Hvað hefur Ísland gert? Katla Þorvaldsdóttir skrifar 18. september 2024 10:31 WHO tilkynnti í vor að 9000 slasaðir eða alvarlega veikir einstaklingar í Gaza séu í bráðri þörf á læknisþjónustu. Evrópuráðið biðlaði til samstöðu Evrópuþjóða með því að taka á móti hluta af þeim sjúklingum. Óskað var eftir að löndin tæki á móti 109 alvarlega slösuðum og veikum börnum frá Gaza sem eru í bráðri þörf á meðferð. Egyptaland hefur veitt aðstoð og hlúið að þeim 4000 sjúklingum sem hafa verið fluttir yfir landamærin við Rafah, en það er ómögulegt fyrir Egyptaland að bera allan þungann eitt og sér. Önnur miðausturlönd eins og Quatar, Jórdanía og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin hafa einnig tekið á móti sjúklingum i hundraðatali. En það er ekki nóg. Það er ekki nóg þegar 100,000 einstaklingar hafa slasast. Það er ekki nóg þegar það eru aðeins 10 spítalar eftir, sem geta einungis boðið upp á lágmarksþjónustu. Það er ekki nóg þegar um 500 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið drepnir. Það er ekki nóg þegar 70% heimila hafa verið eyðilögð og slasaðir og veikir einstaklingar þurfa að búa við óviðunnandi aðstæður. Það er ekki nóg þótt að stríðið myndi enda í dag því það mun taka marga áratugi að vinda ofan af þeim skaða sem Ísrael hefur valdið. En hvað hefur Evrópa gert? Lönd eins og Belgía, Slóvakía, Rúmenía, Ítalía, Luxembúrg, Malta, Spánn og nú síðast frændþjóð okkar Noregur hafa tekið á móti eða samþykkt að taka á móti nokkrum palestínskum sjúklingum. Þetta eru ekki margir einstaklingar sem hvert land hefur tekið, nokkrir tugir, en það er þó eitthvað. Spánn hefur tekið á móti 16 börnum og fjölskyldum þeirra. En hvað höfum við Íslendingar gert? Við tökum ekki á móti veikum palestínskum börnum heldur sendum þau burt. Það stendur til að senda Yazan, 11 ára langveikt barn frá Palestínu, úr landi! Yazan hefur búið á Íslandi í eitt ár, lært íslensku og eignast vini en mikilvægast af öllu hefur hann fengið lífsnauðsynlega meðferð gegn ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómnum Duchenne. Þann 16. september var Yazan vakin um miðja nótt og hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þar sem senda átti hann till Spánar. Eftir átta klukkustunda frelsissviptingu, var brottvísunni afstýrt. Það kviknaði lítil von um að kanski hefði dómsmálaráðherra skyndilega fundið sína samvisku, áttað sig á að við erum ekki þjóð sem berum út langveikt barn af sjúkrastofnun í skjóli nætur. En nei, því miður var það ekki ástæðan og enn stendur til að senda Yazan og fjölskyldu úr landi. Það er þó ekki of seint að hætta við. Ísland getur gert svo miklu miklu betur. Við erum ríkt land með góða heilbriðgisþjónustu og ættum því að svara kalli Evópuráðsins, taka á móti veikum palestínskum börnum en ekki rjúfa meðferð þeirra og senda þau burt. Yazan á skilið gott líf og hann á heima hér. Höfundur er heilbrigðisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
WHO tilkynnti í vor að 9000 slasaðir eða alvarlega veikir einstaklingar í Gaza séu í bráðri þörf á læknisþjónustu. Evrópuráðið biðlaði til samstöðu Evrópuþjóða með því að taka á móti hluta af þeim sjúklingum. Óskað var eftir að löndin tæki á móti 109 alvarlega slösuðum og veikum börnum frá Gaza sem eru í bráðri þörf á meðferð. Egyptaland hefur veitt aðstoð og hlúið að þeim 4000 sjúklingum sem hafa verið fluttir yfir landamærin við Rafah, en það er ómögulegt fyrir Egyptaland að bera allan þungann eitt og sér. Önnur miðausturlönd eins og Quatar, Jórdanía og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin hafa einnig tekið á móti sjúklingum i hundraðatali. En það er ekki nóg. Það er ekki nóg þegar 100,000 einstaklingar hafa slasast. Það er ekki nóg þegar það eru aðeins 10 spítalar eftir, sem geta einungis boðið upp á lágmarksþjónustu. Það er ekki nóg þegar um 500 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið drepnir. Það er ekki nóg þegar 70% heimila hafa verið eyðilögð og slasaðir og veikir einstaklingar þurfa að búa við óviðunnandi aðstæður. Það er ekki nóg þótt að stríðið myndi enda í dag því það mun taka marga áratugi að vinda ofan af þeim skaða sem Ísrael hefur valdið. En hvað hefur Evrópa gert? Lönd eins og Belgía, Slóvakía, Rúmenía, Ítalía, Luxembúrg, Malta, Spánn og nú síðast frændþjóð okkar Noregur hafa tekið á móti eða samþykkt að taka á móti nokkrum palestínskum sjúklingum. Þetta eru ekki margir einstaklingar sem hvert land hefur tekið, nokkrir tugir, en það er þó eitthvað. Spánn hefur tekið á móti 16 börnum og fjölskyldum þeirra. En hvað höfum við Íslendingar gert? Við tökum ekki á móti veikum palestínskum börnum heldur sendum þau burt. Það stendur til að senda Yazan, 11 ára langveikt barn frá Palestínu, úr landi! Yazan hefur búið á Íslandi í eitt ár, lært íslensku og eignast vini en mikilvægast af öllu hefur hann fengið lífsnauðsynlega meðferð gegn ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómnum Duchenne. Þann 16. september var Yazan vakin um miðja nótt og hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þar sem senda átti hann till Spánar. Eftir átta klukkustunda frelsissviptingu, var brottvísunni afstýrt. Það kviknaði lítil von um að kanski hefði dómsmálaráðherra skyndilega fundið sína samvisku, áttað sig á að við erum ekki þjóð sem berum út langveikt barn af sjúkrastofnun í skjóli nætur. En nei, því miður var það ekki ástæðan og enn stendur til að senda Yazan og fjölskyldu úr landi. Það er þó ekki of seint að hætta við. Ísland getur gert svo miklu miklu betur. Við erum ríkt land með góða heilbriðgisþjónustu og ættum því að svara kalli Evópuráðsins, taka á móti veikum palestínskum börnum en ekki rjúfa meðferð þeirra og senda þau burt. Yazan á skilið gott líf og hann á heima hér. Höfundur er heilbrigðisverkfræðingur.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun