Þá kom í ljós að maðurinn var með leikfangabyssu. Ekki fylgir sögunni í dagbók lögreglunnar hvort einhverjir eftirmálar verði þar á.
Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Alls voru 84 mál bókuð í kerfi lögreglu frá fimm í gær til klukkan fimm í morgun og gistu sex í fangaklefa í morgun. Töluverður fjöldi ökumanna voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Í einu tilfelli voru lögregluþjónar kallaðir til vegna manns sem réðist að starfsfólki hótels í miðbænum.
Lögregluþjónar frá lögreglustöð 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti handtók mann í heimahúsi, sem grunaður er um líkamsárás og var sá vistaður í fangaklefa. Þá voru tveir aðrir handteknir vegna húsbrots. Þeir voru mjög ölvaðir og voru komnir inn á heimili annarra.
Þá barst lögreglunni í nótt tilkynning um mann sem hafði verið mjög æstur á bensínstöð. Hann var þar til að kaupa veitingar en kýldi í gler og fór svo af vettvangi.