Leiðtogi Hezbollah allur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2024 08:22 Hassan Nasrallah hafði verið leiðtogi Hezbollah-samtakanna í 32 ár. getty Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. Í færlsu frá hernum á X segir að Hassan Nasrallah muni ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. Hassan Nasrallah will no longer be able to terrorize the world.— Israel Defense Forces (@IDF) September 28, 2024 Heimildarmaður AFP-fréttaveitunnar tengdur Hezbollah staðfestir sömuleiðis að ekki hafi heyrst frá leiðtoganum frá því í gær. Árásir Ísraela hafa staðið yfir í Beirút síðustu daga og hafa beinst að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna árásanna. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. „Ekki það síðasta í verkfærakassanum“ Herzi Halevi yfirmaður innan ísraelska hersins segir árásina hafa verið þaulskipulagða og „komið á réttum tíma og mjög snarpt“. „Hver sem ógnar Ísraelsríki, við munum kunna að komast að honum: í norðri, í suðri og víðar,“ er haft eftir Halevi í ísraleskum miðlum. „Þetta er ekki síðasta verkfærið, það eru fleiri verkfæri sem bíða,“ bætti Halevi við. Með undanförnum árásum á hæstu yfirmenn innan Hezbollah má segja að átökin milli Ísralelshers og samtakanna hafi stigmagnast. Fyrstu mánuði þessa stríðs var talið að Ísraelar myndu ekki ráðast gegn æðstu ráðamönnum Hezbollah en nú hefur Ísraelsher fellt fjölda yfirmanna innan samtakanna. Herinn birti yfirlitsmynd í dag af þeim yfirmönnum sem felldir hafa verið. Yfirlitsmynd ísraelska hersins yfir yfirmenn innana Hezbollah sem hafa fallið. Nýjustu vendingar teygja anga sína víðar um Mið-Austurlönd. Æðsti leiðtogi Írans Ayatollah Ali Khamenei gaf til að mynda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann stappar stálinu í Hezbollah-samtökin og íbúa í Líbanon. Greint var frá því fyrr í dag að leiðtoginn hefði verið færður á öruggan stað vegna árásanna. Í yfirlýsingunni kallar hann eftir því að „standa þétt við bakið á fólkinu í Líbanon og Hezbollah samtökunum og styðja með hvað hætti sem fólki er kleift“. „Örlög álfunnar ráðast af krafti andstöðunnar, með Hezbollah í fremstu víglínu,“ er haft eftir Ali Khamenei í tilkynningu. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Andlát Tengdar fréttir Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. 27. september 2024 18:02 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Í færlsu frá hernum á X segir að Hassan Nasrallah muni ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. Hassan Nasrallah will no longer be able to terrorize the world.— Israel Defense Forces (@IDF) September 28, 2024 Heimildarmaður AFP-fréttaveitunnar tengdur Hezbollah staðfestir sömuleiðis að ekki hafi heyrst frá leiðtoganum frá því í gær. Árásir Ísraela hafa staðið yfir í Beirút síðustu daga og hafa beinst að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna árásanna. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. „Ekki það síðasta í verkfærakassanum“ Herzi Halevi yfirmaður innan ísraelska hersins segir árásina hafa verið þaulskipulagða og „komið á réttum tíma og mjög snarpt“. „Hver sem ógnar Ísraelsríki, við munum kunna að komast að honum: í norðri, í suðri og víðar,“ er haft eftir Halevi í ísraleskum miðlum. „Þetta er ekki síðasta verkfærið, það eru fleiri verkfæri sem bíða,“ bætti Halevi við. Með undanförnum árásum á hæstu yfirmenn innan Hezbollah má segja að átökin milli Ísralelshers og samtakanna hafi stigmagnast. Fyrstu mánuði þessa stríðs var talið að Ísraelar myndu ekki ráðast gegn æðstu ráðamönnum Hezbollah en nú hefur Ísraelsher fellt fjölda yfirmanna innan samtakanna. Herinn birti yfirlitsmynd í dag af þeim yfirmönnum sem felldir hafa verið. Yfirlitsmynd ísraelska hersins yfir yfirmenn innana Hezbollah sem hafa fallið. Nýjustu vendingar teygja anga sína víðar um Mið-Austurlönd. Æðsti leiðtogi Írans Ayatollah Ali Khamenei gaf til að mynda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann stappar stálinu í Hezbollah-samtökin og íbúa í Líbanon. Greint var frá því fyrr í dag að leiðtoginn hefði verið færður á öruggan stað vegna árásanna. Í yfirlýsingunni kallar hann eftir því að „standa þétt við bakið á fólkinu í Líbanon og Hezbollah samtökunum og styðja með hvað hætti sem fólki er kleift“. „Örlög álfunnar ráðast af krafti andstöðunnar, með Hezbollah í fremstu víglínu,“ er haft eftir Ali Khamenei í tilkynningu.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Andlát Tengdar fréttir Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. 27. september 2024 18:02 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. 27. september 2024 18:02