Bæjarstjórinn óttast ekki fólksflótta úr Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2024 14:08 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg, sem var með opinn fund í gær á laugardagsfundi Sjálfstæðismanna í Árborg þar sem hann fór yfir stöðuna í máli og myndum. Bæjarstjóri Árborgar óttast ekki flótta úr sveitarfélaginu eftir að samþykkt var að hækka útsvar á íbúa tímabundið, sem mun skila sveitarfélaginu um einum milljarði króna í tekjur. Eftir að meirihluti Sjálfstæðismanna tók við völdum í Árborg 2022 hefur stöðugildum hjá sveitarfélaginu verið fækkað um eitt hundrað, sem hluti af aðhaldsaðgerðum bæjaryfirvalda. Skuldastaða Árborgar hefur verið mjög slæm og miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið í gangi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í bæjarstjórn eru alltaf að leita og leita að meiri hagræðingu og nú hefur verið ákveðið að hækka útsvar á íbúa tímabundið. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Það þýðir það í rauninni að sveitarfélagið er að fá auknar tekjur frá skattinum á þessu ári en við íbúarnir þurfum í rauninni að borga þetta auka álag á nýju ári þegar allir klára skattframtalið sitt í mars, sem við þekkjum í rauninni og margir fá síðan einhverja innborgun 1. júní og eða þurfa að greiða en þá bætist í rauninni við auka upphæð, sem er þetta álag, sem við þurfum bara því miður að setja á íbúana til að snúa sveitarfélaginu hraðar við,“ segir Bragi. Hvað er þetta álag mikið? „Þetta er í rauninni 10 prósent eða í rauninni 1,4 prósentustig ofan á útsvarið.“ Útsvar verður hækkað tímabundið á íbúa Árborgar en með því fær sveitarfélagið um einn milljarð króna í tekjur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segist skilja vel þann kurr, sem hann skynjar á meðal íbúa við hækkun útsvarsins en eitthvað hafi þurft að gera til að ná fjármálunum á rétta braut en með hækkuninni fær Árborg um einn milljarð í auka tekjur. Óttast þú fólksflótta úr sveitarfélaginu, fer fólk að flytja í burtu? „Nei, ég ætla ekki að óttast það því að í heildina held ég að fólki líði mjög vel hérna. Við erum að reyna að þjónusta fólk vel.“ Ein af glærunum frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bragi segir að núverandi meirihluti hafi fækkað stöðugildum um eitt hundrað í sveitarfélaginu á síðustu tveimur árum og það standi jafn vel fyrir dyrum frekari uppsagnir á næstunni. „Við erum í rauninni að vinna að öllum hagfræðingum, sem við getum, bæði í rekstri og stöðugildum þannig að það getur þýtt, bæði þegar það gerist náttúrulega, það er að einhver að hætta og þarf þá ekki að ráða aftur eða í rauninni að við sjáum verkefni það sem við getum hagrætt og þá því miður þarf kannski að fara í þá aðgerð,“ segir Bragi. Frétt á heimasíðu Árborgar um auknu álögurnar vegna útsvarsins Bragi fékk fjölmargar spurningar á fundinum og svaraði þeim öllum greiðlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Skuldastaða Árborgar hefur verið mjög slæm og miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið í gangi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í bæjarstjórn eru alltaf að leita og leita að meiri hagræðingu og nú hefur verið ákveðið að hækka útsvar á íbúa tímabundið. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Það þýðir það í rauninni að sveitarfélagið er að fá auknar tekjur frá skattinum á þessu ári en við íbúarnir þurfum í rauninni að borga þetta auka álag á nýju ári þegar allir klára skattframtalið sitt í mars, sem við þekkjum í rauninni og margir fá síðan einhverja innborgun 1. júní og eða þurfa að greiða en þá bætist í rauninni við auka upphæð, sem er þetta álag, sem við þurfum bara því miður að setja á íbúana til að snúa sveitarfélaginu hraðar við,“ segir Bragi. Hvað er þetta álag mikið? „Þetta er í rauninni 10 prósent eða í rauninni 1,4 prósentustig ofan á útsvarið.“ Útsvar verður hækkað tímabundið á íbúa Árborgar en með því fær sveitarfélagið um einn milljarð króna í tekjur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segist skilja vel þann kurr, sem hann skynjar á meðal íbúa við hækkun útsvarsins en eitthvað hafi þurft að gera til að ná fjármálunum á rétta braut en með hækkuninni fær Árborg um einn milljarð í auka tekjur. Óttast þú fólksflótta úr sveitarfélaginu, fer fólk að flytja í burtu? „Nei, ég ætla ekki að óttast það því að í heildina held ég að fólki líði mjög vel hérna. Við erum að reyna að þjónusta fólk vel.“ Ein af glærunum frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bragi segir að núverandi meirihluti hafi fækkað stöðugildum um eitt hundrað í sveitarfélaginu á síðustu tveimur árum og það standi jafn vel fyrir dyrum frekari uppsagnir á næstunni. „Við erum í rauninni að vinna að öllum hagfræðingum, sem við getum, bæði í rekstri og stöðugildum þannig að það getur þýtt, bæði þegar það gerist náttúrulega, það er að einhver að hætta og þarf þá ekki að ráða aftur eða í rauninni að við sjáum verkefni það sem við getum hagrætt og þá því miður þarf kannski að fara í þá aðgerð,“ segir Bragi. Frétt á heimasíðu Árborgar um auknu álögurnar vegna útsvarsins Bragi fékk fjölmargar spurningar á fundinum og svaraði þeim öllum greiðlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira