Veðmál systkina til lykta leitt: „Veit að ég mun aldrei tapa fyrir honum“ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2024 07:03 Óttar Gunnlaugsson og Eygló Rún Karlsdóttir takast á við sitt fyrsta bakgarðshlaup í dag. Vísir „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa fyrir honum,“ segir Eygló Rún Karlsdóttir sem ásamt bróður sínum, Óttari Gunnlaugssyni, keppir í fyrsta sinn í bakgarðshlaupi í dag. Refsing bíður þess sem kemst styttra og virðast systkinin afar misvel undirbúin. Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst klukkan 9 í Heiðmörk og er í beinni útsendingu á Vísi. Systkinin Eygló og Óttar hlaupa þá af stað fyrsta 6,7 kílómetra hringinn og þurfa líkt og aðrir að klára þann hring á innan við klukkutíma til að fá að halda áfram. Keppendur hvíla svo þar til að nýr klukkutími hefst og þurfa þá aftur að klára hring á innan við klukkutíma, til að falla ekki úr keppni. Eygló og Óttar renna nokkuð blint í sjóinn enda bakgarðshlaup ólík öðrum keppnishlaupum, en þau fóru yfir málin í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Systkinaslagur í Bakgarðshlaupinu „Ég ætla að hlaupa einum hring lengra en hún,“ segir Óttar um sitt markmið. „Og ég ætla að hlaupa endalaust,“ bætir Eygló við kankvís. Þykist ekkert hafa æft Eygló hefur undirbúið sig vandlega fyrir keppnina, bæði með æfingum og vali á réttum græjum og nesti. En Óttar? „Ég hef ekki æft mig neitt. En ég er statt og stöðugt í langan tíma búinn að vera að sannfæra hana um að ég sé búinn að vera að æfa mig. Svo er ég búinn að sannfæra hana um að ég sé ekkert búinn að æfa mig,“ segir Óttar og hefur þannig ítrekað ruglað í systur sinni sem trúir því nú tæplega að hann hafi ekkert æft sig: „En alltaf þegar hann er búinn að vera að „mindfucka“ mig með því að segjast vera að æfa, þá hefur það gefið mér búst. Þá hef ég æft aðeins meira og farið lengra.“ Óttar heldur áfram að rugla í systur sinni í viðtalinu: „Ég held að þetta verði þannig að þegar ég verð dottinn út, ábyggilega nokkuð snemma, þá mun ég vera þarna að hvetja hana áfram.“ „Ertu að viðurkenna að þú munir tapa?“ spyr Eygló. „Já. Eða sko, þú getur ekki látið óæfðan mann vinna þig,“ svarar Óttar og glottir. „Svo er Dominos með heimsendingu“ Garpur ákvað refsingu fyrir þann sem kemst styttra í keppninni, og þarf það systkini að mæta í beina útsendingu og viðurkenna vanmátt sinn gagnvart systkini sínu. En þau eru bæði kokhraust, þó þau virðist hafa hugað mismikið að klæðnaði og næringu: „Stuttbuxur, húfa, bolur og tveir jafnhraðir. Ekkert vesen. Svo er Dominos með heimsendingu. Þetta verður aldrei vesen,“ segir Óttar. „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa, en ef eitthvað kæmi upp á, ég myndi misstíga mig og þurfa að hætta…“ segir Eygló. „Þá myndi ég hætta,“ fullyrðir Óttar en hljómar samt ekki eins og að hann myndi láta sér renna úr greipum tækifærið til að vinna systur sína. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst klukkan 9 í Heiðmörk og er í beinni útsendingu á Vísi. Systkinin Eygló og Óttar hlaupa þá af stað fyrsta 6,7 kílómetra hringinn og þurfa líkt og aðrir að klára þann hring á innan við klukkutíma til að fá að halda áfram. Keppendur hvíla svo þar til að nýr klukkutími hefst og þurfa þá aftur að klára hring á innan við klukkutíma, til að falla ekki úr keppni. Eygló og Óttar renna nokkuð blint í sjóinn enda bakgarðshlaup ólík öðrum keppnishlaupum, en þau fóru yfir málin í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Systkinaslagur í Bakgarðshlaupinu „Ég ætla að hlaupa einum hring lengra en hún,“ segir Óttar um sitt markmið. „Og ég ætla að hlaupa endalaust,“ bætir Eygló við kankvís. Þykist ekkert hafa æft Eygló hefur undirbúið sig vandlega fyrir keppnina, bæði með æfingum og vali á réttum græjum og nesti. En Óttar? „Ég hef ekki æft mig neitt. En ég er statt og stöðugt í langan tíma búinn að vera að sannfæra hana um að ég sé búinn að vera að æfa mig. Svo er ég búinn að sannfæra hana um að ég sé ekkert búinn að æfa mig,“ segir Óttar og hefur þannig ítrekað ruglað í systur sinni sem trúir því nú tæplega að hann hafi ekkert æft sig: „En alltaf þegar hann er búinn að vera að „mindfucka“ mig með því að segjast vera að æfa, þá hefur það gefið mér búst. Þá hef ég æft aðeins meira og farið lengra.“ Óttar heldur áfram að rugla í systur sinni í viðtalinu: „Ég held að þetta verði þannig að þegar ég verð dottinn út, ábyggilega nokkuð snemma, þá mun ég vera þarna að hvetja hana áfram.“ „Ertu að viðurkenna að þú munir tapa?“ spyr Eygló. „Já. Eða sko, þú getur ekki látið óæfðan mann vinna þig,“ svarar Óttar og glottir. „Svo er Dominos með heimsendingu“ Garpur ákvað refsingu fyrir þann sem kemst styttra í keppninni, og þarf það systkini að mæta í beina útsendingu og viðurkenna vanmátt sinn gagnvart systkini sínu. En þau eru bæði kokhraust, þó þau virðist hafa hugað mismikið að klæðnaði og næringu: „Stuttbuxur, húfa, bolur og tveir jafnhraðir. Ekkert vesen. Svo er Dominos með heimsendingu. Þetta verður aldrei vesen,“ segir Óttar. „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa, en ef eitthvað kæmi upp á, ég myndi misstíga mig og þurfa að hætta…“ segir Eygló. „Þá myndi ég hætta,“ fullyrðir Óttar en hljómar samt ekki eins og að hann myndi láta sér renna úr greipum tækifærið til að vinna systur sína. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni