Sótti 410 milljónir og margfaldaði starfsmannafjöldann Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 13:57 Starfsmenn Porcelain Fortress í starfsmannaferð til Gloucester, Massachusetts. Porcelain Fortress Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress tryggði sér á dögunum þriggja milljóna dollara fjárfestingu, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á ótilkynntum leik fyrirtækisins. Á árinu hefur starfsmönnum fjölgað úr fjórum í fjórtán. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á bak við fjárfestinguna séu Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Porcelain Fortress hafi áður gefið út tölvuleikinn No Time to Relax sem selst hafi í um 350 þúsund eintökum. Söluhæsti mánuður leiksins hafi í ágúst á þessu ári, fimm árum eftir að leikurinn kom á markað. Leikurinn hafi verið þýddur á tíu tungumálum, þar á meðal íslensku. Nýr forstjóri meðal tíu nýráðinna Samhliða auknu fjármagni hafi teymi Porcelain Fortress stækkað til muna á árinu, úr fjórum starfsgildum í fjórtán. Meðal stöðugilda sem ráðið hafi verið í sé nýr forstjóri, listrænn stjórnandi, forritarar, leikjahönnuður, og textasmiður. Þrátt fyrir að enn sé margt á huldu um nýjasta verkefni Porcelain Fortress sé Ingólfur Ævarsson, forstjóri fyrirtækisins, spenntur fyrir næstu mánuðum. Ingólfur, sem hafi hafið störf hjá fyrirtækinu fyrr á árinu, sé leikjabransanum vel kunnur, enda búi hann yfir sextán ára reynslu hjá CCP og 1939 Games. „Teymið okkar sannaði það með útgáfu No Time to Relax að við getum skapað skemmtilega leiki uppfulla af spennandi og hlægilegum augnablikum. Það voru þessi augnablik sem vöktu athygli áhrifavalda og tölvuleikjastreymara sem eru lykillinn að því að koma leikjum á borð við þennan á framfæri á markaðnum í dag,“ er haft eftir honum. Byr í segl fyrirtækisins Stefna Porcelain Fortress hafi frá upphafi verið að framleiða sígilda leiki með nútímatækni og haft er eftir Ingólfi að fjárfestingin sé mikilæ byr í segl fyrirtækisins til að halda því áfram. „Fyrri leikur okkar hefur nú þegar fengið tugmilljón áhorf á streymisveitum og verða samfélagsmiðlar hornsteinn í framleiðslu á nýja leiknum okkar. Þá hefur fyrirtækið verið styrkt af Tækniþróunarsjóði allt frá stofnun til dagsins í dag og ef ekki væri fyrir þann stuðning væri fyrirtækið ekki að fagna þessum áfanga.“ Spennandi tækifæri á markaði Í stjórn Porcelain Fortress sitji Brynjólfur Erlingsson hjá Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson hjá Brunnur Ventures, Helga Valfells hjá Crowberry Capital, og Guðrún Helga Brynleifsdóttir. „Porcelain Fortress hefur sýnt mikla seiglu í gegnum árin og hefur ástríða teymisins fyrir því sem það vinnur að heillað okkur. Fyrsti leikurinn þeirra skilar enn töluverðum tekjum og sjáum við spennandi tækifæri á markaðnum sem þau sækja á,“ er haft eftir Sigurði. Búast megi við frekari upplýsingum um nýjasta verkefni Porcelain Fortress á næstunni. Leikjavísir Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á bak við fjárfestinguna séu Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Porcelain Fortress hafi áður gefið út tölvuleikinn No Time to Relax sem selst hafi í um 350 þúsund eintökum. Söluhæsti mánuður leiksins hafi í ágúst á þessu ári, fimm árum eftir að leikurinn kom á markað. Leikurinn hafi verið þýddur á tíu tungumálum, þar á meðal íslensku. Nýr forstjóri meðal tíu nýráðinna Samhliða auknu fjármagni hafi teymi Porcelain Fortress stækkað til muna á árinu, úr fjórum starfsgildum í fjórtán. Meðal stöðugilda sem ráðið hafi verið í sé nýr forstjóri, listrænn stjórnandi, forritarar, leikjahönnuður, og textasmiður. Þrátt fyrir að enn sé margt á huldu um nýjasta verkefni Porcelain Fortress sé Ingólfur Ævarsson, forstjóri fyrirtækisins, spenntur fyrir næstu mánuðum. Ingólfur, sem hafi hafið störf hjá fyrirtækinu fyrr á árinu, sé leikjabransanum vel kunnur, enda búi hann yfir sextán ára reynslu hjá CCP og 1939 Games. „Teymið okkar sannaði það með útgáfu No Time to Relax að við getum skapað skemmtilega leiki uppfulla af spennandi og hlægilegum augnablikum. Það voru þessi augnablik sem vöktu athygli áhrifavalda og tölvuleikjastreymara sem eru lykillinn að því að koma leikjum á borð við þennan á framfæri á markaðnum í dag,“ er haft eftir honum. Byr í segl fyrirtækisins Stefna Porcelain Fortress hafi frá upphafi verið að framleiða sígilda leiki með nútímatækni og haft er eftir Ingólfi að fjárfestingin sé mikilæ byr í segl fyrirtækisins til að halda því áfram. „Fyrri leikur okkar hefur nú þegar fengið tugmilljón áhorf á streymisveitum og verða samfélagsmiðlar hornsteinn í framleiðslu á nýja leiknum okkar. Þá hefur fyrirtækið verið styrkt af Tækniþróunarsjóði allt frá stofnun til dagsins í dag og ef ekki væri fyrir þann stuðning væri fyrirtækið ekki að fagna þessum áfanga.“ Spennandi tækifæri á markaði Í stjórn Porcelain Fortress sitji Brynjólfur Erlingsson hjá Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson hjá Brunnur Ventures, Helga Valfells hjá Crowberry Capital, og Guðrún Helga Brynleifsdóttir. „Porcelain Fortress hefur sýnt mikla seiglu í gegnum árin og hefur ástríða teymisins fyrir því sem það vinnur að heillað okkur. Fyrsti leikurinn þeirra skilar enn töluverðum tekjum og sjáum við spennandi tækifæri á markaðnum sem þau sækja á,“ er haft eftir Sigurði. Búast megi við frekari upplýsingum um nýjasta verkefni Porcelain Fortress á næstunni.
Leikjavísir Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Sjá meira