Forsætisráðherra mætir fyrstur manna í Samtalið Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2024 10:21 Bjarni Benediksson forsætisráðherra er fyrsti gesturinn í Samtalinu með Heimi Má. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir fyrstur manna í Samtalið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag. Þátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 og sýndur á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. Samtalið er nýr þjóðmálaþáttur fréttastofunnar sem verður á dagskrá alla fimmtudaga í vetur. Mörg spjót standa að Bjarna Benediktssyni sem um þessar mundir hefur gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum næst lengst allra eða í 15 ár. Hann fer fyrir ríkisstjórn sem verið hefur umdeild frá upphafi fyrri stjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Vaxandi ólgu hefur gætt í stjórnarsamstarfinu frá því það var endurnýjað eftir kosningarnar 2021 og segja sumir að ríkisstjórnin þurfi varla á stjórnarandstöðu að halda með þá ólgu sem ríkir innan hennar. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað mikið og samkvæmt könnunum er hún kolfallin. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sömuleiðis fallið í áður óþekktar lægðir og mælst allt niður í 14 prósent. Mörg umdeild mál bíða afgreiðslu á Alþingi þennan síðasta þingvetur fyrir kosningar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar upp á 217 mál. Allt bendir til að innan ríkisstjórnarinnar verði tekist á um orku- og virkjanamál, útlendingamál og málefni löggæslunnar í landinu svo eitthvað sé talið. Samkvæmt kosningalögum ættu næstu alþingiskosningar að fara fram í september á næsta ári. Kosið var að hausti 2016 eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra áður en kjörtímabilið var úti og kosningum flýtt og haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk eftir aðeins tíu mánuði. Núverandi stjórnarflokkar sem hófu samstarf að loknum kosningum 2017 ákváðu síðan að sitja út kjörtímabilið þannig að í þriðja sinn í röð var kosið að hausti 2021. Nú velta margir fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir ætli sér að boða til kosninga næsta vor, þar sem það hefur verið lengst af verið hefð að alþingiskosningar fari fram að vori. Þessari spurningu og mörgum fleirum verður velt upp í beinni útsendingu í Samtalinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Uppfært klukkan 15:18 Þættinum er lokið en upptöku má sjá að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samtalið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Samtalið er nýr þjóðmálaþáttur fréttastofunnar sem verður á dagskrá alla fimmtudaga í vetur. Mörg spjót standa að Bjarna Benediktssyni sem um þessar mundir hefur gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum næst lengst allra eða í 15 ár. Hann fer fyrir ríkisstjórn sem verið hefur umdeild frá upphafi fyrri stjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Vaxandi ólgu hefur gætt í stjórnarsamstarfinu frá því það var endurnýjað eftir kosningarnar 2021 og segja sumir að ríkisstjórnin þurfi varla á stjórnarandstöðu að halda með þá ólgu sem ríkir innan hennar. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað mikið og samkvæmt könnunum er hún kolfallin. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sömuleiðis fallið í áður óþekktar lægðir og mælst allt niður í 14 prósent. Mörg umdeild mál bíða afgreiðslu á Alþingi þennan síðasta þingvetur fyrir kosningar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar upp á 217 mál. Allt bendir til að innan ríkisstjórnarinnar verði tekist á um orku- og virkjanamál, útlendingamál og málefni löggæslunnar í landinu svo eitthvað sé talið. Samkvæmt kosningalögum ættu næstu alþingiskosningar að fara fram í september á næsta ári. Kosið var að hausti 2016 eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra áður en kjörtímabilið var úti og kosningum flýtt og haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk eftir aðeins tíu mánuði. Núverandi stjórnarflokkar sem hófu samstarf að loknum kosningum 2017 ákváðu síðan að sitja út kjörtímabilið þannig að í þriðja sinn í röð var kosið að hausti 2021. Nú velta margir fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir ætli sér að boða til kosninga næsta vor, þar sem það hefur verið lengst af verið hefð að alþingiskosningar fari fram að vori. Þessari spurningu og mörgum fleirum verður velt upp í beinni útsendingu í Samtalinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Uppfært klukkan 15:18 Þættinum er lokið en upptöku má sjá að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samtalið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira