá til þess að það fjármagn sem er sett í þessar stofnanir sé með þeim hætti að hægt sé að láta hlutina ganga upp.“ Og ráða fleira fólk? „Og ráða fleira fólk að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig Anna að lokum.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18