Skutu viðvörunarskotum að norsku skipi í norskri lögsögu Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2024 10:46 Levtsjenkó aðmíráll er rússneskur tundurspillir. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Norskir sjómenn segja að áhöfn rússneska tundurspillisins Levtsjenkó aðmíráll, hafi skotið viðvörunarskoti að línubát þeirra fyrr í þessum mánuði. Þeir segja enn fremur að það hafi verið gert í norskri lögsögu í Barentshafi. Áhöfn MS Ragnhild Kristine voru við veiðar í Barentshafi þann 12. september þegar skipstjóri Levtsjenkó hafði samband við bátinn og sagði þá þurfa að fara á brott vegna æfingar rússneskra herskipa. Flotaæfingin sem átti sér þá stað á Barentshafi kallast Haf 2024 og segja ráðamenn í Rússlandi að hún sé einhver sú umfangsmesta sem sjóher Rússlands hafi haldið í áratugi. Kínverjar komu einnig að æfingunni en hún fór fram bæði á mörgum höfum jarðarinnar og að henni komu rúmlega fjögur hundruð herskip og kafbátar, 120 flugvélar og þyrlur og um níutíu þúsund sjóliðar, flugmenn og hermenn, samkvæmt yfirlýsingu frá Kreml. Øystein Orten, eigandi línubátsins, sagði NRK að hann hafi svaraði á þá leið að Rússarnir hefðu ekki rétt á því að reka þá á brott, þar sem þeir væru í norskri lögsögu og ætluðu að vitja línu sem þeir höfðu áður lagt. Þá var Levtsjenkó siglt að línuskipinu á fullu stími, samkvæmt Orten, og segir hann að fallbyssum herskipsins hafi verið miðað á línubátinn. Orten segir að Levtsjenkó hafi verið siglt í um tvö hundruð metra fjarlægð frá línubátnum og áhöfnin hafi svo þeytt þokulúður í um fimmtán sekúndur. Eftir það hafi Rússarnir skotið úr fallbyssu í sjóinn á milli skipanna. Orten segir línubátinn hafa nötrað vegna sprengingarinnar og í kjölfarið hafi hann samþykkt að sigla í vesturátt. Skipstjóri tundurspillisins sagði honum að vitja línunnar eftir fimm eða sex klukkustundir. Skip frá Landhelgisgæslu Noregs var einnig á svæðinu og Orten segist hafa heyrt í skipstjóra þess seinna og að sá hafi tilkynnt honum að þeir hefðu rætt við Rússana og komist að samkomulagi. Um hvað fylgdi ekki sögunni. Fleiri og stærri æfingar NRK hefur eftir Orten að yfirvöld í Noregi þurfi að sýna meiri kjark í samskiptum við Rússa og koma í veg fyrir að Rússar haldi æfingar í lögsögu Noregs og hindri störf norskra sjómanna. Kallaði hann ríkisstjórn Noregs heigla. Þá hefur miðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Noregs að fregnir af atvikinu hafi borist þangað á bæ. Þá var ítrekað að norsk skip þyrftu ekki að yfirgefa svæði innan lögsögu Noregs vegna flotaæfinga sem þessara. Miðillinn Barents Observer hefur eftir talsmanni norsku Landhelgisgæslunnar að vitað sé af samskiptum milli tundurspillisins og línubátsins en ekki sé hægt að staðfesta að viðvörunarskoti hafi verið hleypt af. Þá vitnar miðillinn í nýlega rannsókn á æfingum Rússa í Barentshafi, sem bendi til þess að þeim hafi farið fjölgandi og umfang þeirra hafi aukist. Þær séu reglulega haldnar innan norskrar lögsögu, að hluta til. Rússland Noregur Hernaður Tengdar fréttir Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13 Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Áhöfn MS Ragnhild Kristine voru við veiðar í Barentshafi þann 12. september þegar skipstjóri Levtsjenkó hafði samband við bátinn og sagði þá þurfa að fara á brott vegna æfingar rússneskra herskipa. Flotaæfingin sem átti sér þá stað á Barentshafi kallast Haf 2024 og segja ráðamenn í Rússlandi að hún sé einhver sú umfangsmesta sem sjóher Rússlands hafi haldið í áratugi. Kínverjar komu einnig að æfingunni en hún fór fram bæði á mörgum höfum jarðarinnar og að henni komu rúmlega fjögur hundruð herskip og kafbátar, 120 flugvélar og þyrlur og um níutíu þúsund sjóliðar, flugmenn og hermenn, samkvæmt yfirlýsingu frá Kreml. Øystein Orten, eigandi línubátsins, sagði NRK að hann hafi svaraði á þá leið að Rússarnir hefðu ekki rétt á því að reka þá á brott, þar sem þeir væru í norskri lögsögu og ætluðu að vitja línu sem þeir höfðu áður lagt. Þá var Levtsjenkó siglt að línuskipinu á fullu stími, samkvæmt Orten, og segir hann að fallbyssum herskipsins hafi verið miðað á línubátinn. Orten segir að Levtsjenkó hafi verið siglt í um tvö hundruð metra fjarlægð frá línubátnum og áhöfnin hafi svo þeytt þokulúður í um fimmtán sekúndur. Eftir það hafi Rússarnir skotið úr fallbyssu í sjóinn á milli skipanna. Orten segir línubátinn hafa nötrað vegna sprengingarinnar og í kjölfarið hafi hann samþykkt að sigla í vesturátt. Skipstjóri tundurspillisins sagði honum að vitja línunnar eftir fimm eða sex klukkustundir. Skip frá Landhelgisgæslu Noregs var einnig á svæðinu og Orten segist hafa heyrt í skipstjóra þess seinna og að sá hafi tilkynnt honum að þeir hefðu rætt við Rússana og komist að samkomulagi. Um hvað fylgdi ekki sögunni. Fleiri og stærri æfingar NRK hefur eftir Orten að yfirvöld í Noregi þurfi að sýna meiri kjark í samskiptum við Rússa og koma í veg fyrir að Rússar haldi æfingar í lögsögu Noregs og hindri störf norskra sjómanna. Kallaði hann ríkisstjórn Noregs heigla. Þá hefur miðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Noregs að fregnir af atvikinu hafi borist þangað á bæ. Þá var ítrekað að norsk skip þyrftu ekki að yfirgefa svæði innan lögsögu Noregs vegna flotaæfinga sem þessara. Miðillinn Barents Observer hefur eftir talsmanni norsku Landhelgisgæslunnar að vitað sé af samskiptum milli tundurspillisins og línubátsins en ekki sé hægt að staðfesta að viðvörunarskoti hafi verið hleypt af. Þá vitnar miðillinn í nýlega rannsókn á æfingum Rússa í Barentshafi, sem bendi til þess að þeim hafi farið fjölgandi og umfang þeirra hafi aukist. Þær séu reglulega haldnar innan norskrar lögsögu, að hluta til.
Rússland Noregur Hernaður Tengdar fréttir Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13 Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13
Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna