Fótbolti

Rúnar Þór lagði upp og setti boltann í eigið net

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagurinn var upp og niður hjá vængbakverðinum öfluga.
Dagurinn var upp og niður hjá vængbakverðinum öfluga. Willem II

Rúnar Þór Sigurgeirsson lagði upp mark og varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar lið hans Willem II tapaði 3-2 gegn Utrecht í hollensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Vinstri vængbakvörðurinn Rúnar Þór lagði upp fyrra mark Willem II en það var jöfnunarmark leiksins á 29. mínútu. Gestirnir voru þó ekki lengi í paradís þar sem heimamenn komust yfir aðeins átta mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu.

Rúnar Þór og félagar lögðu þó ekki árar í bát og tókst að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Á 53. mínútu varð Rúnar Þór fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net og reyndist það sigurmark leiksins, lokatölur 3-2 Utrecht í vil. Rúnar Þór var tekinn af velli á 88. mínútu en Kolbeinn Birgir Finnsson samt sem fastast á varamannabekk Utrecht í leiknum.

Utrecht er nú með 13 stig í 5. sæti deildarinnar á meðan Willem II er í 5. sæti með átta stig eftir að hafa leikið leik meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×