Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2024 08:31 David Raya ver ótrúlega frá Mateo Retegui. getty/Roberto Tommasini Alls voru sextán mörk skoruð þegar 1. umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Hetja kvöldsins var hins vegar markvörður Arsenal. Leikur Atalanta og Arsenal í Bergamo var fremur tíðindalítill og endaði 0-0. Atalanta fékk þó gullið tækifæri til að skora þegar liðið fékk vítaspyrnu í upphafi leiks. Mateo Retegui tók spyrnuna en David Raya varði hana. Boltinn hrökk aftur til Reteguis sem skallaði hann á markið en Raya sýndi ótrúleg viðbrögð og varði aftur. Klippa: Atalanta 0-0 Arsenal Barcelona tapaði sínum fyrsta leik síðan Hansi Flick tók við liðinu þegar það sótti Monaco heim. Eric García var rekinn út af á 11. mínútu og eftir það var róður Börsunga þungur. Maghnes Akliouche kom heimamönnum yfir, Lamin Yamal jafnaði en George Ilenikhena skoraði svo sigurmark Monaco nítján mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í furstadæminu, 2-1. Klippa: Monaco 2-1 Barcelona José María Giménez var hetja Atlético Madrid gegn Leipzig en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Antoine Griezmann. Sá síðarnefndi hafði jafnað fyrir Atlético eftir að Benjamin Sesko kom Leipzig yfir. Lokatölur á Wanda Metropolitano, 2-1, Atlético í vil. Klippa: Atlético Madrid 2-1 Leipzig Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen sneru aftur í Meistaradeildina með stæl og rústuðu Feyenoord á útivelli, 0-4. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Florian Wirtz skoraði tvö mörk, Alejandro Grimaldo eitt og markvörður Feyenoord, Timon Wellenreuther, gerði sjálfsmark. Klippa: Feyenoord 0-4 Leverkusen Kerem Aktürkoglu, sem skoraði þrennu þegar Tyrkland vann Ísland í Þjóðadeildinni fyrr í mánuðinum, var á skotskónum þegar Benfica sigraði Rauðu stjörnuna í Belgrad, 1-2. Landi hans, Orkun Kökcü, skoraði einnig fyrir Benfica en Milson gerði mark Rauðu stjörnunnar. Klippa: Rauða stjarnan 1-2 Benfica Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í fyrsta Evrópuleik félagsins í sögunni. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Klippa: Brest 2-1 Sturm Graz Mörkin úr leikjunum gærdagsins sem og vörslur Rayas má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02 Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29 Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira
Leikur Atalanta og Arsenal í Bergamo var fremur tíðindalítill og endaði 0-0. Atalanta fékk þó gullið tækifæri til að skora þegar liðið fékk vítaspyrnu í upphafi leiks. Mateo Retegui tók spyrnuna en David Raya varði hana. Boltinn hrökk aftur til Reteguis sem skallaði hann á markið en Raya sýndi ótrúleg viðbrögð og varði aftur. Klippa: Atalanta 0-0 Arsenal Barcelona tapaði sínum fyrsta leik síðan Hansi Flick tók við liðinu þegar það sótti Monaco heim. Eric García var rekinn út af á 11. mínútu og eftir það var róður Börsunga þungur. Maghnes Akliouche kom heimamönnum yfir, Lamin Yamal jafnaði en George Ilenikhena skoraði svo sigurmark Monaco nítján mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í furstadæminu, 2-1. Klippa: Monaco 2-1 Barcelona José María Giménez var hetja Atlético Madrid gegn Leipzig en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Antoine Griezmann. Sá síðarnefndi hafði jafnað fyrir Atlético eftir að Benjamin Sesko kom Leipzig yfir. Lokatölur á Wanda Metropolitano, 2-1, Atlético í vil. Klippa: Atlético Madrid 2-1 Leipzig Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen sneru aftur í Meistaradeildina með stæl og rústuðu Feyenoord á útivelli, 0-4. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Florian Wirtz skoraði tvö mörk, Alejandro Grimaldo eitt og markvörður Feyenoord, Timon Wellenreuther, gerði sjálfsmark. Klippa: Feyenoord 0-4 Leverkusen Kerem Aktürkoglu, sem skoraði þrennu þegar Tyrkland vann Ísland í Þjóðadeildinni fyrr í mánuðinum, var á skotskónum þegar Benfica sigraði Rauðu stjörnuna í Belgrad, 1-2. Landi hans, Orkun Kökcü, skoraði einnig fyrir Benfica en Milson gerði mark Rauðu stjörnunnar. Klippa: Rauða stjarnan 1-2 Benfica Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í fyrsta Evrópuleik félagsins í sögunni. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Klippa: Brest 2-1 Sturm Graz Mörkin úr leikjunum gærdagsins sem og vörslur Rayas má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02 Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29 Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira
„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02
Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29
Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00
Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55
Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02