Sport

Dag­skráin í dag: Bikarliðin í Bestu og United í Evrópudeildinni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gleði við lokaflaut.
Gleði við lokaflaut. Vísir/Diego

Nóg er um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport þennan miðvikudaginn. Fótboltinn fær sviðið.

Stöð 2 Sport

Nýkrýndir bikarmeistarar KA mæta aftur til leiks í Bestu deild karla í dag er HK heimsækir þá til Akureyrar. Leikurinn er klukkan 16:15 og er í beinni á Stöð 2 Sport.

Um kvöldið tekur silfurlið Víkings á móti FH í Víkinni klukkan 19:15 og sá leikur einnig í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum mun Gummi Ben gera fyrstu umferðina í uppskiptri deild upp í Stúkunni ásamt sérfræðingum klukkan 21:20.

Stöð 2 Sport 2

Nýtt tímabil í Evrópudeildinni fer af stað seinni partinn og mun AZ Alkmaar mæta Andra Fannari Baldurssyni og félögum í Elfsborg klukkan 16:45 á Stöð 2 Sport 2.

Manchester United mætir til leiks um kvöldið er Erik ten Hag mætir sínu fyrrum félagi, Twente frá Hollandi, á Old Trafford klukkan 19:00.

Vodafone Sport

Tveir leikir verða einnig sýndir á Vodafone Sport.

Bodö/Glimt mætir Porto í Noregi klukkan 16:45 og þá verður Orri Steinn Óskarsson í eldlínunni með Real Sociedad sem sækir Nice heim á suðurströnd Frakklands klukkan 19:00.

Stöð 2 Sport 4

Rafíþróttirnar ráða ríkjum á Stöð 2 Sport 4 í dag. Keppt er í BLAST Premier frá klukkan 10 fram á kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×