„Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. september 2024 21:31 Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. Engin hlutdeildarlán hafa verið afgreidd síðan í vor en í júní samþykkti Alþingi að veita auknu fjármagni til hlutdeildarlána. Enn er þó beðið eftir peningunum og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur enn ekki getað hafið afgreiðslu að nýju. Á meðan býður fólk, jafnvel sem er komið með samþykktan kaupsamning, eftir að komast í húsnæði. Meðal þeirra sem bíða er ung fjölskylda frá Danmörku sem hefur sest að á Íslandi og þótti tímabært að fjárfesta í íbúð. „Við vorum búin að finna íbúð í Hafnarfirði og vorum búin að skrifa undir samning. En svo í apríl var umsóknunum lokað og við vorum búin að vera í sambandi við HMS nokkrum sinnum og spyrja um hvenær það færi að opna,“ segir fjölskyldufaðirinn Muhammed Emin Kizilkaya sem leggur stund á doktorsnám í félagsfræði í Háskólanum. Heppin að hafa húsnæði Þar sem allt var frágengið nema hlutdeildarlánið upplýstu þau leigusala um áform sín um að þau væru að kaupa íbúð. Kaupsamningur var undirritaður og vilyrði um fjármögnun frá bankanum var í höfn, með fyrirvara um hlutdeildarlánið. Þau höfðu fengið þau skilaboð frá HMS að nú færi þetta örugglega alveg að koma, þar sem stjórnvöld væru að vinna í því að tryggja aukið fjármagn. Fjölskyldan hélt leiguíbúðinni í einhvern tíma en þurftu loks að flytja út þar sem íbúðin var seld. Þau urðu sér út um leiguíbúð til skamms tíma og telja sig heppin að vera í þeirri stöðu en þau auk nokkur hundruð annarra höfðu sýnt því áhuga að leigja íbúðina að sögn Muhammeds. „Við erum búin að fá þessa skammtímaíbúð en við vorum með það tækifæri. En hvað gera Íslendingar sem eru á mjög erfiðum tímum. Þetta er mjög alvarlegt. Sérstaklega þegar ráðherra er búinn að lofa að innan fárra daga þá muni umsóknir um hlutdeildarlán opnast.“Þarna vísar hann til orða fjármálaráðherra frá því í byrjun september, en enn bólar ekkert á því að opnað verði fyrir umsóknir að nýju. „Við vitum ekki neitt. Við höldum bara áfram að bíða, vonandi í næsta mánuði og vonandi í næsta mánuði, en það er komið næstum hálft ár og við erum tilbúin að flytja inn,“ segir Muhammed. Skili sér í hærra fasteignaverði Fjölskyldan er ekki sú eina sem bíður. Jón Rafn Valdimarsson, fasteignasali hjá Mikluborg, skrifaði grein í Innherja á Vísi í gær þar sem hann lýsir áhyggjum af stöðunni. „Fyrst og fremst eru áhrifin verst fyrir fólkið sem er að kaupa sína fyrstu íbúð sem var búið að fá svona ákveðið loforð um að því yrði hjálpað með þessum hlutdeildarlánum, 20% af söluvirði eignarinnar. Svo hefur þetta náttúrlega líka áhrif á verktakann sem er að byggja þessar íbúðir og er búinn að vera að veita framlengingu og fyrirvara til þeirra sem eru búnir að bíða síðan í maí. Verktakinn er að fjármagna sín verk með lántöku sem er með háum vöxtum,“ segir Jón Rafn Valdimarsson, fasteignasali hjá Mikluborg. Margir verktakar séu að greiða tugi milljóna á mánuði og þetta skili sér út í verðlagið að endingu. „Á meðan ástandið er svona, til dæmis hjá okkur þar sem það eru yfir þrjátíu íbúðir sem bíða samþykkis eða að veitt verði hlutdeildarlán, þá náttúrlega vindur þetta bara upp á sig og hækkar söluverð á fasteignum í framtíðinni,“ segir Jón. Áhrifin komi verst niður á þeim sem bíða. „Þetta endurspeglast í örvæntingu hjá fyrstu kaupendunum. Sem er frekar sorglegt af því þetta er alltaf eitt af stærri kosningamálunum hverju sinni. Við erum að fá símtöl frá þessum kaupendum um hvort að við vitum eitthvað um hvenær þessi lán koma. Við höfum samband við HMS og þeir eru alveg jafn grunlausir og við um það hvenær þessi lán koma,“ segir Jón Rafn. Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Engin hlutdeildarlán hafa verið afgreidd síðan í vor en í júní samþykkti Alþingi að veita auknu fjármagni til hlutdeildarlána. Enn er þó beðið eftir peningunum og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur enn ekki getað hafið afgreiðslu að nýju. Á meðan býður fólk, jafnvel sem er komið með samþykktan kaupsamning, eftir að komast í húsnæði. Meðal þeirra sem bíða er ung fjölskylda frá Danmörku sem hefur sest að á Íslandi og þótti tímabært að fjárfesta í íbúð. „Við vorum búin að finna íbúð í Hafnarfirði og vorum búin að skrifa undir samning. En svo í apríl var umsóknunum lokað og við vorum búin að vera í sambandi við HMS nokkrum sinnum og spyrja um hvenær það færi að opna,“ segir fjölskyldufaðirinn Muhammed Emin Kizilkaya sem leggur stund á doktorsnám í félagsfræði í Háskólanum. Heppin að hafa húsnæði Þar sem allt var frágengið nema hlutdeildarlánið upplýstu þau leigusala um áform sín um að þau væru að kaupa íbúð. Kaupsamningur var undirritaður og vilyrði um fjármögnun frá bankanum var í höfn, með fyrirvara um hlutdeildarlánið. Þau höfðu fengið þau skilaboð frá HMS að nú færi þetta örugglega alveg að koma, þar sem stjórnvöld væru að vinna í því að tryggja aukið fjármagn. Fjölskyldan hélt leiguíbúðinni í einhvern tíma en þurftu loks að flytja út þar sem íbúðin var seld. Þau urðu sér út um leiguíbúð til skamms tíma og telja sig heppin að vera í þeirri stöðu en þau auk nokkur hundruð annarra höfðu sýnt því áhuga að leigja íbúðina að sögn Muhammeds. „Við erum búin að fá þessa skammtímaíbúð en við vorum með það tækifæri. En hvað gera Íslendingar sem eru á mjög erfiðum tímum. Þetta er mjög alvarlegt. Sérstaklega þegar ráðherra er búinn að lofa að innan fárra daga þá muni umsóknir um hlutdeildarlán opnast.“Þarna vísar hann til orða fjármálaráðherra frá því í byrjun september, en enn bólar ekkert á því að opnað verði fyrir umsóknir að nýju. „Við vitum ekki neitt. Við höldum bara áfram að bíða, vonandi í næsta mánuði og vonandi í næsta mánuði, en það er komið næstum hálft ár og við erum tilbúin að flytja inn,“ segir Muhammed. Skili sér í hærra fasteignaverði Fjölskyldan er ekki sú eina sem bíður. Jón Rafn Valdimarsson, fasteignasali hjá Mikluborg, skrifaði grein í Innherja á Vísi í gær þar sem hann lýsir áhyggjum af stöðunni. „Fyrst og fremst eru áhrifin verst fyrir fólkið sem er að kaupa sína fyrstu íbúð sem var búið að fá svona ákveðið loforð um að því yrði hjálpað með þessum hlutdeildarlánum, 20% af söluvirði eignarinnar. Svo hefur þetta náttúrlega líka áhrif á verktakann sem er að byggja þessar íbúðir og er búinn að vera að veita framlengingu og fyrirvara til þeirra sem eru búnir að bíða síðan í maí. Verktakinn er að fjármagna sín verk með lántöku sem er með háum vöxtum,“ segir Jón Rafn Valdimarsson, fasteignasali hjá Mikluborg. Margir verktakar séu að greiða tugi milljóna á mánuði og þetta skili sér út í verðlagið að endingu. „Á meðan ástandið er svona, til dæmis hjá okkur þar sem það eru yfir þrjátíu íbúðir sem bíða samþykkis eða að veitt verði hlutdeildarlán, þá náttúrlega vindur þetta bara upp á sig og hækkar söluverð á fasteignum í framtíðinni,“ segir Jón. Áhrifin komi verst niður á þeim sem bíða. „Þetta endurspeglast í örvæntingu hjá fyrstu kaupendunum. Sem er frekar sorglegt af því þetta er alltaf eitt af stærri kosningamálunum hverju sinni. Við erum að fá símtöl frá þessum kaupendum um hvort að við vitum eitthvað um hvenær þessi lán koma. Við höfum samband við HMS og þeir eru alveg jafn grunlausir og við um það hvenær þessi lán koma,“ segir Jón Rafn.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira