Tæpur helmingur íbúa hefur séð myndina Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. september 2024 14:30 Leikstjóri Ljósvíkinga, Snævar Sölvi, færði þeim Guðrúnu og Bjarni blóm í tilefni þess að þau slógu aðsóknarmet Ísafjarðarbíós. Kvikmyndin Ljósvíkingar sló aðsóknarmet á Ísafirði á föstudag og eru 1203 manns nú búnir að sjá hana í Ísafjarðarbíó. Ljósvíkingar var frumsýnd í Ísafjarðarbíó 5. september og hefur aðsóknin á myndina verið stöðug síðan þá. Í upphafi vikunnar varð ljóst að myndin slagaði upp í að vera mest sótta mynd þessarar aldar í bíóinu og í gær féll metið loksins. Alls fóru níutíu manns að sjá myndina í gær og voru Guðrún og Bjarni gestir númer 1151 og 1152. Snævar Sölvi, leikstjóri Ljósvíkinga, færði þeim blóm í tilefni þess. Alls búa um 2.800 manns á Ísafirði og fer aðsóknin því að slaga upp í helming íbúafjöldans. Fyrir tilkomu Ljósvíkinga var mest sótta mynd aldarinnar á Ísafirði var Mamma Mia 2 með 1150 áhorfendur en fyrir aldamót höfðu Með allt og hreinu og Nýtt líf fengið tæplega 1200 áhorfendur. Bolvíkingur gerir mynd um Ísafjörð Vafalaust er ein ástæðan fyrir vinsældunum sú að myndin gerist á Ísafirði, er tekin þar upp og komu margir Ísfirðingar að gerð myndarinnar. Snævar Sölvi Sölvason, leikstjóri myndarinnar, er frá Bolungarvík og staðsetti hann fyrstu mynd sína, Albatross, líka fyrir vestan Ljósvíkingar fjallar um æskuvini sem reka saman vinsælan veitingastað á Ísafirði. Um sama leiti og þeim gefst kostur á að hafa staðinn opinn árið um kring, kemur annar vinurinn út úr skápnum sem kona. Með aðalhlutverk í myndinni fara Björn Jörundur Friðbjörnsson, Arna Magnea Danks, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Helgi Björnsson, Vigdís Hafliðadóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson og Sólveig Arnarsdóttir. Aðstandendur Ljósvíkinga fyrir framan Ísafjarðarbíó. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Menning Kvikmyndahús Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Ljósvíkingar var frumsýnd í Ísafjarðarbíó 5. september og hefur aðsóknin á myndina verið stöðug síðan þá. Í upphafi vikunnar varð ljóst að myndin slagaði upp í að vera mest sótta mynd þessarar aldar í bíóinu og í gær féll metið loksins. Alls fóru níutíu manns að sjá myndina í gær og voru Guðrún og Bjarni gestir númer 1151 og 1152. Snævar Sölvi, leikstjóri Ljósvíkinga, færði þeim blóm í tilefni þess. Alls búa um 2.800 manns á Ísafirði og fer aðsóknin því að slaga upp í helming íbúafjöldans. Fyrir tilkomu Ljósvíkinga var mest sótta mynd aldarinnar á Ísafirði var Mamma Mia 2 með 1150 áhorfendur en fyrir aldamót höfðu Með allt og hreinu og Nýtt líf fengið tæplega 1200 áhorfendur. Bolvíkingur gerir mynd um Ísafjörð Vafalaust er ein ástæðan fyrir vinsældunum sú að myndin gerist á Ísafirði, er tekin þar upp og komu margir Ísfirðingar að gerð myndarinnar. Snævar Sölvi Sölvason, leikstjóri myndarinnar, er frá Bolungarvík og staðsetti hann fyrstu mynd sína, Albatross, líka fyrir vestan Ljósvíkingar fjallar um æskuvini sem reka saman vinsælan veitingastað á Ísafirði. Um sama leiti og þeim gefst kostur á að hafa staðinn opinn árið um kring, kemur annar vinurinn út úr skápnum sem kona. Með aðalhlutverk í myndinni fara Björn Jörundur Friðbjörnsson, Arna Magnea Danks, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Helgi Björnsson, Vigdís Hafliðadóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson og Sólveig Arnarsdóttir. Aðstandendur Ljósvíkinga fyrir framan Ísafjarðarbíó.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Menning Kvikmyndahús Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira