Skoðun

Hvað er fá­tækt?

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Fátækt er að vera föst í ómögulegu völundarhúsi sem þú getur ekki leikið á.

Fátækt fyllir hugann af samviskubiti. Samviskubiti yfir því að hafa ekki gert betur, verið betri.

Fátækt er að verða fyrir vonbrigðum aftur og aftur.

Fátækt er að búast við því versta. Alltaf.

Fátækt er að leyfa sér ekki að njóta þess góða, því það gæti verið tekið af þér.

Fátækt er þegar von bregst.

Fátækt smýgur inn í alla króka og kima lífs þíns spúandi eitri.

Fátækt sendir taugakerfið í russíbanareið. Hring eftir hring, sama þó þú sért búin að fá nóg.

Fátækt er óöryggi.

Fátækt er útilokun.

Fátækt á ekki að vera til staðar.

Fátækt er hægt að útrýma.

Ef þú kæri lesandi ert sammála og trúir og telur að leiðin fram á við sé andkapítalísk þá hvet ég þig til að skrá þig í lið með okkur Sósíalistum gegn þeirri meinsemd sem ójöfnuður er.

Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×