Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 20:04 Sveindís Jane kom við sögu í gríðarlega öruggum sigri Wolfsburg. Getty Images/Cathrin Mueller Vålerenga vann gríðarlega öflugan 2-1 útisigur á Anderlecht í von sinni um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma tryggði Wolfsburg sér sæti þökk sé 7-0 útisigri á Fiorentina. Alexandra Jóhannsdóttir var eina landsliðskona Íslands sem var í byrjunarliði síns liðs. Alexandra hefði ef til vill viljað vera á bekknum en Fiorentina átti hreinlega engin svör við mögnuðum sóknarleik Wolfsburg í kvöld. Hin þaulreynda Marina Hegering braut ísinn strax á 6. mínútu og kom Wolfsburg í 2-0 með öðru marki sínu á 25. mínútu. '32 📸#FIOWOB 0:2 pic.twitter.com/PAVVnYrvDL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Alexandra Popp bætti þriðja markinu við á 38. mínútu og Julie Brand bætti fjórða markinu við áður en flautað var til hálfleiks. Popp bætti við öðru marki sínu í upphafi síðari hálfleiks og fullkomnaði þrennu sína á 57. mínútu þegar gestirnir komust 6-0 yfir. Skömmu síðar kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum hjá Wolfsburg og fékk því mikilvægar mínútur en landsliðskonan hefur verið að glíma við meiðsli. Vivien Endemann skoraði sjöunda mark Wolfsburg í blálokin og þýska liðið svo gott sem komið í riðlakeppnina þó síðari leikurinn í Þýskalandi sé enn eftir. Schöne Grüße aus der Torskana! 😄👏🤩#FIOWOB #VfLWolfsburg #VfLWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/NPoK6e2Tm0— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Sædís Rún Heiðarsdóttir hóf leik Vålerenga í Belgíu á varamannabekknum en gestirnir frá Noregi gátu vart byrjað betur. Michaela Kovacs kom Vålerenga yfir á 14. mínútu og Karina Sævik tvöfaldaði forystuna aðeins tveimur mínútum síðar. Stefanie Vatafu minnkaði muninn fyrir Anderlecht þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum og þegar 42 mínútur voru á klukkunni dró enn frekar til tíðinda. Kovacs fékk þá beint rautt spjald og Anderlecht fann því lyktina af endurkomu í síðari hálfleik. Kruttsterk seier i Belgia!Vi spiller en hel omgang med 10 spillere, kjemper heroisk og nå skal det hele avgjøres i Oslo om en uke🔥 pic.twitter.com/zceCRrHA7b— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 18, 2024 Hún kom ekki og unnu gestirnir mikilvægan 2-1 sigur. Sædís Rún kom af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks og hjálpaði sínu liði að halda út. Seinni leikur liðanna fer fram í Noregi og sker úr um hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18. september 2024 19:16 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Alexandra hefði ef til vill viljað vera á bekknum en Fiorentina átti hreinlega engin svör við mögnuðum sóknarleik Wolfsburg í kvöld. Hin þaulreynda Marina Hegering braut ísinn strax á 6. mínútu og kom Wolfsburg í 2-0 með öðru marki sínu á 25. mínútu. '32 📸#FIOWOB 0:2 pic.twitter.com/PAVVnYrvDL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Alexandra Popp bætti þriðja markinu við á 38. mínútu og Julie Brand bætti fjórða markinu við áður en flautað var til hálfleiks. Popp bætti við öðru marki sínu í upphafi síðari hálfleiks og fullkomnaði þrennu sína á 57. mínútu þegar gestirnir komust 6-0 yfir. Skömmu síðar kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum hjá Wolfsburg og fékk því mikilvægar mínútur en landsliðskonan hefur verið að glíma við meiðsli. Vivien Endemann skoraði sjöunda mark Wolfsburg í blálokin og þýska liðið svo gott sem komið í riðlakeppnina þó síðari leikurinn í Þýskalandi sé enn eftir. Schöne Grüße aus der Torskana! 😄👏🤩#FIOWOB #VfLWolfsburg #VfLWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/NPoK6e2Tm0— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Sædís Rún Heiðarsdóttir hóf leik Vålerenga í Belgíu á varamannabekknum en gestirnir frá Noregi gátu vart byrjað betur. Michaela Kovacs kom Vålerenga yfir á 14. mínútu og Karina Sævik tvöfaldaði forystuna aðeins tveimur mínútum síðar. Stefanie Vatafu minnkaði muninn fyrir Anderlecht þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum og þegar 42 mínútur voru á klukkunni dró enn frekar til tíðinda. Kovacs fékk þá beint rautt spjald og Anderlecht fann því lyktina af endurkomu í síðari hálfleik. Kruttsterk seier i Belgia!Vi spiller en hel omgang med 10 spillere, kjemper heroisk og nå skal det hele avgjøres i Oslo om en uke🔥 pic.twitter.com/zceCRrHA7b— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 18, 2024 Hún kom ekki og unnu gestirnir mikilvægan 2-1 sigur. Sædís Rún kom af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks og hjálpaði sínu liði að halda út. Seinni leikur liðanna fer fram í Noregi og sker úr um hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18. september 2024 19:16 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18. september 2024 19:16
Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22