Jafnt hjá PSG og Galatasaray vann stórleikinn í Tyrklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2024 21:32 Mörk sem skipta miklu máli. EPA-EFE/ERDEM SAHIN Frakklandsmeistarar París Saint-Germain gerðu nokkuð óvænt 1-1 jafntefli við Reims í efstu deild karla þar í landi. Þá vann Galatasaray 3-1 sigur á Fenerbahçe í uppgjöri toppliða Tyrklands. Keito Nakamura kom Reims yfir strax á 9. mínútu og tók það PSG sinn tíma að ranka við sér eftir það högg. Var sem það væri Meistaradeildar-þynnka í PSG liðinu sem var langt frá sínu besta. Á 68. mínútu jafnaði Ousmane Dembélé metin og þar við sat, lokatölur 1-1. PSG vissulega mun meira með boltann og skapaði sér mun fleiri færi en það dugði ekki til í kvöld. Merci aux supporters présents à Reims ❤️💙 #SDRPSG I #Ligue1 pic.twitter.com/IQNXfRt5Fh— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 21, 2024 Parísarliðið er eitt á toppi deildarinnar með 13 stig en bæði Marseille og Monaco geta jafnað það að stigum. Stórleikurinn í Tyrklandi stóð undir væntingum hvað varðar læti og skemmtanagildi en lærisveinar José Mourinho í Fenerbahçe voru á heimavelli. Það voru hins vegar gestirnir sem fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi. José ekki sáttur.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Fyrsta mark leiksins reyndist sjálfsmark en Lucas Torreira, miðjumaður Galatasaray, átti þá þrumuskot í stöngina. Þaðan fór boltinn í bakið á Dominik Livaković og í netið. Sjálfsmark hjá markverðinum og gestirnir komnir yfir. Á 28. mínútu skoruðu gestirnir aftur og að þessu sinni var ekki um neitt sjálfsmark að ræða. Victor Osimhen notaði þá brjóstkassann til að leggja boltann svona líka snyrtilega á Dries Mertens sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Livaković. Frábært mark í alla staði og staðan orðin 0-2. Leikmenn Galatasaray fagna.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Gabriel Sara gerði svo í raun út um leikinn þegar tæp klukkustund var liðin með þriðja marki gestanna. Edin Džeko minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 1-3. Galatasaray er áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að loknum sex umferðum á meðan lærisveinar Mourinho eru í 2. sæti með 13 stig, fimm minna en toppliðið. Fótbolti Franski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
Keito Nakamura kom Reims yfir strax á 9. mínútu og tók það PSG sinn tíma að ranka við sér eftir það högg. Var sem það væri Meistaradeildar-þynnka í PSG liðinu sem var langt frá sínu besta. Á 68. mínútu jafnaði Ousmane Dembélé metin og þar við sat, lokatölur 1-1. PSG vissulega mun meira með boltann og skapaði sér mun fleiri færi en það dugði ekki til í kvöld. Merci aux supporters présents à Reims ❤️💙 #SDRPSG I #Ligue1 pic.twitter.com/IQNXfRt5Fh— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 21, 2024 Parísarliðið er eitt á toppi deildarinnar með 13 stig en bæði Marseille og Monaco geta jafnað það að stigum. Stórleikurinn í Tyrklandi stóð undir væntingum hvað varðar læti og skemmtanagildi en lærisveinar José Mourinho í Fenerbahçe voru á heimavelli. Það voru hins vegar gestirnir sem fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi. José ekki sáttur.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Fyrsta mark leiksins reyndist sjálfsmark en Lucas Torreira, miðjumaður Galatasaray, átti þá þrumuskot í stöngina. Þaðan fór boltinn í bakið á Dominik Livaković og í netið. Sjálfsmark hjá markverðinum og gestirnir komnir yfir. Á 28. mínútu skoruðu gestirnir aftur og að þessu sinni var ekki um neitt sjálfsmark að ræða. Victor Osimhen notaði þá brjóstkassann til að leggja boltann svona líka snyrtilega á Dries Mertens sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Livaković. Frábært mark í alla staði og staðan orðin 0-2. Leikmenn Galatasaray fagna.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Gabriel Sara gerði svo í raun út um leikinn þegar tæp klukkustund var liðin með þriðja marki gestanna. Edin Džeko minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 1-3. Galatasaray er áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að loknum sex umferðum á meðan lærisveinar Mourinho eru í 2. sæti með 13 stig, fimm minna en toppliðið.
Fótbolti Franski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira