Mourinho fékk spjald fyrir furðuleg mótmæli Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2024 16:01 Mourinho á bekknum í Antalya í gær, tölvuna frægu má sjá til hægri á myndinni. Sinan Ozmus/Anadolu via Getty Images Portúgalinn José Mourinho er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum en hefur farið misjafnar leiðir í gegnum tíðina til að koma þeim á framfæri. Nýstárleg leið til að mótmæli dómi í tyrknesku deildinni um helgina hefur vakið athygli. Mourinho er þjálfari Fenebahce í Tyrklandi, starf sem hann tók við í sumar. Lið hans vann 2-0 sigur á Antalyaspor í tyrknesku deildinni um helgina en Mourinho var ekki sá kátasti þegar mark var dæmt af hans mönnum, sem honum þótti eiga að fá að standa. Mark Edins Dzeko í stöðunni 1-0, á 76. mínútu, var dæmt af vegna rangstöðu eftir endurskoðun í VAR. Mourinho fékk að sjá endursýningu af atvikinu í fartölvu þjálfara hjá tyrkneska liðinu og ákvað hann að setja á pásu og leggja skjáinn fyrir framan sjónvarpsmyndavél. Þetta var í þeim tilgangi gert að sýna fram á Dzeko hafi ekki verið rangstæður. Fyrir vikið fékk Mourinho gult spjald frá dómara leiksins. „Fyrir mér var þetta löglegt mark. Ég sagði ekki stakt orð við dómarann, ég setti enga pressu á hann. Ég lagði fartölvuna bara þarna, ég var mjög rólegur,“ sagði Mourinho um atvikið á blaðamannafundi eftir leik. Fenebahce vann leikinn 2-0 þar sem sjálfmark varnarmannsins Thalisson tvöfaldaði forystu Fenebahce örfáum mínútum eftir að mark Dzeko var dæmt af. Dusan Tadic hafði skorað fyrra mark Fenerbahce. Liðið er með 16 stig eftir sjö leiki, í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Galatasaray. Tyrkneski boltinn Fótbolti Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
Mourinho er þjálfari Fenebahce í Tyrklandi, starf sem hann tók við í sumar. Lið hans vann 2-0 sigur á Antalyaspor í tyrknesku deildinni um helgina en Mourinho var ekki sá kátasti þegar mark var dæmt af hans mönnum, sem honum þótti eiga að fá að standa. Mark Edins Dzeko í stöðunni 1-0, á 76. mínútu, var dæmt af vegna rangstöðu eftir endurskoðun í VAR. Mourinho fékk að sjá endursýningu af atvikinu í fartölvu þjálfara hjá tyrkneska liðinu og ákvað hann að setja á pásu og leggja skjáinn fyrir framan sjónvarpsmyndavél. Þetta var í þeim tilgangi gert að sýna fram á Dzeko hafi ekki verið rangstæður. Fyrir vikið fékk Mourinho gult spjald frá dómara leiksins. „Fyrir mér var þetta löglegt mark. Ég sagði ekki stakt orð við dómarann, ég setti enga pressu á hann. Ég lagði fartölvuna bara þarna, ég var mjög rólegur,“ sagði Mourinho um atvikið á blaðamannafundi eftir leik. Fenebahce vann leikinn 2-0 þar sem sjálfmark varnarmannsins Thalisson tvöfaldaði forystu Fenebahce örfáum mínútum eftir að mark Dzeko var dæmt af. Dusan Tadic hafði skorað fyrra mark Fenerbahce. Liðið er með 16 stig eftir sjö leiki, í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Galatasaray.
Tyrkneski boltinn Fótbolti Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira