Sport

Fær sér ís í heita pottinum eftir tæp­lega 250 kíló­metra hlaup

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þórdís með skiltinu góða.
Þórdís með skiltinu góða. Birkir Már

Þórdís Ólöf Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í Bakgarðshlaupinu sem fram fór í Heiðmörk um helgina. 

Þórdís, sem var að taka þátt í Bakgarðshlaupinu í annað sinn, hljóp 37 hringi, eða 247,9 kílómetra. Fyrst þegar hún tók þátt hljóp hún 15 hringi og því er um að ræða gríðarlega bætingu.

„Mér líður bara ágætlega,“ sagði Þórdís í stuttu viðtali eftir hlaupið. „Ég er þreytt og mér er kalt,“ sagði hún einnig og bætti við að verkir í hásinum og fleira hefði gert það að verkum að hún hafi tekið ákvörðun um að hætta.

Þrátt fyrir að hafa verið á hlaupum í rumlega einn og hálfan sólarhring ætlaði Þórdís þó ekki að leggjast beint í bælið þegar hún kæmi heim.

„Ég ætla í heita pottinn með ís, hvernig finnst þér það?“ spurði Þórdís og hló. Hún sagðist hafa verið búin að hugsa um það síðustu þrjá hringina áður en hún sagði að árangur helgarinnar hafi farið fram úr hennar björtustu vonum.

„Ég hringdi í vin minn í byrjun vikunnar og sagði honum að ef ég myndi eiga algjöran draumadag myndi ég kannski reyna við þrjátíu hringi.“

Viðtalið við Þórdísi og þegar hún kom í mark má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×