Linda beindi Sammy Smith til Íslands: „Hugsaði mig ekki tvisvar um“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 10:02 Sammy Smith hefur skorað 29 mörk í 28 leikjum með íslenskum félagsliðum. vísir/sigurjón Árið 2024 hefur verið draumi líkast fyrir Sammy Rose Smith, 23 ára bandaríska fótboltakonu, sem hefur leikið með FHL og Breiðabliki í sumar. Hún er hæstánægð með tímabilið enda gæti hún unnið bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. Sammy hóf sumarið með FHL í Lengjudeildinni og skoraði fimmtán mörk í fjórtán leikjum fyrir liðið sem vann deildina. Í síðasta mánuði gekk hún svo í raðir Breiðabliks og hefur þar skorað sjö mörk í fimm deildarleikjum. Þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla gegn Þór/KA á sunnudaginn. Blikar eru með eins stigs forskot á Valskonur á toppi deildarinnar. „Þetta hefur verið súrrealískt. Þetta hefur verið mjög gaman. Ég er mjög glöð að ég sé hérna og þetta hafi farið eins og þetta hefur farið. Þetta byrjaði fyrir austan og núna er ég hérna í bænum. Þetta hefði held ég ekki getað farið betur,“ sagði Sammy í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sem fyrr sagði gæti Sammy náð þeim einstaka áfanga að vinna bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. „Það væri mjög svalt. Það er klárlega markmið hjá mér. En ég tek bara einn leik fyrir í einu. Vonandi get ég hjálpað þessu liði að vinna þessa deild,“ sagði Sammy. Sló bara til Hún er frá Boston og lék með Lindu Líf Boama, leikmanni Víkings, í Boston háskólanum. Linda mælti með því að Sammy kæmi til Íslands ef tækifæri byðist og hún tók hana á orðinu. „Hún sagði alltaf að ef ég vildi spila sem atvinnumaður gæti ég gert það á Íslandi. Þegar umboðsmaðurinn minn sagði að íslenskt lið vildi fá mig hugsaði ég mig ekki tvisvar um og sló bara til. Ég endaði fyrir austan og núna er ég hérna,“ sagði Sammy. Sammy og stöllur hennar í Breiðabliki taka á móti FH á laugardaginn.vísir/sigurjón Hún hefur smellpassað inn í lið Breiðabliks og segist raunar aldrei hafa spilað í jafn góðu liði. „Þetta lið er svo gott og við spilum svona vel saman. Ég veit ekki hvort ég hef verið í liði sem hefur spilað svona vel saman. Það vantar ekkert í liðið okkar. Þetta virkar inni á vellinum og við erum að gera vel,“ sagði Sammy. Hefndarleikur Breiðablik og Valur mætast á Hlíðarenda í lokaumferð Bestu deildarinnar. Yfirgnæfandi líkur er á að það verði hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Það væri hefndarleikur fyrir mig því fyrsti leikurinn sem ég spilaði með Breiðabliki var nokkrum dögum eftir að ég kom hingað gegn Val. Þetta er klárlega hefndarleikur fyrir mig,“ sagði Sammy og vísaði til tapsins fyrir Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Sammy? „Það er frábær spurning. Ég er að skoða kostina í stöðunni. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram hjá Breiðabliki. Þetta er frábær félag og ég dýrka stelpurnar. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram en ég hef ekki ákveðið mig,“ sagði Sammy að lokum. Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Sammy hóf sumarið með FHL í Lengjudeildinni og skoraði fimmtán mörk í fjórtán leikjum fyrir liðið sem vann deildina. Í síðasta mánuði gekk hún svo í raðir Breiðabliks og hefur þar skorað sjö mörk í fimm deildarleikjum. Þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla gegn Þór/KA á sunnudaginn. Blikar eru með eins stigs forskot á Valskonur á toppi deildarinnar. „Þetta hefur verið súrrealískt. Þetta hefur verið mjög gaman. Ég er mjög glöð að ég sé hérna og þetta hafi farið eins og þetta hefur farið. Þetta byrjaði fyrir austan og núna er ég hérna í bænum. Þetta hefði held ég ekki getað farið betur,“ sagði Sammy í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sem fyrr sagði gæti Sammy náð þeim einstaka áfanga að vinna bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. „Það væri mjög svalt. Það er klárlega markmið hjá mér. En ég tek bara einn leik fyrir í einu. Vonandi get ég hjálpað þessu liði að vinna þessa deild,“ sagði Sammy. Sló bara til Hún er frá Boston og lék með Lindu Líf Boama, leikmanni Víkings, í Boston háskólanum. Linda mælti með því að Sammy kæmi til Íslands ef tækifæri byðist og hún tók hana á orðinu. „Hún sagði alltaf að ef ég vildi spila sem atvinnumaður gæti ég gert það á Íslandi. Þegar umboðsmaðurinn minn sagði að íslenskt lið vildi fá mig hugsaði ég mig ekki tvisvar um og sló bara til. Ég endaði fyrir austan og núna er ég hérna,“ sagði Sammy. Sammy og stöllur hennar í Breiðabliki taka á móti FH á laugardaginn.vísir/sigurjón Hún hefur smellpassað inn í lið Breiðabliks og segist raunar aldrei hafa spilað í jafn góðu liði. „Þetta lið er svo gott og við spilum svona vel saman. Ég veit ekki hvort ég hef verið í liði sem hefur spilað svona vel saman. Það vantar ekkert í liðið okkar. Þetta virkar inni á vellinum og við erum að gera vel,“ sagði Sammy. Hefndarleikur Breiðablik og Valur mætast á Hlíðarenda í lokaumferð Bestu deildarinnar. Yfirgnæfandi líkur er á að það verði hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Það væri hefndarleikur fyrir mig því fyrsti leikurinn sem ég spilaði með Breiðabliki var nokkrum dögum eftir að ég kom hingað gegn Val. Þetta er klárlega hefndarleikur fyrir mig,“ sagði Sammy og vísaði til tapsins fyrir Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Sammy? „Það er frábær spurning. Ég er að skoða kostina í stöðunni. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram hjá Breiðabliki. Þetta er frábær félag og ég dýrka stelpurnar. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram en ég hef ekki ákveðið mig,“ sagði Sammy að lokum. Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn