Þetta staðfestir Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, í samtali við Vísi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang um klukkan 14 í dag þegar að fyrsta tilkynning um slysið barst.
Þegar þyrlan var á leiðinni á vettvang var útkallið afturkallað. Birgir gat ekki sagt til um ástand þeirra sem voru í bifreiðinni en von er á tilkynningu frá lögreglu seinna í kvöld.
„Það stendur yfir vettvangsrannsókn. Það er ekki alveg búið að ná utan um vettvangsrannsókn eins og er,“ sagði Birgir.