Hafa auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2024 12:08 Björn Ingimarsson hefur lengi starfað sem sveitarstjóri en mun að óbreyttu láta af stöðunni um áramót. Vísir/Arnar Sveitarfélagið Múlaþing hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar og gert gert ráð fyrir að nýr sveitarstjóri muni taka við um næstu áramót. Þetta kemur fram á vef Múlaþings, en Björn Ingimarsson mun láta af stöðunni á næstunni þegar hann verður sjötugur. Í ráðningarsamningi sveitarfélagsins við Björn kom fram að Björn myndi gegna stöðunni út þetta ár. Fram kemur að sveitarfélagið sé að leita að einstaklingi sem sé „tilbúinn að stýra starfsemi sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu og þróun þess í samstarfi við sveitarstjórn“ og er umsóknarfrestur til og með 8. október 2024. Björn hafði áður gert oddvitum framboða í sveitarstjórn Múlaþings og starfsfólki stjórnsýslu grein fyrir því að hann myndi ekki óska eftir framlengingu á ráðningartíma, heldur ljúka störfum í samræmi við ákvæði gildandi ráðningarsamnings. Björn hóf störf sem sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2010 og varð síðan sveitarstjóri Múlaþings, við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, árið 2020. Við sameiningu sveitarfélagsins varð til eitt af víðfeðmustu sveitarfélögum landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli, um tíu prósent af flatarmáli landsins. Þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til nýs sveitarstjóra er að viðkomandi sé með menntun og reynslu sem nýtist í starfi og farsæl reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum. Þá er þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu skilyrði og reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi æskileg. Viðmandi þarf að hafa áhuga á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun, vera með þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, vera með eiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi og svo hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku. Vistaskipti Múlaþing Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. 25. maí 2022 11:52 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Múlaþings, en Björn Ingimarsson mun láta af stöðunni á næstunni þegar hann verður sjötugur. Í ráðningarsamningi sveitarfélagsins við Björn kom fram að Björn myndi gegna stöðunni út þetta ár. Fram kemur að sveitarfélagið sé að leita að einstaklingi sem sé „tilbúinn að stýra starfsemi sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu og þróun þess í samstarfi við sveitarstjórn“ og er umsóknarfrestur til og með 8. október 2024. Björn hafði áður gert oddvitum framboða í sveitarstjórn Múlaþings og starfsfólki stjórnsýslu grein fyrir því að hann myndi ekki óska eftir framlengingu á ráðningartíma, heldur ljúka störfum í samræmi við ákvæði gildandi ráðningarsamnings. Björn hóf störf sem sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2010 og varð síðan sveitarstjóri Múlaþings, við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, árið 2020. Við sameiningu sveitarfélagsins varð til eitt af víðfeðmustu sveitarfélögum landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli, um tíu prósent af flatarmáli landsins. Þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til nýs sveitarstjóra er að viðkomandi sé með menntun og reynslu sem nýtist í starfi og farsæl reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum. Þá er þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu skilyrði og reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi æskileg. Viðmandi þarf að hafa áhuga á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun, vera með þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, vera með eiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi og svo hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku.
Vistaskipti Múlaþing Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. 25. maí 2022 11:52 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. 25. maí 2022 11:52
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent