Fær Njarðvík frekar stimpilinn? Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 23:16 Afturelding losaði Mosfellsbæ við þann stimpil á laugardag, að vera stærsti bær landsins sem aldrei hefði átt lið í efstu deild karla í fótbolta. vísir/Anton Þrátt fyrir að Njarðvík sé ekki sérstaklega tilgreind í tölum Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum landsins, heldur skilgreind sem hluti af Reykjanesbæ, þá er vel hægt að nota aðra skilgreiningu en Hagstofan og segja að Njarðvík sé stærsti byggðakjarni Íslands sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hafði um árabil verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Það breytist með sigri Aftureldingar á Keflvíkingum í úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins í gær. Í grein hér á Vísi í morgun var því haldið fram að þar með tæki Hveragerði við stimplinum og að útlit væri fyrir að bærinn hefði hann um langt árabil. En ekki eru allir sammála því að draga skuli upp þessa mynd af blómabænum, og benda á að Njarðvík sé fjölmennari en Hveragerði, sem hún vissulega er. Hagstofan telur Keflavík og Njarðvík saman sem einn byggðakjarna, vegna nálægðar þeirra hvor við aðra, en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að gera það. Svo ef að Njarðvíkingar vilja ekki skreyta sig með fjöðrum Keflvíkinga þá taka þeir núna við stimplinum frá Mosfellingum. Samkvæmt gagnatorgi Reykjanesbæjar eru 8.653 íbúar í Njarðvík, og jafnvel þó að skipt væri í Ytri- og Innri-Njarðvík þá búa nógu margir á hvorum stað til að skáka Hveragerði, sem var með 3.264 skráða íbúa í ársbyrjun. Njarðvík hefur það fram yfir Hveragerði að lið Njarðvíkinga virðist mun nær því að láta þann draum rætast að spila í efstu deild karla í fótbolta. Þeir voru aðeins tveimur stigum frá því að komast í umspilið í Lengjudeildinni í ár, og voru reyndar efstir í deildinni eftir níu umferðir. Kannski tekst því Njarðvíkingum með ótvíræðum hætti að festa „stimpilinn“ á Hveragerði, áður en langt um líður. Besta deild karla UMF Njarðvík Hamar Afturelding Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hafði um árabil verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Það breytist með sigri Aftureldingar á Keflvíkingum í úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins í gær. Í grein hér á Vísi í morgun var því haldið fram að þar með tæki Hveragerði við stimplinum og að útlit væri fyrir að bærinn hefði hann um langt árabil. En ekki eru allir sammála því að draga skuli upp þessa mynd af blómabænum, og benda á að Njarðvík sé fjölmennari en Hveragerði, sem hún vissulega er. Hagstofan telur Keflavík og Njarðvík saman sem einn byggðakjarna, vegna nálægðar þeirra hvor við aðra, en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að gera það. Svo ef að Njarðvíkingar vilja ekki skreyta sig með fjöðrum Keflvíkinga þá taka þeir núna við stimplinum frá Mosfellingum. Samkvæmt gagnatorgi Reykjanesbæjar eru 8.653 íbúar í Njarðvík, og jafnvel þó að skipt væri í Ytri- og Innri-Njarðvík þá búa nógu margir á hvorum stað til að skáka Hveragerði, sem var með 3.264 skráða íbúa í ársbyrjun. Njarðvík hefur það fram yfir Hveragerði að lið Njarðvíkinga virðist mun nær því að láta þann draum rætast að spila í efstu deild karla í fótbolta. Þeir voru aðeins tveimur stigum frá því að komast í umspilið í Lengjudeildinni í ár, og voru reyndar efstir í deildinni eftir níu umferðir. Kannski tekst því Njarðvíkingum með ótvíræðum hætti að festa „stimpilinn“ á Hveragerði, áður en langt um líður.
Besta deild karla UMF Njarðvík Hamar Afturelding Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira