Tekur með sér lifrarpylsu, grjónagraut og sviðasultu í bakgarðshlaupið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2024 12:33 Egill Trausti Ómarsson tekur með sér nóg af rafhlöðum í bakgarðshlaupið. stöð 2 Píparinn Egill Trausti Ómarsson er til þess að gera nýliði í íslensku hlaupasenunni. Hann tekur þátt í sínu þriðja bakgarðshlaupi um helgina og stefnir þar á að hlaupa 24 hringi. Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst í Heiðmörk á morgun. Egill verður þar á meðal keppenda en hann hljóp einnig í Heiðmörk fyrir ári og í Öskjuhlíðinni í maí. Garpur Elísabetarson tók Egil tali fyrir hlaup helgarinnar. Egill hljóp sextán hringi í sínu fyrsta bakgarðshlaupi og var nokkuð sáttur með þann árangur, þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. „Þetta gekk bara flott. Við tókum sextán hringi. Mér fannst það ganga vel. Ég tók með mér nokkra lifrarpyslukeppi,“ sagði Egill. Hann ætlaði sér stærri hluti í sínu öðru bakgarðshlaupi í Öskjuhlíðinni í maí en gerði mistök í undirbúningnum fyrir það. „Ég var með yfirlýst markmið. Ég ætlaði að fara sólarhring sem eru 160,5 kílómetrar. En ég vanmat það alveg rosalega því ég fór inn í fyrsta bakgarðinn, tók sextán hringi óundirbúinn. Þá var ég búinn að hlaupa eitthvað smá um sumarið. Mistökin þar voru að fara ekki inn með tilbúið matarplan. Ég hljóp bara inn í hléinu, tók mér lúku af bláberjum og hélt bara áfram. Þetta gengur ekkert mikið lengur en einhverja x hringi.“ Egill er betur undirbúinn að þessu sinni og stefnir á að hlaupa 24 hringi. Garpur fékk hann til að sýna sér farangurinn sem hann tekur með sér í hlaupið. Þar kennir ýmissa grasa. „Í raun er þetta ekkert voða flókið. Ég er einfaldur maður og vill hafa hlutina frekar skipulagða,“ sagði Egil en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Vísi. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Sjá meira
Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst í Heiðmörk á morgun. Egill verður þar á meðal keppenda en hann hljóp einnig í Heiðmörk fyrir ári og í Öskjuhlíðinni í maí. Garpur Elísabetarson tók Egil tali fyrir hlaup helgarinnar. Egill hljóp sextán hringi í sínu fyrsta bakgarðshlaupi og var nokkuð sáttur með þann árangur, þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. „Þetta gekk bara flott. Við tókum sextán hringi. Mér fannst það ganga vel. Ég tók með mér nokkra lifrarpyslukeppi,“ sagði Egill. Hann ætlaði sér stærri hluti í sínu öðru bakgarðshlaupi í Öskjuhlíðinni í maí en gerði mistök í undirbúningnum fyrir það. „Ég var með yfirlýst markmið. Ég ætlaði að fara sólarhring sem eru 160,5 kílómetrar. En ég vanmat það alveg rosalega því ég fór inn í fyrsta bakgarðinn, tók sextán hringi óundirbúinn. Þá var ég búinn að hlaupa eitthvað smá um sumarið. Mistökin þar voru að fara ekki inn með tilbúið matarplan. Ég hljóp bara inn í hléinu, tók mér lúku af bláberjum og hélt bara áfram. Þetta gengur ekkert mikið lengur en einhverja x hringi.“ Egill er betur undirbúinn að þessu sinni og stefnir á að hlaupa 24 hringi. Garpur fékk hann til að sýna sér farangurinn sem hann tekur með sér í hlaupið. Þar kennir ýmissa grasa. „Í raun er þetta ekkert voða flókið. Ég er einfaldur maður og vill hafa hlutina frekar skipulagða,“ sagði Egil en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Sjá meira
„Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01