Innlent

Fjórir í bílnum en enginn við stýrið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla stöðvaði bifreið í almennu umferðareftirliti í gærkvöldi eða nótt, þar sem svo undarlega virtist að enginn var undir stýri. Þó voru fjórir einstaklingar í bílnum.

Enginn fjórmenninganna vildi kannast við að hafa verið undir stýri og voru því allir handteknir. Þeir eru meðal annars grunaðir um að aka undir áhrifum, sölu- og dreifingu fíkniefna og vopnalagabrot.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti einnig tveimur útköllum þar sem ölvuðum og óvelkomnum einstaklingum var vísað á brott og þá var óskað aðstoðar vegna einstaklings sem var sagður ganga berserksgang.

Sá reyndist óviðræðuhæfur sökum áhrifa ávana- og fíkniefna og var vistaður í fangaklefa.

Ein tilkynning barst um slys á rafskútu en sá sem varð fyrir slysinu er grunaður um akstur, eða tilraun til aksturs, rafskútunnar undir áhrifum áfengis. Reynist hann hafa hlotið höfuðáverka.

Lögregla sinnti einnig útkalli vegna samkvæmishávaða og þjófnaðar í verslun. Þá hafði hún afskipti af einstkling sem svaf í bifreið en við nánari athugun reyndist bifreiðin á röngum skráningarnúmerum.

Sex gistu fangaklefa lögreglu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×