Willum Þór var sem fyrr í byrjunarliði Birmingham en hann hefur byrjað frábærlega hjá félaginu eftir að ganga til liðs við það frá Go Ahead Eagles í sumar.
Tomoki Iwata kom gestunum frá Birmingham yfir strax á 14. mínútu og aðeins átta mínútum hafði stjörnuframherji liðsins, Jay Stansfield, tvöfaldað forystuna eftir sendingu íslenska miðjumannsins.
So close to another as Hansson fires one from range but Dillion Phillips is equal to it. Blues well on top.
— Birmingham City FC (@BCFC) September 21, 2024
🔴 0-2 🔵 [30] | #BCFC pic.twitter.com/ctGjgIbjFI
Mörkin urðu ekki fleiri í leiknum og vann Birmingham City 2-0 sigur. Willum Þór spilaði allan leikinn á meðan Alfons Sampsted kom inn af bekknum á 79. mínútu.
Birmingham er áfram í 2. sæti deildarinnar á markatölu en Hollywood-lið Wrexham er sem stendur á toppi C-deildar eftir að hafa leikið leik meira en Íslendingalið Birmingham.
COMUNICADO OFICIAL: ANOTHER 𝗪 FOR THE BIRMINGHAM GALACTICOS 💙 pic.twitter.com/ZIDW60pYPF
— Birmingham City FC (@BCFC) September 21, 2024
María Þórisdóttir spilaði þá allan leikinn í 4-0 sigri Brighton & Hove Albion á Everton í Ofurdeild kvenna á Englandi.. Kiko Seike skoraði þrennu í liði Brighton og Fran Kirby gerði eitt af vítapunktinum.