Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 20:31 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Stöð 2 Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Sumir blaðamannanna höfðu unnið fréttir upp úr tölvupóstum úr síma Páls en þær fjölluðu um sjálfsyfirlýsta „skæruliðadeild“ Samherji. Það var lítill hópur starfsmanna Samherja, þar á meðal tveir lögfræðingar, sem reyndi að hafa áhrif á umræðu um Samherja, meðal annars með því að skrifa greinar í fjölmiðla sem voru birtar í nafni Páls. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sagði það einu réttu niðurstöðuna í málinu að fella það niður enda hefði málatilbúnaður lögreglu verið tilhæfulaus með öllu frá upphafi. Blaðamennirnir hefðu verið til rannsóknar fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. „Það er með ólíkindum að lögreglustjórinn skuli líta á það sem mögulega refsiverða háttsemi,“ sagði Sigríður Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Réttaróvissa á meðan á rannsókninni stóð Sumir þeirra blaðamanna sem höfðu réttastöðu sakbornings í málinu hafa síðan yfirgefið stéttina. Sigríður Dögg sagði málið hafa hvílt ofboðslega þungt á mörgum og fjölskyldum þeirra sömuleiðis. Það sé ekki að ástæðulausu að Evrópuráðið hafi mælst til þess að lögregla hugsi sig vel um og rökstyðji það vandlega áður en hún ákveður að rannsaka blaðamenn. „Vegna þess að þetta hefur kælingaráhrif, ekki bara á þessa blaðamenn sem um ræðir, heldur alla stéttina,“ sagði formaðurinn. Á meðan rannsókninni stóð hafi réttaróvissa verið í landinu um hvað blaðamönnum væri heimilt að gera í störfum sínum. „Það er bara mjög alvarlegt þegar slíkt gerist.“ Blaðamennirnir sem höfðu réttarstöðu sakbornings voru þau Þóra Arnórsdóttir, þáverandi ritstjóri Kveiks á RÚV, Þórður Snær Júlíusson, þáverandi ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson, þáverandi blaðamaður Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, þáverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, þáverandi blaðamaður Heimildarinnar, og Arnar Þórisson, yfirframleiðandi Kveiks. Fordæmalaus yfirlýsing lögreglustjórans Yfirlýsing lögreglustjórans um ákvörðun hans um að fella rannsóknina niður var um margt sérstæð. Í henni var ákvörðunin rökstudd í löngu máli en fá dæmi eru um að lögregla birti slíkan rökstuðning í opinberum yfirlýsingum, hvað þá svo ítarlega. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Lögreglustjórinn lýsir þannig þeirri afstöðu sinni að þrátt fyrir að rannsóknin hafi verið fellt niður „gætu“ blaðamennirnir hafa sýnt af sér atferli sem gæti flokkast undir brot á friðhelgi einkalífs Páls. Þá er andlegt ástand fyrrverandi eiginkonu Páls, sem tók síma hans og kom til fjölmiðla, reifað í yfirlýsingunni. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir Þeir blaðamenn og lögfræðingar sem Sigríður Dögg ræddi við í dag sögðust aldrei hafa séð aðra eins yfirlýsingu frá lögreglu. Lögmaður Blaðamannafélagsins hefði meðal annars kannað það í dag. „Hann er sammála því að þetta er algerlega fordæmalaus yfirlýsing,“ sagði Sigríður Dögg sem velti fyrir sér hvers vegna lögreglustjórinn hafi ákveðið að rökstyðja niðurstöðuna í svo löngu máli. Lögreglustjórinn hafi kennt blaðamönnunum sjálfum um hversu langan tíma rannsóknin tók vegna þess að þeir ákváðu að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan á henni stóð. Lögreglumál Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Sumir blaðamannanna höfðu unnið fréttir upp úr tölvupóstum úr síma Páls en þær fjölluðu um sjálfsyfirlýsta „skæruliðadeild“ Samherji. Það var lítill hópur starfsmanna Samherja, þar á meðal tveir lögfræðingar, sem reyndi að hafa áhrif á umræðu um Samherja, meðal annars með því að skrifa greinar í fjölmiðla sem voru birtar í nafni Páls. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sagði það einu réttu niðurstöðuna í málinu að fella það niður enda hefði málatilbúnaður lögreglu verið tilhæfulaus með öllu frá upphafi. Blaðamennirnir hefðu verið til rannsóknar fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. „Það er með ólíkindum að lögreglustjórinn skuli líta á það sem mögulega refsiverða háttsemi,“ sagði Sigríður Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Réttaróvissa á meðan á rannsókninni stóð Sumir þeirra blaðamanna sem höfðu réttastöðu sakbornings í málinu hafa síðan yfirgefið stéttina. Sigríður Dögg sagði málið hafa hvílt ofboðslega þungt á mörgum og fjölskyldum þeirra sömuleiðis. Það sé ekki að ástæðulausu að Evrópuráðið hafi mælst til þess að lögregla hugsi sig vel um og rökstyðji það vandlega áður en hún ákveður að rannsaka blaðamenn. „Vegna þess að þetta hefur kælingaráhrif, ekki bara á þessa blaðamenn sem um ræðir, heldur alla stéttina,“ sagði formaðurinn. Á meðan rannsókninni stóð hafi réttaróvissa verið í landinu um hvað blaðamönnum væri heimilt að gera í störfum sínum. „Það er bara mjög alvarlegt þegar slíkt gerist.“ Blaðamennirnir sem höfðu réttarstöðu sakbornings voru þau Þóra Arnórsdóttir, þáverandi ritstjóri Kveiks á RÚV, Þórður Snær Júlíusson, þáverandi ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson, þáverandi blaðamaður Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, þáverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, þáverandi blaðamaður Heimildarinnar, og Arnar Þórisson, yfirframleiðandi Kveiks. Fordæmalaus yfirlýsing lögreglustjórans Yfirlýsing lögreglustjórans um ákvörðun hans um að fella rannsóknina niður var um margt sérstæð. Í henni var ákvörðunin rökstudd í löngu máli en fá dæmi eru um að lögregla birti slíkan rökstuðning í opinberum yfirlýsingum, hvað þá svo ítarlega. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Lögreglustjórinn lýsir þannig þeirri afstöðu sinni að þrátt fyrir að rannsóknin hafi verið fellt niður „gætu“ blaðamennirnir hafa sýnt af sér atferli sem gæti flokkast undir brot á friðhelgi einkalífs Páls. Þá er andlegt ástand fyrrverandi eiginkonu Páls, sem tók síma hans og kom til fjölmiðla, reifað í yfirlýsingunni. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir Þeir blaðamenn og lögfræðingar sem Sigríður Dögg ræddi við í dag sögðust aldrei hafa séð aðra eins yfirlýsingu frá lögreglu. Lögmaður Blaðamannafélagsins hefði meðal annars kannað það í dag. „Hann er sammála því að þetta er algerlega fordæmalaus yfirlýsing,“ sagði Sigríður Dögg sem velti fyrir sér hvers vegna lögreglustjórinn hafi ákveðið að rökstyðja niðurstöðuna í svo löngu máli. Lögreglustjórinn hafi kennt blaðamönnunum sjálfum um hversu langan tíma rannsóknin tók vegna þess að þeir ákváðu að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan á henni stóð.
Lögreglumál Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira