Virkjum lýðræðið Jódís Skúladóttir skrifar 24. september 2024 17:00 Við virðumst öll deila áhyggjum af vaxandi vanlíðan og ofbeldi í samfélaginu en um ástæðurnar eru skiptar skoðanir. Ég hef þá skoðun að aukin einstaklingshyggja í allt of hröðu og neysludrifnu samfélagi sé stór þáttur í þeirri stöðu sem við erum í. Einstaklingshyggjan fer afar illa með lýðræðinu, hagur og vilji heildarinnar verður undir. Við sjáum afleiðingar þess alls staðar í samfélaginu. Það verður sí erfiðara að manna félagsstörf nema ávinningur einstaklings sé tryggður. Gott dæmi um þetta er þróunin í íþróttastarfi barna. Allt er mælt í arðsemi og hraða til að ná sem bestum árangri og á þessum forsendum verður samþjöppun valds og fjármagns meira áberandi. Samfélagsmiðlar eru stór þáttur í lífi okkar í dag og þar sjást glöggt þess merki að neysluhyggjan nær inn á öll svið samfélagsins, til allra aldurshópa, ekki síst barna, og litar hugmyndir okkar um raunveruleikann og eðlilegt gildismat. En samfélagsmiðlar bera ekki ábyrgðina á þessu, það gerir markviss stefna sem felst í því að frelsi og réttur einstaklingsins sé öllu æðra. Þegar við horfum til landsbyggðarinnar hefur sameiningarmýtan verið helsti drifkrafturinn undanfarin ár. Í henni felst að það sé svo miklu hagkvæmara að reka stórar einingar en smáar. Víða hefur þetta hins vegar skilað miklu flóknari og stærri yfirbyggingu, lakari þjónustu og sveitarfélögin virðast síst standa betur. Hver er þá lausnin? Svarið við því er svo út frá sömu hugmyndafræði að það þurfi að auka atvinnu, fjölga fólki og draga inn meira fjármagn. Fjármagn virðist svo aðeins hægt að nálgast ef að við fórnum einhverju á móti, hvort sem það er náttúran eða mannlífið. Íbúunum er gefið í skyn að fyrr munum við ekki finna hamingjuna. Svo hlaupum við öll örlítið hraðar, kaupum meira, drögum úr mannlegum samskiptum og bíðum og bíðum eftir uppskeru. Þegar við hugsum hlutina einungis út frá arðsemi frekar en lýðheilsu og mannlegri velsæld verður alltaf lengra og lengra á milli ákvarðanatöku í málefnum fólks og þeirra sem þurfa að lifa eftir þeim ákvörðunum. Íbúalýðræði hefur alltaf verið mér hugleikið og tel ég fullkomlega eðlilegt að íbúar samfélaga hafi mikið um það að segja hvernig þeirra nærsamfélög byggjast upp. Þannig geti íbúar kallað eftir eða hafnað ákveðinni atvinnustarfsemi eða ákveðinni uppbyggingu. Þannig er virkt lýðræði forsenda öflugra og réttlátra samfélaga. Lýðræði er upphaf og endir alls og ef við vegum að því á einhvern hátt mun það alltaf leiða til verri stöðu fyrir okkur öll. Í stefnu VG segir meðal annars „Kjölfesta Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er þátttaka almennra félaga hennar um land allt, í starfi, stefnumótun og ákvörðunum. Starfið einkennist af opnum samræðum í raunheimum og netheimum þar sem félagar koma saman, móta hugmyndir, leysa úr álitamálum og koma stefnu hreyfingarinnar á framfæri og í framkvæmd.“ Þetta þykja mér góð orð og mikilvæg og í anda þeirra vil ég starfa hljóti ég brautargengi sem varaformaður hreyfingarinnar. Mér hefur þótt lýðræði í íslensku samfélagi hafa dalað hvort heldur í stjórnmálum eða á öðrum vettvangi og sú þróun nær inn á öll svið. Við verðum öll aðeins lélegri í lýðræðinu. Ég hvet okkur öll til að staldra við, huga að lýðræðinu í okkar samfélagi í stóru og smáu samhengi hlutanna. Mætum á kjörstað, tökum þátt í félagsstarfi, hugum að hag heildarinnar og stöndum með lýðræðinu. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við virðumst öll deila áhyggjum af vaxandi vanlíðan og ofbeldi í samfélaginu en um ástæðurnar eru skiptar skoðanir. Ég hef þá skoðun að aukin einstaklingshyggja í allt of hröðu og neysludrifnu samfélagi sé stór þáttur í þeirri stöðu sem við erum í. Einstaklingshyggjan fer afar illa með lýðræðinu, hagur og vilji heildarinnar verður undir. Við sjáum afleiðingar þess alls staðar í samfélaginu. Það verður sí erfiðara að manna félagsstörf nema ávinningur einstaklings sé tryggður. Gott dæmi um þetta er þróunin í íþróttastarfi barna. Allt er mælt í arðsemi og hraða til að ná sem bestum árangri og á þessum forsendum verður samþjöppun valds og fjármagns meira áberandi. Samfélagsmiðlar eru stór þáttur í lífi okkar í dag og þar sjást glöggt þess merki að neysluhyggjan nær inn á öll svið samfélagsins, til allra aldurshópa, ekki síst barna, og litar hugmyndir okkar um raunveruleikann og eðlilegt gildismat. En samfélagsmiðlar bera ekki ábyrgðina á þessu, það gerir markviss stefna sem felst í því að frelsi og réttur einstaklingsins sé öllu æðra. Þegar við horfum til landsbyggðarinnar hefur sameiningarmýtan verið helsti drifkrafturinn undanfarin ár. Í henni felst að það sé svo miklu hagkvæmara að reka stórar einingar en smáar. Víða hefur þetta hins vegar skilað miklu flóknari og stærri yfirbyggingu, lakari þjónustu og sveitarfélögin virðast síst standa betur. Hver er þá lausnin? Svarið við því er svo út frá sömu hugmyndafræði að það þurfi að auka atvinnu, fjölga fólki og draga inn meira fjármagn. Fjármagn virðist svo aðeins hægt að nálgast ef að við fórnum einhverju á móti, hvort sem það er náttúran eða mannlífið. Íbúunum er gefið í skyn að fyrr munum við ekki finna hamingjuna. Svo hlaupum við öll örlítið hraðar, kaupum meira, drögum úr mannlegum samskiptum og bíðum og bíðum eftir uppskeru. Þegar við hugsum hlutina einungis út frá arðsemi frekar en lýðheilsu og mannlegri velsæld verður alltaf lengra og lengra á milli ákvarðanatöku í málefnum fólks og þeirra sem þurfa að lifa eftir þeim ákvörðunum. Íbúalýðræði hefur alltaf verið mér hugleikið og tel ég fullkomlega eðlilegt að íbúar samfélaga hafi mikið um það að segja hvernig þeirra nærsamfélög byggjast upp. Þannig geti íbúar kallað eftir eða hafnað ákveðinni atvinnustarfsemi eða ákveðinni uppbyggingu. Þannig er virkt lýðræði forsenda öflugra og réttlátra samfélaga. Lýðræði er upphaf og endir alls og ef við vegum að því á einhvern hátt mun það alltaf leiða til verri stöðu fyrir okkur öll. Í stefnu VG segir meðal annars „Kjölfesta Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er þátttaka almennra félaga hennar um land allt, í starfi, stefnumótun og ákvörðunum. Starfið einkennist af opnum samræðum í raunheimum og netheimum þar sem félagar koma saman, móta hugmyndir, leysa úr álitamálum og koma stefnu hreyfingarinnar á framfæri og í framkvæmd.“ Þetta þykja mér góð orð og mikilvæg og í anda þeirra vil ég starfa hljóti ég brautargengi sem varaformaður hreyfingarinnar. Mér hefur þótt lýðræði í íslensku samfélagi hafa dalað hvort heldur í stjórnmálum eða á öðrum vettvangi og sú þróun nær inn á öll svið. Við verðum öll aðeins lélegri í lýðræðinu. Ég hvet okkur öll til að staldra við, huga að lýðræðinu í okkar samfélagi í stóru og smáu samhengi hlutanna. Mætum á kjörstað, tökum þátt í félagsstarfi, hugum að hag heildarinnar og stöndum með lýðræðinu. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun