Dagfarsprúði maðurinn aldrei verið eins reiður Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 21:46 Shahid Khan er almennt ljúfur sem lamb en misbauð allhressilega í gærkvöld. vísir/afp Allt er í báli og brandi hjá ameríska fótboltaliðinu Jacksonville Jaguars og er eigandi liðsins, Shahid Khan, sagður ævareiður yfir stöðunni. Félagið þurfti að þola eitt stærsta tap í sögu þess í gærkvöld. Ekki var að sjá rándýrseðlið í liði Jaguars er það tapaði hressilega, 47-10, fyrir Buffalo Bills í NFL-deildinni í gærkvöld. Gæðaleysi er eitt en helsta gagnrýnin hefur beinst að andleysinu, kraftleysinu og dugleysinu sem einkenndi bæði sókn og vörn. Um er að ræða sjötta stærsta tap í sögu félagsins og hefur það tapað öllum þremur leikjum sínum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Þá vann liðið aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum í fyrra og sá sigur kom gegn arfaslöku liði Carolina Panthers. Menn orðlausir og hvers kyns breytingar á borðinu Varnarmaðurinn Josh Hines-Allen var orðlaus eftir leik gærkvöldsins og sagði Jacksonville hreinlega hafa verið yfirspilað í bæði vörn og sókn. „Það er ekkert hægt að sykurhúða þetta,“ sagði hann eftir leik. „Ég er bara í sjokki, þetta var rugl,“ bætti hann við. Lawrence á ekki öruggt sæti, samkvæmt þjálfaranum.Wesley Hitt/Getty Images Vandræði Jaguars eru þá komin á það stig að Doug Pederson, þjálfari liðsins, sem er sagður í afar heitu sæti, segir engan öruggan um starf sitt, eða byrjunarliðssæti. Ekki einu sinni leikstjórnandinn rándýri, Trevor Lawrence. „Það þurfa að verða breytingar. Hvort sem það er sóknarleikurinn, starfsfólk, allt er á borðinu,“ sagði öskuillur Pederson sem útilokaði ekki að bekkja Lawrence, sem á að vera stjarna liðsins, en lék líkt og aðrir leikmenn þess töluvert yfir pari vallar í gær. Eigandinn foxillur Eigandi liðsins, Shahid Khan, er ekki sagður mikið hressari en þjálfarinn og verður áhugavert að sjá hvort hann sjái sér hreinlega vænlegastan kost í stöðunni að skipta Pederson út. Ráðalausir Pederson og Lawrence í gær. Pederson er sagður sitja á funheitum stjórastóli.Kevin Sabitus/Getty Images Khan er almennt álitinn prúðlyndismaður með mikið jafnaðargeð en samkvæmt bandarískum miðlum misbauð honum algjörlega er Jacksonville þurfti að þola 37 stiga tap. Heimildamaður nátengdur Khan segir hann hafa verið „reiðari en ég hef nokkurn tíma séð Shad. Hann er venjulega hlédrægur, indæll heiðursmaður. En ekki í kvöld.“ Næsti leikur Jacksonville Jaguars er gegn Houston Texans á sunnudaginn kemur. Houston-liðið hefur spilað vel síðustu misseri en tapaði óvænt stórt, 34-7, fyrir Minnesota Vikings síðustu helgi. Bæði lið hafa því eitthvað að sanna er þau mætast seinni partinn á sunnudag. NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Ekki var að sjá rándýrseðlið í liði Jaguars er það tapaði hressilega, 47-10, fyrir Buffalo Bills í NFL-deildinni í gærkvöld. Gæðaleysi er eitt en helsta gagnrýnin hefur beinst að andleysinu, kraftleysinu og dugleysinu sem einkenndi bæði sókn og vörn. Um er að ræða sjötta stærsta tap í sögu félagsins og hefur það tapað öllum þremur leikjum sínum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Þá vann liðið aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum í fyrra og sá sigur kom gegn arfaslöku liði Carolina Panthers. Menn orðlausir og hvers kyns breytingar á borðinu Varnarmaðurinn Josh Hines-Allen var orðlaus eftir leik gærkvöldsins og sagði Jacksonville hreinlega hafa verið yfirspilað í bæði vörn og sókn. „Það er ekkert hægt að sykurhúða þetta,“ sagði hann eftir leik. „Ég er bara í sjokki, þetta var rugl,“ bætti hann við. Lawrence á ekki öruggt sæti, samkvæmt þjálfaranum.Wesley Hitt/Getty Images Vandræði Jaguars eru þá komin á það stig að Doug Pederson, þjálfari liðsins, sem er sagður í afar heitu sæti, segir engan öruggan um starf sitt, eða byrjunarliðssæti. Ekki einu sinni leikstjórnandinn rándýri, Trevor Lawrence. „Það þurfa að verða breytingar. Hvort sem það er sóknarleikurinn, starfsfólk, allt er á borðinu,“ sagði öskuillur Pederson sem útilokaði ekki að bekkja Lawrence, sem á að vera stjarna liðsins, en lék líkt og aðrir leikmenn þess töluvert yfir pari vallar í gær. Eigandinn foxillur Eigandi liðsins, Shahid Khan, er ekki sagður mikið hressari en þjálfarinn og verður áhugavert að sjá hvort hann sjái sér hreinlega vænlegastan kost í stöðunni að skipta Pederson út. Ráðalausir Pederson og Lawrence í gær. Pederson er sagður sitja á funheitum stjórastóli.Kevin Sabitus/Getty Images Khan er almennt álitinn prúðlyndismaður með mikið jafnaðargeð en samkvæmt bandarískum miðlum misbauð honum algjörlega er Jacksonville þurfti að þola 37 stiga tap. Heimildamaður nátengdur Khan segir hann hafa verið „reiðari en ég hef nokkurn tíma séð Shad. Hann er venjulega hlédrægur, indæll heiðursmaður. En ekki í kvöld.“ Næsti leikur Jacksonville Jaguars er gegn Houston Texans á sunnudaginn kemur. Houston-liðið hefur spilað vel síðustu misseri en tapaði óvænt stórt, 34-7, fyrir Minnesota Vikings síðustu helgi. Bæði lið hafa því eitthvað að sanna er þau mætast seinni partinn á sunnudag.
NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira