Utan vallar: Total-fótboltamaðurinn sem rétti Blikakúrsinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2024 10:00 Höskuldur Gunnlaugsson er markahæsti leikmaður Breiðabliks á tímabilinu. vísir/hag Breiðablik vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í Bestu deild karla og koma á fljúgandi ferð inn í úrslitakeppnina. Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Blika að undanförnu er frammistaða fyrirliða liðsins. Eftir rúmlega klukkutíma í Kópavogsslag Breiðabliks og HK á sunnudaginn fengu Blikar hornspyrnu. Kristinn Jónsson tók hana og sendi inn á miðjan vítateig HK-inga þar sem fyrirliði heimamanna, Höskuldur Gunnlaugsson, kom á ferðinni og stangaði boltann í netið. Engu breytti þótt hann væri umkringdur miklu hávaxnari leikmönnum. Höskuldur með sína 173 sentímetra reis hæst, skoraði með kollspyrnu og kom Blikum í 4-2. Þeir unnu leikinn svo, 5-3. Að skora með skalla er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Höskuldur berst í tal. En markið hans gegn HK var kannski táknrænt fyrir hversu fjölhæfur leikmaður hann er; sannkallaður Total-fótboltamaður. Svo gerir hann líka bestu laufabrauð á Íslandi. Þann 6. júlí gerði Breiðablik 2-2 jafntefli við nýliða Vestra á Ísafirði. Leikurinn gegn Vestra var jafnframt síðasti leikurinn í deildinni þar sem Höskuldur spilaði sem hægri bakvörður. Eftir Vestraleikinn færði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, Höskuld á miðjuna og þar hefur hann spilað síðan þá. Og í síðustu átta leikjum deildarinnar hafa Blikar fengið 22 stig af 24 mögulegum. Þeir enduðu í 2. sæti með 49 stig, jafn mörg og Víkingar en lakari markatölu. Höskuldur í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson.vísir/diego Höskuldur spilaði vel framan af tímabili og var kannski í fjórða gír. En eftir að hann var færður inn á miðjuna setti hann í fimmta gír og aðrir leikmenn fylgdu með. Breiðablik hefur unnið fimm leiki í röð, sjö af síðustu átta og þar á meðal eru gríðarlega sterkir útisigrar á Val, ÍA og KA. Blikar voru svo sem langt því frá að vera í einhverjum skítamálum framan af tímabili – eftir jafnteflið við Vestramenn voru þeir í 3. sæti, sex stigum á eftir Víkingum – en það þurfti eitthvað til að kveikja almennilega á þeim. Og það gerðist við áðurnefnda breytingu. Höskuldur er jafnvígur í vörn og sókn, skilar boltanum vel frá sér, er á fullu í níutíu mínútur og rúmlega það án þess að blása úr nös og skilar mörkum og stoðsendingum. Hann er markahæsti leikmaður Breiðabliks á deildinni með átta mörk og hefur auk þess lagt upp fimm. Samkvæmt tölfræði WyScout hafa aðeins fimm leikmenn komið að fleiri mörkum í Bestu deildinni á tímabilinu og það eru allt sóknarmenn. Flest mörk og stoðsendingar í Bestu deild karla skv. WyScout Viktor Jónsson (ÍA) - 17 (16 mörk+1 stoðsending) Ari Sigurpálsson (Víkingur) - 15 (8+7) Patrick Pedersen (Valur) - 14 (13+1) Jónatan Ingi Jónsson (Valur) - 14 (11+3) Kjartan Kári Halldórsson (FH) - 14 (6+8) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) - 13 (8+5 ) Emil Atlason (Stjarnan) - 13 (11+2) Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) - 12 (9+3) Benóný Breki Andrésson (KR) - 12 (10+2) Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) - 12 (6+6) Danijel Dejan Djuric (Víkingur) - 12 (8+4) Tölfræðin fangar ekki allt það sem Höskuldur gerir inni á vellinum en hún gefur vísbendingu hversu mikil áhrif hann hefur á leiki. Að meðaltali á hann 39,6 sendingar í leik, 78,6 prósent þeirra heppnast, hann á þrjár fyrirgjafir í leik, fer 2,72 sinnum framhjá andstæðingum, vinnur 3,94 skallaeinvígi, helming þeirra tuttugu einvíga sem hann fer í og stelur boltanum 4,49 sinnum í leik. Höskuldur er þriðji leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild og sá næstmarkahæsti.vísir/hag Ýmislegt annað hefur þó spilað inn í gott gengi Breiðabliks á síðustu vikum en frammistaða Höskuldar. Anton Ari Einarsson hefur spilað virkilega vel í Blikamarkinu, Davíð Ingvarsson hefur komið gríðarlega sterkur inn eftir heimkomuna frá Danmörku og lagt upp sex mörk í sjö leikjum og Ísak Snær Þorvaldsson hefur hrokkið í gang eftir rólega byrjun á tímabilinu. Svo verður að minnast á þátt Halldórs sem hefur verið afar sannfærandi í frumraun sinni í efstu deild. Enginn þjálfari hefur til að mynda fengið fleiri stig (49) á fyrsta heila tímabili sínu í efstu deild en hann. En Höskuldur er sá sem gaf tóninn og hann hefur líklega verið besti leikmaður tímabilsins ásamt Viktori Jónssyni. Og það er hann sem Blikar treysta á að muni leiða liðið til þriðja Íslandsmeistaratitilsins í næsta mánuði. Besta deild karla Breiðablik Utan vallar Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Eftir rúmlega klukkutíma í Kópavogsslag Breiðabliks og HK á sunnudaginn fengu Blikar hornspyrnu. Kristinn Jónsson tók hana og sendi inn á miðjan vítateig HK-inga þar sem fyrirliði heimamanna, Höskuldur Gunnlaugsson, kom á ferðinni og stangaði boltann í netið. Engu breytti þótt hann væri umkringdur miklu hávaxnari leikmönnum. Höskuldur með sína 173 sentímetra reis hæst, skoraði með kollspyrnu og kom Blikum í 4-2. Þeir unnu leikinn svo, 5-3. Að skora með skalla er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Höskuldur berst í tal. En markið hans gegn HK var kannski táknrænt fyrir hversu fjölhæfur leikmaður hann er; sannkallaður Total-fótboltamaður. Svo gerir hann líka bestu laufabrauð á Íslandi. Þann 6. júlí gerði Breiðablik 2-2 jafntefli við nýliða Vestra á Ísafirði. Leikurinn gegn Vestra var jafnframt síðasti leikurinn í deildinni þar sem Höskuldur spilaði sem hægri bakvörður. Eftir Vestraleikinn færði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, Höskuld á miðjuna og þar hefur hann spilað síðan þá. Og í síðustu átta leikjum deildarinnar hafa Blikar fengið 22 stig af 24 mögulegum. Þeir enduðu í 2. sæti með 49 stig, jafn mörg og Víkingar en lakari markatölu. Höskuldur í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson.vísir/diego Höskuldur spilaði vel framan af tímabili og var kannski í fjórða gír. En eftir að hann var færður inn á miðjuna setti hann í fimmta gír og aðrir leikmenn fylgdu með. Breiðablik hefur unnið fimm leiki í röð, sjö af síðustu átta og þar á meðal eru gríðarlega sterkir útisigrar á Val, ÍA og KA. Blikar voru svo sem langt því frá að vera í einhverjum skítamálum framan af tímabili – eftir jafnteflið við Vestramenn voru þeir í 3. sæti, sex stigum á eftir Víkingum – en það þurfti eitthvað til að kveikja almennilega á þeim. Og það gerðist við áðurnefnda breytingu. Höskuldur er jafnvígur í vörn og sókn, skilar boltanum vel frá sér, er á fullu í níutíu mínútur og rúmlega það án þess að blása úr nös og skilar mörkum og stoðsendingum. Hann er markahæsti leikmaður Breiðabliks á deildinni með átta mörk og hefur auk þess lagt upp fimm. Samkvæmt tölfræði WyScout hafa aðeins fimm leikmenn komið að fleiri mörkum í Bestu deildinni á tímabilinu og það eru allt sóknarmenn. Flest mörk og stoðsendingar í Bestu deild karla skv. WyScout Viktor Jónsson (ÍA) - 17 (16 mörk+1 stoðsending) Ari Sigurpálsson (Víkingur) - 15 (8+7) Patrick Pedersen (Valur) - 14 (13+1) Jónatan Ingi Jónsson (Valur) - 14 (11+3) Kjartan Kári Halldórsson (FH) - 14 (6+8) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) - 13 (8+5 ) Emil Atlason (Stjarnan) - 13 (11+2) Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) - 12 (9+3) Benóný Breki Andrésson (KR) - 12 (10+2) Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) - 12 (6+6) Danijel Dejan Djuric (Víkingur) - 12 (8+4) Tölfræðin fangar ekki allt það sem Höskuldur gerir inni á vellinum en hún gefur vísbendingu hversu mikil áhrif hann hefur á leiki. Að meðaltali á hann 39,6 sendingar í leik, 78,6 prósent þeirra heppnast, hann á þrjár fyrirgjafir í leik, fer 2,72 sinnum framhjá andstæðingum, vinnur 3,94 skallaeinvígi, helming þeirra tuttugu einvíga sem hann fer í og stelur boltanum 4,49 sinnum í leik. Höskuldur er þriðji leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild og sá næstmarkahæsti.vísir/hag Ýmislegt annað hefur þó spilað inn í gott gengi Breiðabliks á síðustu vikum en frammistaða Höskuldar. Anton Ari Einarsson hefur spilað virkilega vel í Blikamarkinu, Davíð Ingvarsson hefur komið gríðarlega sterkur inn eftir heimkomuna frá Danmörku og lagt upp sex mörk í sjö leikjum og Ísak Snær Þorvaldsson hefur hrokkið í gang eftir rólega byrjun á tímabilinu. Svo verður að minnast á þátt Halldórs sem hefur verið afar sannfærandi í frumraun sinni í efstu deild. Enginn þjálfari hefur til að mynda fengið fleiri stig (49) á fyrsta heila tímabili sínu í efstu deild en hann. En Höskuldur er sá sem gaf tóninn og hann hefur líklega verið besti leikmaður tímabilsins ásamt Viktori Jónssyni. Og það er hann sem Blikar treysta á að muni leiða liðið til þriðja Íslandsmeistaratitilsins í næsta mánuði.
Viktor Jónsson (ÍA) - 17 (16 mörk+1 stoðsending) Ari Sigurpálsson (Víkingur) - 15 (8+7) Patrick Pedersen (Valur) - 14 (13+1) Jónatan Ingi Jónsson (Valur) - 14 (11+3) Kjartan Kári Halldórsson (FH) - 14 (6+8) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) - 13 (8+5 ) Emil Atlason (Stjarnan) - 13 (11+2) Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) - 12 (9+3) Benóný Breki Andrésson (KR) - 12 (10+2) Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) - 12 (6+6) Danijel Dejan Djuric (Víkingur) - 12 (8+4)
Besta deild karla Breiðablik Utan vallar Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira