„Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. september 2024 15:00 Ragnhildur fór fimmtán hringi, rúmlega 100,5 kílómetra, í ár alveg eins og í fyrra. Það hlýtur að teljast bæting í ljósi þess að hún var með blöðrubólgu síðustu 80 kílómetrana. Ragnhildur Sóphusdóttir fór 100,5 kílómetra í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk í gær og ekki nóg með það heldur glímdi hún við blöðrubólgu síðustu 80 kílómetrana. Ragnhildur hafði tvisvar áður tekið þátt í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa fyrir hlaupið í gær og farið átta og fimmtán hringi. Í fyrra hafi hún verið svekkt að komast ekki lengra en fimmtán hringi af því það hætta svo margir eftir hundrað kílómetra. „Eftir bara tvo til þrjá hringi í viðbót er maður kominn miklu ofar. Strax eftir hlaupið í fyrra ákvað ég að fara næst sextán til átján hringi og jafnvel lengra,“ sagði Ragnhildur í samtali við fréttastofu. Stöðugur sprengur og miklir verkir Allt leit vel út í upphafi dags í gær, hún var ekki með neina verki og gekk vel að næra sig. „Svo byrjaði þetta vesen um hádegið og var alveg svakalega vont,“ segir hún. Þú vissir strax að þetta væri blöðrubólga? „Ég vissi það alveg strax.“ Ragnhildur hljóp með vinkonu sinni Ásdísi Björgu Pálmadóttur og sagði henni strax að hún væri að drepast. Í kjölfarið hafi verið farið í að redda henni bæði sýklalyfjum og íbúfen. „Svo leið þetta og versnaði bara og versnaði,“ segir hún. En það eru ekki bara verkir heldur er maður í stöðugum spreng er það ekki? „Það er alltaf eins og þú hafir ekki pissað í fimm tíma,“ segir Ragnhildur og bætir við „Eftir klukkan 19 fóru allar pásurnar í að díla við þetta og ég hafði ekki tíma til að borða eða drekka.“ „Ég bara geri þetta næst“ „Ég ætlaði lengra en 100 og líkamlega hefði ég getað það, ef ekki hefði verið fyrir blöðrubólguna. Ég var orðin það verkjuð að ég þurfti að anda inn og út í hverju skrefi og sýklalyfin virkuðu ekki, örugglega af því ég var ekki í hvíld.“ „Ég hringdi í manninn minn og sagði: ,Þú mátt ganga frá‘. Hann sagði: ‚Nei nei, ætlarðu ekki að halda áfram, þú varst búin að ákveða að fara lengra‘. Þá sagði ég: ‚Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt. Ég bara geri þetta næst‘,“ segir Ragnhildur og bætir við „Svo er ég voðalega svekkt í dag.“ Eftir hlaupið kom maður að máli við Ragnhildi og hvatt hana til að taka átján hringi næst. Hún hafi samþykkt það boð þó móðir hennar hafi bannað henni að fara aftur. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25. 22. september 2024 09:23 Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan. 21. september 2024 07:33 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira
Ragnhildur hafði tvisvar áður tekið þátt í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa fyrir hlaupið í gær og farið átta og fimmtán hringi. Í fyrra hafi hún verið svekkt að komast ekki lengra en fimmtán hringi af því það hætta svo margir eftir hundrað kílómetra. „Eftir bara tvo til þrjá hringi í viðbót er maður kominn miklu ofar. Strax eftir hlaupið í fyrra ákvað ég að fara næst sextán til átján hringi og jafnvel lengra,“ sagði Ragnhildur í samtali við fréttastofu. Stöðugur sprengur og miklir verkir Allt leit vel út í upphafi dags í gær, hún var ekki með neina verki og gekk vel að næra sig. „Svo byrjaði þetta vesen um hádegið og var alveg svakalega vont,“ segir hún. Þú vissir strax að þetta væri blöðrubólga? „Ég vissi það alveg strax.“ Ragnhildur hljóp með vinkonu sinni Ásdísi Björgu Pálmadóttur og sagði henni strax að hún væri að drepast. Í kjölfarið hafi verið farið í að redda henni bæði sýklalyfjum og íbúfen. „Svo leið þetta og versnaði bara og versnaði,“ segir hún. En það eru ekki bara verkir heldur er maður í stöðugum spreng er það ekki? „Það er alltaf eins og þú hafir ekki pissað í fimm tíma,“ segir Ragnhildur og bætir við „Eftir klukkan 19 fóru allar pásurnar í að díla við þetta og ég hafði ekki tíma til að borða eða drekka.“ „Ég bara geri þetta næst“ „Ég ætlaði lengra en 100 og líkamlega hefði ég getað það, ef ekki hefði verið fyrir blöðrubólguna. Ég var orðin það verkjuð að ég þurfti að anda inn og út í hverju skrefi og sýklalyfin virkuðu ekki, örugglega af því ég var ekki í hvíld.“ „Ég hringdi í manninn minn og sagði: ,Þú mátt ganga frá‘. Hann sagði: ‚Nei nei, ætlarðu ekki að halda áfram, þú varst búin að ákveða að fara lengra‘. Þá sagði ég: ‚Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt. Ég bara geri þetta næst‘,“ segir Ragnhildur og bætir við „Svo er ég voðalega svekkt í dag.“ Eftir hlaupið kom maður að máli við Ragnhildi og hvatt hana til að taka átján hringi næst. Hún hafi samþykkt það boð þó móðir hennar hafi bannað henni að fara aftur.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25. 22. september 2024 09:23 Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan. 21. september 2024 07:33 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira
Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25. 22. september 2024 09:23
Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan. 21. september 2024 07:33