Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi á Akureyri Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 21:37 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra á hendur manni sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var gefið að sök að aka bíl á gangandi vegfaranda. Sá sem varð fyrir bílnum var maður á áttræðisaldri, sem lést sólarhring eftir áreksturinn. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Í ákæru sagði að ökumaðurinn hefði beygt bílnum án þess að ganga úr skugga um að það væri hættulaust, og án þess að gefa gangandi umferð nægilegan gaum. Líkt og áður segir hefur ökumaðurinn nú verið sýknaður á tveimur dómstigum. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdómsVísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að þegar slysið átti sér stað hafi verið rigning og gatan dökk vegna þess, en vegfarandinn sem lést hafi verið dökkklæddur. Engin vitni urðu að slysinu, en myndbandsupptaka er til af því. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af upptökunni að ökumaðurinn hafi verið á mikilli ferð og ekki sjáist að aksturslag hans hafi verið óeðlilegt. Þá er bent á að skammt frá hafi verið steypubíll með blikkandi vinnuljós sem hafi kallað á athygli ökumannsins. Að mati dómsins verður að telja slysstaðinn varhugaverðan fyrir gangandi vegfarendur, meðal annars vegna þess að þar var byggingasvæði skammt frá. Atvikið var sviðsett af lögreglu. Lögreglumaðurinn sem sá um sviðsetninguna sagðist nær fullviss um að ökumaðurinn hefði ekki séð til mannsins áður en hann ók á hann. Vettvangur slyssins. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Fyrir Landsrétti lagði ákæruvaldið fram skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í henni sagði að megin áhersla slyssins hefði verið að ökumaðurinn hefði ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda sem átti forgang. Þó var tekið fram að orsakir slyssins væru fleiri. Sjá nánar: Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Að mati Landsréttar fór framlagning skýrslunnar á bága við lög um rannsókn samgönguslysa, en þar segir að skýrslum nefndarinnar um einstök slys og atvik skuli ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti dóminn. Ákæruvaldið þótti ekki hafa tekist að sýna fram á að maðurinn hefði látist vegna gáleysis ökumannsins. Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Í ákæru sagði að ökumaðurinn hefði beygt bílnum án þess að ganga úr skugga um að það væri hættulaust, og án þess að gefa gangandi umferð nægilegan gaum. Líkt og áður segir hefur ökumaðurinn nú verið sýknaður á tveimur dómstigum. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdómsVísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að þegar slysið átti sér stað hafi verið rigning og gatan dökk vegna þess, en vegfarandinn sem lést hafi verið dökkklæddur. Engin vitni urðu að slysinu, en myndbandsupptaka er til af því. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af upptökunni að ökumaðurinn hafi verið á mikilli ferð og ekki sjáist að aksturslag hans hafi verið óeðlilegt. Þá er bent á að skammt frá hafi verið steypubíll með blikkandi vinnuljós sem hafi kallað á athygli ökumannsins. Að mati dómsins verður að telja slysstaðinn varhugaverðan fyrir gangandi vegfarendur, meðal annars vegna þess að þar var byggingasvæði skammt frá. Atvikið var sviðsett af lögreglu. Lögreglumaðurinn sem sá um sviðsetninguna sagðist nær fullviss um að ökumaðurinn hefði ekki séð til mannsins áður en hann ók á hann. Vettvangur slyssins. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Fyrir Landsrétti lagði ákæruvaldið fram skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í henni sagði að megin áhersla slyssins hefði verið að ökumaðurinn hefði ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda sem átti forgang. Þó var tekið fram að orsakir slyssins væru fleiri. Sjá nánar: Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Að mati Landsréttar fór framlagning skýrslunnar á bága við lög um rannsókn samgönguslysa, en þar segir að skýrslum nefndarinnar um einstök slys og atvik skuli ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti dóminn. Ákæruvaldið þótti ekki hafa tekist að sýna fram á að maðurinn hefði látist vegna gáleysis ökumannsins.
Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09