Útilokar ekki að bjóða sig aftur fram Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. september 2024 11:02 Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segist hafa þykkan skráp og að hún hafi aldrei tekið gagnrýni persónulega þegar hún var í stjórnmálum. Sigríður, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir að það sem gerðist í Covid-faraldrinum megi ekki endurtaka sig, hún segist sjálf hafa verið með „underground“ ræktaraðstöðu á þeim tíma og óttast lögreglu. Þá útilokar hún ekki að bjóða sig aftur fram til þings. „Ég segi svo sannarlega alls ekki allt sem ég er að hugsa og maður þarf að velja sér slagi. En af því að ég talaði oft um hluti sem aðrir veigruðu sér við gerðist það oft að fólk hringdi í mig alveg brjálað af því því fannst að ég ætti að taka alla slagi. En í stórvægilegum málum hef ég þá reglu að segja minn sannleika og þegar maður er í stjórnmálum á maður að setja sig inn í sem flest mál og þora að segja það sem maður er að hugsa,“ segir Sigríður, sem oft fékk mikinn vind í fangið á stjórnmálaferlinum fyrir skoðanir sínar, ekki síst þegar hún var dómsmálaráðherra. Plagaði hana aldrei þegar fólk var ósátt „Kannski er ég með þykkari skráp en margir, en það plagaði mig aldrei þegar fólk var ósátt við mig. Ekki síst af því að ég lagði mig fram um að setja mig vel inn í málin og tjáði mig aldrei nema vera búin að kynna mér hlutina vel. Auðvitað fann ég vel fyrir því hvað dómsmálaráðuneytið er erfitt ráðuneyti. Það snýr oft að málum sem eru mjög persónuleg fyrir fólk og varða mannréttindi þess,“ segir Sigríður. „Stundum á gagnrýnin alveg rétt á sér og það þarf auðvitað að hafa eftirlit með lögreglu og valdastofnunum. En stundum finnst mér gagnrýnin mjög ómálefnaleg, óvægin og tilfinningahlaðin. En ég tók það aldrei inn á mig og hafði gaman að því að takast á við þessar áskoranir. Það þýðir ekkert að vera í pólitík ef maður ætlar að taka hlutina mikið inn á sig. Og ég hef aldrei lent í neinu alvarlegu aðkasti eða eitthvað slíkt og er bara þakklát fyrir það.“ Margir vilja einfaldar leiðbeiningar Sigríður hafði uppi óvinsælar skoðanir í Covid-faraldrinum og var ein af þeim fáu sem opinberlega talaði um að aðgerðir í faraldrinum hafi gengið of langt og staðið of lengi. „Þetta var mjög merkilegur tími og maður uppgötvaði að mjög margir vilja bara fá einfaldar leiðbeiningar í lífinu og treysta þeim án þess að spyrja neinna spurninga. Það kom mér á óvart að tala við jafnvel ungt frjálshyggjufólk sem viðurkenndi fyrir mér að það væri bara svo hrætt að það væri tilbúið að láta öll prinsip frá sér. Þetta var eftir á að hyggja algjör sturlun og mjög mikið rugl. Þegar lögreglan var farin að mæta á glugga í unglingapartýum og banka upp á, löngu eftir að það var komið í ljós að hættan var ekki sú sem talið var í upphafi,“ segir Sigríður. „Lagaheimildirnar til allra þessarra aðgerða voru bara ekki til staðar, en það var bara ekkert hlustað á það. Jafnvel þegar dómur féll um ólögmæti aðgerða í kringum sóttvarnarhús var það bara eins og að skvetta vatni á gæs. Það gerði enginn neitt með það og engin umræða fór fram um afsögn ráðherrans eða annað í þeim dúr. Mig óraði ekki fyrir því hvað þetta yrði langur tími og hve lengi fólk sætti sig við þessar aðgerðir. Það hefur mikið verið rannsakað hvernig ákveðin tegund af múgsefjun getur átt sér stað og fólk horfir oft til baka í sögunni og skilur ekki hvernig ákveðnir hlutir gátu gerst. En ég held að það þurfi ekkert að rannsaka múgsefjum neitt frekar. Nú höfum við bara lifandi dæmi um hvernig það virkar. Það er að skapa þennan mikla ótta um eitthvað og fá svo fólk til fylgis við sig þegar það er óttaslegið.“ Elt í eigin rækt af lögreglu Sigríður tekur í þættinum persónulegt dæmi af einum morgni þar sem hún var elt af lögreglu á tíma þar sem eftirlit með fólki var orðið býsna mikið. „Það var auðvitað fullt af fólki að æfa á þessum tíma og ég hef alltaf verið að æfa og við komum okkur bara upp ,,underground” aðstöðu. Ég var þingmaður á þessum tíma og einn morguninn er ég að keyra um klukkan 6 og það er lögreglubíll á eftir mér og enginn annar á götunum. Svo keyri ég áfram og beygi inn götur og lögreglan alltaf á eftir mér og á endanum er ég kominn inn botnlanga og lögreglan er enn á eftir mér. Ég fann að ég varð bara hrædd og drap á bílnum og á endanum sneri lögreglan við og fór. En ég man að þarna hugsaði ég: „Hvert erum við eiginlega komin?“ „Ég var ekki að fara að fremja einhvern agalega glæp, heldur bara að fara að lyfta lóðum. Þetta fyrir mér var orðið hræðilegt þjóðfélag, þar sem að miðaldra húsmóðir í Vesturbænum er hrædd af því að lögreglan er á eftir henni þegar hún er að fara í ræktina. Ég er ekki efni í neinn glæpamann og fattaði það þarna. Mér hugnast ekki svona eftirlitssamfélag þar sem stjórnvöld eru farin að grípa svona mikið inn í líf þegnanna.“ Útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin Sigríður segist enn hafa áhuga á stjórnmálum, þó að hún njóti þess að starfa við lögmennsku og finnst margt gott við að vera ekki lengur í ati stjórnmálanna. „Ég get alveg sagt það af heiðarleika að mjög margir koma að máli við mig og biðja mig um að fara aftur í stjórnmál. Mér þykir mjög vænt um það og það er alltaf gott að vita að það sé einhver eftirspurn eftir þínum starfskröftum. En ég segi stundum við fólk að mér finnist ég stundum vera meira í pólitík en kjörnir fulltrúar sem sumir tjá nánast aldrei skoðanir sínar opinberlega. Það er hægt að vera í stjórnmálum og hafa áhrif án þess að vera kjörinn fulltrúi. Þannig að ég kýs að líta svo á að ég sé enn í stjórnmálum með því að mæta hingað og tala og beita mér í þjóðmálaumræðunni og þú ert að gera það líka með því að vera með þennan þátt. Ég þreytist ekki að benda ungu fólki á að það geti haft mikil áhrif þó að það henti ekki öllum að vera kjörnir fulltrúar. Það er hægt að hafa mikil áhrif án þess að vera inn í hinum formlega ramma stjórnmálanna. En ég útiloka ekkert þegar kemur að möguleikanum á að fara aftur formlega inn í stjórnmál. En ég er ekki að fara að gera það á DD listanum hans Bolla.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Sigríði og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Ég segi svo sannarlega alls ekki allt sem ég er að hugsa og maður þarf að velja sér slagi. En af því að ég talaði oft um hluti sem aðrir veigruðu sér við gerðist það oft að fólk hringdi í mig alveg brjálað af því því fannst að ég ætti að taka alla slagi. En í stórvægilegum málum hef ég þá reglu að segja minn sannleika og þegar maður er í stjórnmálum á maður að setja sig inn í sem flest mál og þora að segja það sem maður er að hugsa,“ segir Sigríður, sem oft fékk mikinn vind í fangið á stjórnmálaferlinum fyrir skoðanir sínar, ekki síst þegar hún var dómsmálaráðherra. Plagaði hana aldrei þegar fólk var ósátt „Kannski er ég með þykkari skráp en margir, en það plagaði mig aldrei þegar fólk var ósátt við mig. Ekki síst af því að ég lagði mig fram um að setja mig vel inn í málin og tjáði mig aldrei nema vera búin að kynna mér hlutina vel. Auðvitað fann ég vel fyrir því hvað dómsmálaráðuneytið er erfitt ráðuneyti. Það snýr oft að málum sem eru mjög persónuleg fyrir fólk og varða mannréttindi þess,“ segir Sigríður. „Stundum á gagnrýnin alveg rétt á sér og það þarf auðvitað að hafa eftirlit með lögreglu og valdastofnunum. En stundum finnst mér gagnrýnin mjög ómálefnaleg, óvægin og tilfinningahlaðin. En ég tók það aldrei inn á mig og hafði gaman að því að takast á við þessar áskoranir. Það þýðir ekkert að vera í pólitík ef maður ætlar að taka hlutina mikið inn á sig. Og ég hef aldrei lent í neinu alvarlegu aðkasti eða eitthvað slíkt og er bara þakklát fyrir það.“ Margir vilja einfaldar leiðbeiningar Sigríður hafði uppi óvinsælar skoðanir í Covid-faraldrinum og var ein af þeim fáu sem opinberlega talaði um að aðgerðir í faraldrinum hafi gengið of langt og staðið of lengi. „Þetta var mjög merkilegur tími og maður uppgötvaði að mjög margir vilja bara fá einfaldar leiðbeiningar í lífinu og treysta þeim án þess að spyrja neinna spurninga. Það kom mér á óvart að tala við jafnvel ungt frjálshyggjufólk sem viðurkenndi fyrir mér að það væri bara svo hrætt að það væri tilbúið að láta öll prinsip frá sér. Þetta var eftir á að hyggja algjör sturlun og mjög mikið rugl. Þegar lögreglan var farin að mæta á glugga í unglingapartýum og banka upp á, löngu eftir að það var komið í ljós að hættan var ekki sú sem talið var í upphafi,“ segir Sigríður. „Lagaheimildirnar til allra þessarra aðgerða voru bara ekki til staðar, en það var bara ekkert hlustað á það. Jafnvel þegar dómur féll um ólögmæti aðgerða í kringum sóttvarnarhús var það bara eins og að skvetta vatni á gæs. Það gerði enginn neitt með það og engin umræða fór fram um afsögn ráðherrans eða annað í þeim dúr. Mig óraði ekki fyrir því hvað þetta yrði langur tími og hve lengi fólk sætti sig við þessar aðgerðir. Það hefur mikið verið rannsakað hvernig ákveðin tegund af múgsefjun getur átt sér stað og fólk horfir oft til baka í sögunni og skilur ekki hvernig ákveðnir hlutir gátu gerst. En ég held að það þurfi ekkert að rannsaka múgsefjum neitt frekar. Nú höfum við bara lifandi dæmi um hvernig það virkar. Það er að skapa þennan mikla ótta um eitthvað og fá svo fólk til fylgis við sig þegar það er óttaslegið.“ Elt í eigin rækt af lögreglu Sigríður tekur í þættinum persónulegt dæmi af einum morgni þar sem hún var elt af lögreglu á tíma þar sem eftirlit með fólki var orðið býsna mikið. „Það var auðvitað fullt af fólki að æfa á þessum tíma og ég hef alltaf verið að æfa og við komum okkur bara upp ,,underground” aðstöðu. Ég var þingmaður á þessum tíma og einn morguninn er ég að keyra um klukkan 6 og það er lögreglubíll á eftir mér og enginn annar á götunum. Svo keyri ég áfram og beygi inn götur og lögreglan alltaf á eftir mér og á endanum er ég kominn inn botnlanga og lögreglan er enn á eftir mér. Ég fann að ég varð bara hrædd og drap á bílnum og á endanum sneri lögreglan við og fór. En ég man að þarna hugsaði ég: „Hvert erum við eiginlega komin?“ „Ég var ekki að fara að fremja einhvern agalega glæp, heldur bara að fara að lyfta lóðum. Þetta fyrir mér var orðið hræðilegt þjóðfélag, þar sem að miðaldra húsmóðir í Vesturbænum er hrædd af því að lögreglan er á eftir henni þegar hún er að fara í ræktina. Ég er ekki efni í neinn glæpamann og fattaði það þarna. Mér hugnast ekki svona eftirlitssamfélag þar sem stjórnvöld eru farin að grípa svona mikið inn í líf þegnanna.“ Útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin Sigríður segist enn hafa áhuga á stjórnmálum, þó að hún njóti þess að starfa við lögmennsku og finnst margt gott við að vera ekki lengur í ati stjórnmálanna. „Ég get alveg sagt það af heiðarleika að mjög margir koma að máli við mig og biðja mig um að fara aftur í stjórnmál. Mér þykir mjög vænt um það og það er alltaf gott að vita að það sé einhver eftirspurn eftir þínum starfskröftum. En ég segi stundum við fólk að mér finnist ég stundum vera meira í pólitík en kjörnir fulltrúar sem sumir tjá nánast aldrei skoðanir sínar opinberlega. Það er hægt að vera í stjórnmálum og hafa áhrif án þess að vera kjörinn fulltrúi. Þannig að ég kýs að líta svo á að ég sé enn í stjórnmálum með því að mæta hingað og tala og beita mér í þjóðmálaumræðunni og þú ert að gera það líka með því að vera með þennan þátt. Ég þreytist ekki að benda ungu fólki á að það geti haft mikil áhrif þó að það henti ekki öllum að vera kjörnir fulltrúar. Það er hægt að hafa mikil áhrif án þess að vera inn í hinum formlega ramma stjórnmálanna. En ég útiloka ekkert þegar kemur að möguleikanum á að fara aftur formlega inn í stjórnmál. En ég er ekki að fara að gera það á DD listanum hans Bolla.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Sigríði og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira