Hvers vegna er skiltið í Kúrlandi svo hátt uppi? Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 20:51 Skiltið við Kúrland fær alla jafna að vera í friði, í það minnsta síðustu átta ár. Vísir/Rúnar Skilti í Reykjavík fá almennt að standa algjörlega óáreitt að sögn skrifstofustjóra hjá borginni. Frægur skiltastuldur olli því ekki að skiltið við Kúrland var hækkað verulega. Í gegnum árin hefur marga grunað það tengjast tíðum stuldi á skiltinu, líkt og gerðist árið 2016 þegar skiltinu var stolið og vakti það mikla athygli þegar það sást síðan á samfélagsmiðlum hengt uppi á vegg í svefnherbergi úti í bæ. 🤔 pic.twitter.com/6tL0rsIoxb— Ásdís Sigurbergsdóttir (@asdissig) August 29, 2016 Skiljanlega kannski, hver myndi ekki vilja gista í kósý Kúrlandi? En er það ástæðan fyrir því að skiltið er svo hátt uppi? „Nei, hér er þetta bara einhver tilviljun. Ég myndi segja að þetta væri bara út af því að það hafi verið sett skilti sem hafi verið tekið í burtu og þetta skilti ekki lækkað,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstur og umhirðu borgarlandsins. Það er nefnilega þannig að þegar ný skilti eru sett á staura þar sem þegar eru götuskilti, til dæmis þegar bæta þarf við biðskylduskilti eða öðru slíku, er götuheitið fært ofar. Þarna hafi það verið gert að öllum líkindum en Kúrlandsskiltið ekki fært neðar þegar hitt var fjarlægt. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir/Rúnar Þjófnaðurinn því alls ótengdur hækkuninni. Hjalti segir meira að segja að þjófnaður á skiltum sé mjög óalgengur. Meira að segja skiltið við Svarthöfða hefur fengið að standa óáreitt í tæp níu ár. „Auðvitað er ýmislegt tekið sem er lauslegt. En samt sem áður er það ekki algengt. Götugögnin eins og við köllum þetta eru yfirleitt látin í friði. Kannski færð til út af einhverju en látin í friði. Við verðum ekki fyrir miklum afföllum út af því að einhver er að stela eða taka keilur eða önnur götugögn. Skilti og svo framvegis,“ segir Hjalti. Og þá bara að kaupa Kúrlandsskilti, frekar en að stela því? „Bara fara í næstu skiltagerð og segja: „Ég vil fá nákvæmlega svona skilti, Kúrland. Ég ætla að setja það einhvers staðar inni hjá mér.“ Já, gera það bara svoleiðis,“ segir Hjalti. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í gegnum árin hefur marga grunað það tengjast tíðum stuldi á skiltinu, líkt og gerðist árið 2016 þegar skiltinu var stolið og vakti það mikla athygli þegar það sást síðan á samfélagsmiðlum hengt uppi á vegg í svefnherbergi úti í bæ. 🤔 pic.twitter.com/6tL0rsIoxb— Ásdís Sigurbergsdóttir (@asdissig) August 29, 2016 Skiljanlega kannski, hver myndi ekki vilja gista í kósý Kúrlandi? En er það ástæðan fyrir því að skiltið er svo hátt uppi? „Nei, hér er þetta bara einhver tilviljun. Ég myndi segja að þetta væri bara út af því að það hafi verið sett skilti sem hafi verið tekið í burtu og þetta skilti ekki lækkað,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstur og umhirðu borgarlandsins. Það er nefnilega þannig að þegar ný skilti eru sett á staura þar sem þegar eru götuskilti, til dæmis þegar bæta þarf við biðskylduskilti eða öðru slíku, er götuheitið fært ofar. Þarna hafi það verið gert að öllum líkindum en Kúrlandsskiltið ekki fært neðar þegar hitt var fjarlægt. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir/Rúnar Þjófnaðurinn því alls ótengdur hækkuninni. Hjalti segir meira að segja að þjófnaður á skiltum sé mjög óalgengur. Meira að segja skiltið við Svarthöfða hefur fengið að standa óáreitt í tæp níu ár. „Auðvitað er ýmislegt tekið sem er lauslegt. En samt sem áður er það ekki algengt. Götugögnin eins og við köllum þetta eru yfirleitt látin í friði. Kannski færð til út af einhverju en látin í friði. Við verðum ekki fyrir miklum afföllum út af því að einhver er að stela eða taka keilur eða önnur götugögn. Skilti og svo framvegis,“ segir Hjalti. Og þá bara að kaupa Kúrlandsskilti, frekar en að stela því? „Bara fara í næstu skiltagerð og segja: „Ég vil fá nákvæmlega svona skilti, Kúrland. Ég ætla að setja það einhvers staðar inni hjá mér.“ Já, gera það bara svoleiðis,“ segir Hjalti.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira