Sannleikurinn um Evrópusambandið V: 26 þjóðir hafa hafnað eigin gjaldmiðli, líka Þýzkaland með sitt ofursterka Mark Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. september 2024 07:02 Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð. Flestum er ljóst, að akkúrat vextir eru helzta leiðin í hverju þjóðfélagi til að færa fjármuni milli þjóðfélagshópa, þeirra, sem skulda, oft unga fólksins, og þeirra, sem eiga; fjármagnseigenda. Krónu-vextirnir hér á Íslandi hafa síðustu misseri – á tíma lækkandi verðbólgu, nú 3,6% án húsnæðiskostnaðar – verið svo háir, að við arðráni liggur, stýrivextir 9,25% og útlánavextir banka að meðaltali 12-15%, þar sem gífurlegir fjármunir hafa verið færðir frá skuldurum yfir á fjármagnseigendur, án þess að fjármagnseigendur hafi lagt neitt af mörkum, hvað þá, að skuldarar hafi sér eitthvað til sakar unnið. Þarna hefur gífurlegt ranglæti viðgengist. Krónu-ranglæti. Í þessu kerfi, sem einkum Seðlabanki ber ábyrgð á, felst hróplegur ójöfnuður og ranglæti. Einkum út af því, að allir aðrir seðlabankar og stjórnvöld sáu – eftir banka- og fjármálakreppuna – að svona hávaxtastefna stæðist hvorki í framkvæmd né siðferðislega til lengdar. Ekki lái ég því fyrrverandi fjármálaráðherra, sem að sjálfsögðu vildi landsmönnum aðeins gott, að hann skyldi tjá sig hreint og opinskátt um það, að Evran verði að koma, ef við eigum að tryggja velferð okkar, hag og kjör, stöðugleika, fyrirsjáanleika og öryggi, og þá ekki sízt réttlæti, eftir föngum. Sjálfur bjó ég í Þýzkanlandi í 27 ár, lengst af með Evru, og þekki ég því af eigin raun þann gífurlega kost – stöðugleika, fyrirsjáanleika, öryggi og lága vexti – sem Evran tryggir. Þjóðverjar áttu fyrir sitt ofursterka Þýzka Mark, en höfnuðu því í þágu Evru. Sumir virðast halda, að krónan sé hluti af okkar þjóðerni og sjálfstæði, og, að við verðum því að halda henni. Þetta er hin mesta firra. Gjaldmiðill er aðeins verkfæri til að miðla verðmætum og fjármunum milli manna. Nafnið er aukaatriði, enda krónur í mörgum löndum, en gæði og traustleiki verkfærisins aðalatriði. Við höfum verið að athafna okkur með hálfónýtu verkfæri allt of lengi, en afleiðingar hafa verið darraðardans og sveiflur, upp og niður, og svo loks algjört skipbroti og hrun 2008. Þetta er búið að standa í 70 ár, og enn hafa sumir ekki fengi nóg. Svo má illu venjast, að gott þyki. Á sínum tíma, þegar þáverandi fjármálaráðherra gekk fram fyrir skjöldu og tjáði sig skýrt og skorinort um hagsmuni Íslendinga og bezta mögulega gjaldmiðlastefnu fyrir þjóðina, steig varaformaður Framsóknarflokksins, nú viðskiptaráðherra m.m, fram og sagði m.a. þetta: „Það er fáheyrt að fjármálaráðherra þjóðríkja tali gegn eigin gjaldmiðli“. Virðist varaformaðurinn/viðskiptaráðherra hér hafa ruglast nokkuð í ríminu. Hvorki fleiri né færri en 26 þjóðríki hafa talað gegn/hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp Evruna. Varaformaðurinn/ viðskipta-ráðherra á alllangan feril að baka erlendis, var auk þess um skeið utanríkisráðherra og því væntanlega í nokkru sambandi við útlönd, en gjaldmiðlamál Evrópu virðast hafa farið mest fram hjá honum, henni, Lilju Dögg. Getur slíkt hent hið bezta fólk, án þess, að gæfulegt geti talizt. Skulu þjóðríkin 26, sem höfnuðu eigin gjaldmiðli, og ætla má, að hafi gert það af nokkurri yfirvegun og viti, því listuð upp, varaformanni/viðskiptaráðherra og ágætum lesendum Vísis til fróðleiks: Andorra, Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Írland, Kosovó, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemburg, Malta, Mónakó, Portúgal, San Marínó, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Vatíkanið, Þýzkaland. Það hefur verið í nokkurri tízku hér, að tala illa um Evrópu, ESB og Evruna. Hafa samtök, sem kenna sig við Heimssýn, farið þar framarlega í flokki. Þetta er einhver mesta fíflatízka, sem ég þekki. Þeir, sem eru að reyna, að grafa undan og kljúfa upp, sundra og veikja Evrópu, vita virkilega ekki, hvaða ógæfu- og óhæfuverk þeir eru að vinna. Það mætti kalla þá óvita. Við erum Evrópa og Evrópa er við. Sama grunnmenning, að miklu leyti sama fólk og sama blóð, sömu sjónarmið til frelsis, sjálfstæðis þjóðanna, jafnréttis og mannréttinda, sömu hagsmunir – líka efnahagslega; 80-90% af okkar útflutningi fara til Evrópu. Og, við munum aðeins komast af, til lengri framtíðar, sem sameinuð og samstillt, sterk, Evrópa! Auk þess er ESB ríkjasamband nú 27 þjóðríkja, sem byggir á mesta lýðræði sögunnar. Sérhvert aðildarríkjanna hefur sinn kommissar, ráðherra, hvert bara einn, og öll hafa þau neitunarvald og geta fellt tillögur um ný, stærri áform, reglur eða lög. Ef við værum fullgilt aðildarríki, færi ekkert stórmál í gegn, án þess að við samþykktum líka. Væri ekki líka flott, ef við gætum beitt eigin gjaldmiðli, ekki bara hér, heldur nánst hvar sem er!? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð. Flestum er ljóst, að akkúrat vextir eru helzta leiðin í hverju þjóðfélagi til að færa fjármuni milli þjóðfélagshópa, þeirra, sem skulda, oft unga fólksins, og þeirra, sem eiga; fjármagnseigenda. Krónu-vextirnir hér á Íslandi hafa síðustu misseri – á tíma lækkandi verðbólgu, nú 3,6% án húsnæðiskostnaðar – verið svo háir, að við arðráni liggur, stýrivextir 9,25% og útlánavextir banka að meðaltali 12-15%, þar sem gífurlegir fjármunir hafa verið færðir frá skuldurum yfir á fjármagnseigendur, án þess að fjármagnseigendur hafi lagt neitt af mörkum, hvað þá, að skuldarar hafi sér eitthvað til sakar unnið. Þarna hefur gífurlegt ranglæti viðgengist. Krónu-ranglæti. Í þessu kerfi, sem einkum Seðlabanki ber ábyrgð á, felst hróplegur ójöfnuður og ranglæti. Einkum út af því, að allir aðrir seðlabankar og stjórnvöld sáu – eftir banka- og fjármálakreppuna – að svona hávaxtastefna stæðist hvorki í framkvæmd né siðferðislega til lengdar. Ekki lái ég því fyrrverandi fjármálaráðherra, sem að sjálfsögðu vildi landsmönnum aðeins gott, að hann skyldi tjá sig hreint og opinskátt um það, að Evran verði að koma, ef við eigum að tryggja velferð okkar, hag og kjör, stöðugleika, fyrirsjáanleika og öryggi, og þá ekki sízt réttlæti, eftir föngum. Sjálfur bjó ég í Þýzkanlandi í 27 ár, lengst af með Evru, og þekki ég því af eigin raun þann gífurlega kost – stöðugleika, fyrirsjáanleika, öryggi og lága vexti – sem Evran tryggir. Þjóðverjar áttu fyrir sitt ofursterka Þýzka Mark, en höfnuðu því í þágu Evru. Sumir virðast halda, að krónan sé hluti af okkar þjóðerni og sjálfstæði, og, að við verðum því að halda henni. Þetta er hin mesta firra. Gjaldmiðill er aðeins verkfæri til að miðla verðmætum og fjármunum milli manna. Nafnið er aukaatriði, enda krónur í mörgum löndum, en gæði og traustleiki verkfærisins aðalatriði. Við höfum verið að athafna okkur með hálfónýtu verkfæri allt of lengi, en afleiðingar hafa verið darraðardans og sveiflur, upp og niður, og svo loks algjört skipbroti og hrun 2008. Þetta er búið að standa í 70 ár, og enn hafa sumir ekki fengi nóg. Svo má illu venjast, að gott þyki. Á sínum tíma, þegar þáverandi fjármálaráðherra gekk fram fyrir skjöldu og tjáði sig skýrt og skorinort um hagsmuni Íslendinga og bezta mögulega gjaldmiðlastefnu fyrir þjóðina, steig varaformaður Framsóknarflokksins, nú viðskiptaráðherra m.m, fram og sagði m.a. þetta: „Það er fáheyrt að fjármálaráðherra þjóðríkja tali gegn eigin gjaldmiðli“. Virðist varaformaðurinn/viðskiptaráðherra hér hafa ruglast nokkuð í ríminu. Hvorki fleiri né færri en 26 þjóðríki hafa talað gegn/hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp Evruna. Varaformaðurinn/ viðskipta-ráðherra á alllangan feril að baka erlendis, var auk þess um skeið utanríkisráðherra og því væntanlega í nokkru sambandi við útlönd, en gjaldmiðlamál Evrópu virðast hafa farið mest fram hjá honum, henni, Lilju Dögg. Getur slíkt hent hið bezta fólk, án þess, að gæfulegt geti talizt. Skulu þjóðríkin 26, sem höfnuðu eigin gjaldmiðli, og ætla má, að hafi gert það af nokkurri yfirvegun og viti, því listuð upp, varaformanni/viðskiptaráðherra og ágætum lesendum Vísis til fróðleiks: Andorra, Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Írland, Kosovó, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemburg, Malta, Mónakó, Portúgal, San Marínó, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Vatíkanið, Þýzkaland. Það hefur verið í nokkurri tízku hér, að tala illa um Evrópu, ESB og Evruna. Hafa samtök, sem kenna sig við Heimssýn, farið þar framarlega í flokki. Þetta er einhver mesta fíflatízka, sem ég þekki. Þeir, sem eru að reyna, að grafa undan og kljúfa upp, sundra og veikja Evrópu, vita virkilega ekki, hvaða ógæfu- og óhæfuverk þeir eru að vinna. Það mætti kalla þá óvita. Við erum Evrópa og Evrópa er við. Sama grunnmenning, að miklu leyti sama fólk og sama blóð, sömu sjónarmið til frelsis, sjálfstæðis þjóðanna, jafnréttis og mannréttinda, sömu hagsmunir – líka efnahagslega; 80-90% af okkar útflutningi fara til Evrópu. Og, við munum aðeins komast af, til lengri framtíðar, sem sameinuð og samstillt, sterk, Evrópa! Auk þess er ESB ríkjasamband nú 27 þjóðríkja, sem byggir á mesta lýðræði sögunnar. Sérhvert aðildarríkjanna hefur sinn kommissar, ráðherra, hvert bara einn, og öll hafa þau neitunarvald og geta fellt tillögur um ný, stærri áform, reglur eða lög. Ef við værum fullgilt aðildarríki, færi ekkert stórmál í gegn, án þess að við samþykktum líka. Væri ekki líka flott, ef við gætum beitt eigin gjaldmiðli, ekki bara hér, heldur nánst hvar sem er!? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar