Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2024 12:10 Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, segir ekki koma á óvart að íbúðauppbygging hafi dregist saman miðað við núverandi vaxtaumhverfi. Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. Greint var frá því í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í morgun að alls hafi verið tæplega sautján prósent færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Sagði í tilkynningunni að ljóst megi vera að framkvæmdir séu að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki eigi að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. „Þetta er því miður ekkert að koma okkur á óvart. Við erum búin að sjá að þetta hefur verið á þessari leið í nokkurn tíma. Þess vegna höfum við verið í virku samtali við opinbera aðila um það að spýta í lófana,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann segir ASÍ ekki sjá neitt í kortunum sem bendi til að þetta fari að lagast. „Vextirnir eru eitt, lóðaskortur er annað. Við sjáum ekki að þetta lagist öðruvísi en það verði sett eitthvað alvöru átak í að fara að fjölga íbúðum.“ Óboðlegt að lánavextir séu upp undir fimmtán prósent Borið hefur á því að nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seljist ekki eða seljist mjög hægt. Finnbjörn segir það ekki koma á óvart. „Íbúðir í dag eru komnar upp fyrir greiðslugetu almennings. Það hefur sýnt sig að undanförnu að þeir sem eru að kaupa eru atvinnufjárfestar,“ segir Finnbjörn. Það sé óboðlegt fyrir kaupendur að lánavextir séu allt upp í fimmtán prósent. „Á meðan stýrivextirnir eru með þessum hætti bæði selst ekki og menn eru ekki tilbúnir til að halda áfram eða fara af stað með nýjar íbúðir.“ Lögð var mikil áhersla á það við gerð kjarasamninga í vor að stjórnvöld tryggðu húsnæðisframboð og uppbyggingu íbúða. Það hlýtur að vera svekkjandi að þetta sé staðan? „Auðvitað er það það, það er ekkert að fara af stað.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24. september 2024 07:55 Pallborðið: Staða heimila og fyrirtækja og efnd loforða í kjarasamningsviðræðum Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. 24. september 2024 10:44 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Greint var frá því í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í morgun að alls hafi verið tæplega sautján prósent færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Sagði í tilkynningunni að ljóst megi vera að framkvæmdir séu að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki eigi að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. „Þetta er því miður ekkert að koma okkur á óvart. Við erum búin að sjá að þetta hefur verið á þessari leið í nokkurn tíma. Þess vegna höfum við verið í virku samtali við opinbera aðila um það að spýta í lófana,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann segir ASÍ ekki sjá neitt í kortunum sem bendi til að þetta fari að lagast. „Vextirnir eru eitt, lóðaskortur er annað. Við sjáum ekki að þetta lagist öðruvísi en það verði sett eitthvað alvöru átak í að fara að fjölga íbúðum.“ Óboðlegt að lánavextir séu upp undir fimmtán prósent Borið hefur á því að nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seljist ekki eða seljist mjög hægt. Finnbjörn segir það ekki koma á óvart. „Íbúðir í dag eru komnar upp fyrir greiðslugetu almennings. Það hefur sýnt sig að undanförnu að þeir sem eru að kaupa eru atvinnufjárfestar,“ segir Finnbjörn. Það sé óboðlegt fyrir kaupendur að lánavextir séu allt upp í fimmtán prósent. „Á meðan stýrivextirnir eru með þessum hætti bæði selst ekki og menn eru ekki tilbúnir til að halda áfram eða fara af stað með nýjar íbúðir.“ Lögð var mikil áhersla á það við gerð kjarasamninga í vor að stjórnvöld tryggðu húsnæðisframboð og uppbyggingu íbúða. Það hlýtur að vera svekkjandi að þetta sé staðan? „Auðvitað er það það, það er ekkert að fara af stað.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24. september 2024 07:55 Pallborðið: Staða heimila og fyrirtækja og efnd loforða í kjarasamningsviðræðum Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. 24. september 2024 10:44 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24. september 2024 07:55
Pallborðið: Staða heimila og fyrirtækja og efnd loforða í kjarasamningsviðræðum Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. 24. september 2024 10:44
Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent