Veðmál systkina til lykta leitt: „Veit að ég mun aldrei tapa fyrir honum“ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2024 07:03 Óttar Gunnlaugsson og Eygló Rún Karlsdóttir takast á við sitt fyrsta bakgarðshlaup í dag. Vísir „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa fyrir honum,“ segir Eygló Rún Karlsdóttir sem ásamt bróður sínum, Óttari Gunnlaugssyni, keppir í fyrsta sinn í bakgarðshlaupi í dag. Refsing bíður þess sem kemst styttra og virðast systkinin afar misvel undirbúin. Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst klukkan 9 í Heiðmörk og er í beinni útsendingu á Vísi. Systkinin Eygló og Óttar hlaupa þá af stað fyrsta 6,7 kílómetra hringinn og þurfa líkt og aðrir að klára þann hring á innan við klukkutíma til að fá að halda áfram. Keppendur hvíla svo þar til að nýr klukkutími hefst og þurfa þá aftur að klára hring á innan við klukkutíma, til að falla ekki úr keppni. Eygló og Óttar renna nokkuð blint í sjóinn enda bakgarðshlaup ólík öðrum keppnishlaupum, en þau fóru yfir málin í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Systkinaslagur í Bakgarðshlaupinu „Ég ætla að hlaupa einum hring lengra en hún,“ segir Óttar um sitt markmið. „Og ég ætla að hlaupa endalaust,“ bætir Eygló við kankvís. Þykist ekkert hafa æft Eygló hefur undirbúið sig vandlega fyrir keppnina, bæði með æfingum og vali á réttum græjum og nesti. En Óttar? „Ég hef ekki æft mig neitt. En ég er statt og stöðugt í langan tíma búinn að vera að sannfæra hana um að ég sé búinn að vera að æfa mig. Svo er ég búinn að sannfæra hana um að ég sé ekkert búinn að æfa mig,“ segir Óttar og hefur þannig ítrekað ruglað í systur sinni sem trúir því nú tæplega að hann hafi ekkert æft sig: „En alltaf þegar hann er búinn að vera að „mindfucka“ mig með því að segjast vera að æfa, þá hefur það gefið mér búst. Þá hef ég æft aðeins meira og farið lengra.“ Óttar heldur áfram að rugla í systur sinni í viðtalinu: „Ég held að þetta verði þannig að þegar ég verð dottinn út, ábyggilega nokkuð snemma, þá mun ég vera þarna að hvetja hana áfram.“ „Ertu að viðurkenna að þú munir tapa?“ spyr Eygló. „Já. Eða sko, þú getur ekki látið óæfðan mann vinna þig,“ svarar Óttar og glottir. „Svo er Dominos með heimsendingu“ Garpur ákvað refsingu fyrir þann sem kemst styttra í keppninni, og þarf það systkini að mæta í beina útsendingu og viðurkenna vanmátt sinn gagnvart systkini sínu. En þau eru bæði kokhraust, þó þau virðist hafa hugað mismikið að klæðnaði og næringu: „Stuttbuxur, húfa, bolur og tveir jafnhraðir. Ekkert vesen. Svo er Dominos með heimsendingu. Þetta verður aldrei vesen,“ segir Óttar. „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa, en ef eitthvað kæmi upp á, ég myndi misstíga mig og þurfa að hætta…“ segir Eygló. „Þá myndi ég hætta,“ fullyrðir Óttar en hljómar samt ekki eins og að hann myndi láta sér renna úr greipum tækifærið til að vinna systur sína. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst klukkan 9 í Heiðmörk og er í beinni útsendingu á Vísi. Systkinin Eygló og Óttar hlaupa þá af stað fyrsta 6,7 kílómetra hringinn og þurfa líkt og aðrir að klára þann hring á innan við klukkutíma til að fá að halda áfram. Keppendur hvíla svo þar til að nýr klukkutími hefst og þurfa þá aftur að klára hring á innan við klukkutíma, til að falla ekki úr keppni. Eygló og Óttar renna nokkuð blint í sjóinn enda bakgarðshlaup ólík öðrum keppnishlaupum, en þau fóru yfir málin í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Systkinaslagur í Bakgarðshlaupinu „Ég ætla að hlaupa einum hring lengra en hún,“ segir Óttar um sitt markmið. „Og ég ætla að hlaupa endalaust,“ bætir Eygló við kankvís. Þykist ekkert hafa æft Eygló hefur undirbúið sig vandlega fyrir keppnina, bæði með æfingum og vali á réttum græjum og nesti. En Óttar? „Ég hef ekki æft mig neitt. En ég er statt og stöðugt í langan tíma búinn að vera að sannfæra hana um að ég sé búinn að vera að æfa mig. Svo er ég búinn að sannfæra hana um að ég sé ekkert búinn að æfa mig,“ segir Óttar og hefur þannig ítrekað ruglað í systur sinni sem trúir því nú tæplega að hann hafi ekkert æft sig: „En alltaf þegar hann er búinn að vera að „mindfucka“ mig með því að segjast vera að æfa, þá hefur það gefið mér búst. Þá hef ég æft aðeins meira og farið lengra.“ Óttar heldur áfram að rugla í systur sinni í viðtalinu: „Ég held að þetta verði þannig að þegar ég verð dottinn út, ábyggilega nokkuð snemma, þá mun ég vera þarna að hvetja hana áfram.“ „Ertu að viðurkenna að þú munir tapa?“ spyr Eygló. „Já. Eða sko, þú getur ekki látið óæfðan mann vinna þig,“ svarar Óttar og glottir. „Svo er Dominos með heimsendingu“ Garpur ákvað refsingu fyrir þann sem kemst styttra í keppninni, og þarf það systkini að mæta í beina útsendingu og viðurkenna vanmátt sinn gagnvart systkini sínu. En þau eru bæði kokhraust, þó þau virðist hafa hugað mismikið að klæðnaði og næringu: „Stuttbuxur, húfa, bolur og tveir jafnhraðir. Ekkert vesen. Svo er Dominos með heimsendingu. Þetta verður aldrei vesen,“ segir Óttar. „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa, en ef eitthvað kæmi upp á, ég myndi misstíga mig og þurfa að hætta…“ segir Eygló. „Þá myndi ég hætta,“ fullyrðir Óttar en hljómar samt ekki eins og að hann myndi láta sér renna úr greipum tækifærið til að vinna systur sína. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti