Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. september 2024 17:01 Ellen Margrét Bæhrenz er einn tveggja stofnenda hinnar nýju umboðsstofu. Vísir/Vilhelm Fyrsta umboðsstofan sem rekin er af leikurum hefur verið opnuð á Íslandi. Hún heitir Northern Talent og segir einn stofnenda hennar að hún sé ekki rekin sem hefðbundin umboðsstofa, þar sé enginn eiginlegur umboðsmaður heldur taki leikarar á sig mismunandi hlutverk í þágu heildarinnar. „Hugmyndin var búin að vera að malla hjá okkur frekar lengi og svo fórum við að heyra í fleirum sem voru í sömu hugleiðingum, það var svo í febrúar eða mars á þessu ári sem við Arnmundur ákváðum að ýta boltanum af stað og láta þetta verða að veruleika,“ segir leikarinn Ellen Margrét Bæhrenz í skriflegu svari til Vísis. Hún stofnaði Northern Talent ásamt Arnmundi Ernst. Fannst vanta í flóruna „Umboðsstofur fyrir leikara og skemmtikrafta eru tiltölulega nýjar af nálinni hér á landi og okkur langaði til að bæta í flóruna og kynna nýja leið. Það eru alls konar leiðir til að gera þetta og mismunandi hlutir henta mismunandi fólki. Á meðan að sumir vilja umboðsmann sem sér alfarið um samninga- og launamál fyrir sína hönd vilja aðrir það ekki. Ég og Arnmundur höfum prófað bæði,“ skrifar Ellen. „Við fundum að okkur finnst best að sjá sjálf um okkar mál en söknuðum annarra kosta sem fylgja því að tilheyra umboðsstofu. Hjá Northern Talent er enginn eiginlegur umboðssmaður heldur er stofan hugsuð sem co-collaborative félag þar sem félagsmenn taka á sig mismunandi hlutverk í þágu heildarinnar. Samningamál eru í höndum hvers og eins en ef til þess kemur þá getum við leitað til hvers annars og hjálpast að í krafti fjöldans.“ Stór nöfn þegar á skrá Þegar eru stór nöfn á skrá hjá stofunni, þekktir leikarar eins og Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir svo nokkur séu nefnd. Ellen segir það hafa verið grunnforsendu þess að halda af stað í þetta ferðalag að ná að safna í fjölbreyttan og góðan hóp af leikurum. „Við fundum strax að áhuginn var mikill og fólk strax tilbúið að slá til. Við gætum ekki verið ánægðari og stoltari af hópnum enda algjör eðaleintök; hæfileikaríkir leikarar og vandaðar manneskjur. Það skal líka tekið fram að þó við Arnmundur séum drifkrafturinn á bakvið þetta, þá er þetta umfram allt hópframtak og öll hafa lagt sitt af mörkum.“ Ellen segir vinnu stofunnar hafa farið vel af stað. Þau finni fyrir miklum áhuga og eru þau þegar komin í samstarf við virta umboðsstofu í Bretlandi. „Þau koma til með að taka fyrir okkur samninga við framleiðslur á erlendri grundu þegar viðkomandi leikari óskar eftir því. Það eitt og sér er gríðarlega verðmætt fyrir okkar starfsemi þar sem erlend verkefni eru yfirleitt á öðrum skala en hér heima og margt sem þarf að huga að í samningamálum þar sem þekkist ekki hér.“ Leikhús Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Hugmyndin var búin að vera að malla hjá okkur frekar lengi og svo fórum við að heyra í fleirum sem voru í sömu hugleiðingum, það var svo í febrúar eða mars á þessu ári sem við Arnmundur ákváðum að ýta boltanum af stað og láta þetta verða að veruleika,“ segir leikarinn Ellen Margrét Bæhrenz í skriflegu svari til Vísis. Hún stofnaði Northern Talent ásamt Arnmundi Ernst. Fannst vanta í flóruna „Umboðsstofur fyrir leikara og skemmtikrafta eru tiltölulega nýjar af nálinni hér á landi og okkur langaði til að bæta í flóruna og kynna nýja leið. Það eru alls konar leiðir til að gera þetta og mismunandi hlutir henta mismunandi fólki. Á meðan að sumir vilja umboðsmann sem sér alfarið um samninga- og launamál fyrir sína hönd vilja aðrir það ekki. Ég og Arnmundur höfum prófað bæði,“ skrifar Ellen. „Við fundum að okkur finnst best að sjá sjálf um okkar mál en söknuðum annarra kosta sem fylgja því að tilheyra umboðsstofu. Hjá Northern Talent er enginn eiginlegur umboðssmaður heldur er stofan hugsuð sem co-collaborative félag þar sem félagsmenn taka á sig mismunandi hlutverk í þágu heildarinnar. Samningamál eru í höndum hvers og eins en ef til þess kemur þá getum við leitað til hvers annars og hjálpast að í krafti fjöldans.“ Stór nöfn þegar á skrá Þegar eru stór nöfn á skrá hjá stofunni, þekktir leikarar eins og Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir svo nokkur séu nefnd. Ellen segir það hafa verið grunnforsendu þess að halda af stað í þetta ferðalag að ná að safna í fjölbreyttan og góðan hóp af leikurum. „Við fundum strax að áhuginn var mikill og fólk strax tilbúið að slá til. Við gætum ekki verið ánægðari og stoltari af hópnum enda algjör eðaleintök; hæfileikaríkir leikarar og vandaðar manneskjur. Það skal líka tekið fram að þó við Arnmundur séum drifkrafturinn á bakvið þetta, þá er þetta umfram allt hópframtak og öll hafa lagt sitt af mörkum.“ Ellen segir vinnu stofunnar hafa farið vel af stað. Þau finni fyrir miklum áhuga og eru þau þegar komin í samstarf við virta umboðsstofu í Bretlandi. „Þau koma til með að taka fyrir okkur samninga við framleiðslur á erlendri grundu þegar viðkomandi leikari óskar eftir því. Það eitt og sér er gríðarlega verðmætt fyrir okkar starfsemi þar sem erlend verkefni eru yfirleitt á öðrum skala en hér heima og margt sem þarf að huga að í samningamálum þar sem þekkist ekki hér.“
Leikhús Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira