Flogið þangað sem enginn kemst nema í draumi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 10:01 Jöklarnir eru nokkuð skítugir vegna sandfoks af hálendinu. En brúnleitur ísinn býr þó til litafegurð eftir að hafa verið hulinn ís í hundruð ára. RAX „Það er auðvelt að gleyma sér og stara á stórbrotin listaverk skriðjöklanna, horfa á með augum fuglsins, fljúga þangað sem engin kemst nema í draumi.“ Þetta segir Ragnar Axelsson ljósmyndari sem upplifði drauminn á flugi yfir Mýrdalsjökul á dögunum. Jökullinn er stórbrotinn í allri sinni dýrð og síbreytilegur eftir því hvernig birtan fellur á hann. RAX Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull landsins sem hvílir á mjög eldvirku svæði, sem gaus síðast 1918. Það eru töluverðar líkur á því að eitthvað sé að gerast undir jöklinum, jarðskjálftar minna reglulega á sig, jarðhiti bræðir ísinn og djúpir sigkatlar hafa myndast í Kötluöskjunni með tilheyrandi flóðum í Skálm nýverið. RAX „Er Katla að vakna til lífsins á ný sem og fleiri eldfjöll Íslands sem hafa legið í dvala um langa hríð,“ spyr RAX. RAX Margir skriðjöklar teygja sig út frá megin jöklinum, Entujökull og aðrir jökulsporðar vestan megin í Mýrdalsjökli skríða í átt til Þórsmerkur þar sem þeir bráðna hægt. Þeir eiga sinn furðu heim. Sprungur og allskyns fossar steypast fram af þverhníptum klettabeltum. Fossarnir og hamrabeltin eru að koma í ljós eftir að hafa verið hulin ís í hundruð ára. RAX Jökullinn er frekar skítugur eftir sandfok af hálendinu, brúnleitur ísinn býr samt til litafegurð sem er ótrúleg í haustbirtunni þar sem hann teiknar sín listaverk, á sinn einstaka hátt. RAX Komi til eldgos á vatnasvæði Entujökuls í Kötluöskunni, sem telur þrjú vatnasvæði, myndi jökulhlaup koma niður Markarfljótsaura á milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla. RAX Mestar líkur eru þó á að ef til eldgoss kæmi að hlaup færi niður Kötlujökulinn og út á Mýrdalssand með tilheyrandi íshröngli og risastórum ísjökum á leið til hafs. RAX RAX RAX RAX Ljósmyndun Katla Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ísland með auga fuglsins Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins. 22. september 2024 08:01 Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. 15. september 2024 08:02 Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Sjá meira
Þetta segir Ragnar Axelsson ljósmyndari sem upplifði drauminn á flugi yfir Mýrdalsjökul á dögunum. Jökullinn er stórbrotinn í allri sinni dýrð og síbreytilegur eftir því hvernig birtan fellur á hann. RAX Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull landsins sem hvílir á mjög eldvirku svæði, sem gaus síðast 1918. Það eru töluverðar líkur á því að eitthvað sé að gerast undir jöklinum, jarðskjálftar minna reglulega á sig, jarðhiti bræðir ísinn og djúpir sigkatlar hafa myndast í Kötluöskjunni með tilheyrandi flóðum í Skálm nýverið. RAX „Er Katla að vakna til lífsins á ný sem og fleiri eldfjöll Íslands sem hafa legið í dvala um langa hríð,“ spyr RAX. RAX Margir skriðjöklar teygja sig út frá megin jöklinum, Entujökull og aðrir jökulsporðar vestan megin í Mýrdalsjökli skríða í átt til Þórsmerkur þar sem þeir bráðna hægt. Þeir eiga sinn furðu heim. Sprungur og allskyns fossar steypast fram af þverhníptum klettabeltum. Fossarnir og hamrabeltin eru að koma í ljós eftir að hafa verið hulin ís í hundruð ára. RAX Jökullinn er frekar skítugur eftir sandfok af hálendinu, brúnleitur ísinn býr samt til litafegurð sem er ótrúleg í haustbirtunni þar sem hann teiknar sín listaverk, á sinn einstaka hátt. RAX Komi til eldgos á vatnasvæði Entujökuls í Kötluöskunni, sem telur þrjú vatnasvæði, myndi jökulhlaup koma niður Markarfljótsaura á milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla. RAX Mestar líkur eru þó á að ef til eldgoss kæmi að hlaup færi niður Kötlujökulinn og út á Mýrdalssand með tilheyrandi íshröngli og risastórum ísjökum á leið til hafs. RAX RAX RAX RAX
Ljósmyndun Katla Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ísland með auga fuglsins Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins. 22. september 2024 08:01 Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. 15. september 2024 08:02 Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Sjá meira
Ísland með auga fuglsins Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins. 22. september 2024 08:01
Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. 15. september 2024 08:02