Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson skrifar 18. september 2024 09:32 Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Evrópusambandið árið 2020 má áætla að óbeinn útblástur vegna framleiðslu bensínbíla í dag séu 10,5 tonn. Óbeinn útblástur vegna framleiðslu rafmagnsbíla í dag eru hins vegar 15,5 tonn. Til langs tíma litið eru rafmagnsbílar þó umhverfisvænni kostur í tilviki Íslands, þar sem það þyrfti aðeins að keyra rafmagnsbíl 34.000 km til að verða umhverfisvænni en meðalbíll sem losar 150 g CO2/km. Síðustu áramót voru vsk-ívilnanir vegna kaupa á rafmagnsbifreiðum felldar niður og nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi, í formi styrkja hjá Orkusjóði. Rafmagnsbílar sem kosta undir 10 milljónir eru styrkhæfir og nemur styrkur fyrir nýja rafbíla 900.000 kr. Á árunum 2020-2022 voru veittar ívilnanir til um það bil 8.000 bíla árlega. Ef jafn mikill fjöldi bíla myndi fá styrki frá Orkusjóði í ár myndi ríkissjóður greiða rúmlega 7 milljarðar í slíka styrki. Verið að styrkja ranga? Til að setja þessa 7 milljarða í eitthvað samhengi, þá er þetta helmingurinn af árlegri fjárfestingu í hinn margumtalaða 311 milljarða króna samgöngusáttmála. Það er einnig erfitt að færa rök fyrir því að þeir einstaklingar sem fá þessa 7 milljarða í styrk frá ríkissjóði séu sá hópur fólks sem þurfi á því að halda, þar sem þessir einstaklingar hafa tök á því að kaupa sér nýjan rafmagnsbíl. Það mætti því segja að verið sé að styrkja kaup á einkabílum á sama tíma og ríkið sé að reyna að ná loftslagsmarkmiðum sínum og bæta samgönguinnviði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðin þversögn þarna. Að öðru óbreyttu munu á sama tíma ívilnanir vegna kaupa á rafmagnshjólum detta úr gildi um áramótin, en óbeinn útblástur við framleiðslu slíkra farartækja er innan við 140 kg. Það er rúmlega 100 sinnum minna útblásturinn við framleiðslu á rafmagnsbíl. Hvað með að styrkja bara rafmagnshjól? Árlegar ívilnanir ríkisins vegna rafmagnshjóla hafa verið innan við 700 milljónir á ári. Samanlagðar ívilnanir til einstaklinga til kaupa á vistvænum farartækjum hafa því numið um 8 milljörðum árlega. Ef ríkið myndi hætta að styrkja rafbílakaup og nota alla þessa fjármuni til að styrkja kaup á rafmagnshjólum væri hægt að færa rök fyrir því að mikið myndi létta á samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Miðað við mannfjöldatölur búa 172.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-70 ára. Ferðavenjukannanir sýna að 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru með einkabílnum, sem ætti að þýða að um 124.000 einstaklingar nota einkabílinn til að komast í og úr vinnu eða skóla. Væru rafhjólastyrkirnir 50% (en þó aldrei hærri en 200.000 kr.) þá myndu 8 milljarðarnir duga fyrir að lágmarki 40.000 rafmagnshjólum árlega, sem hægt væri að nota sem fararskjóta í og úr vinnu eða skóla. Eðlilega myndu aldrei allir þessir 40.000 einstaklingar hætta að nota einkabílilinn og fara að hjóla, en ef 10.000 einstaklingar myndu byrja að hjóla yrðu 8% færri bílar í umferðinni sem myndi hafa meiri áhrif en fólk myndi halda. Ábatinn sem slíkt styrkkerfi myndi hafa yrði margþættur. Færri bílar í umferð myndi minnka umferðartafir allra þeirra sem myndu samt vilja nota einkabílinn, strætisvagnakerfið yrði áreiðanlegra, svifryksmengum myndi minnka, almennt heilbrigði myndi aukast og kolefnisspor þessara 40.000 rafmagnshjóla yrði minna en 400 nýrra rafbíla. Höfundur er meistaranemi í sjálfbærum skipulagsfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Bílar Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Evrópusambandið árið 2020 má áætla að óbeinn útblástur vegna framleiðslu bensínbíla í dag séu 10,5 tonn. Óbeinn útblástur vegna framleiðslu rafmagnsbíla í dag eru hins vegar 15,5 tonn. Til langs tíma litið eru rafmagnsbílar þó umhverfisvænni kostur í tilviki Íslands, þar sem það þyrfti aðeins að keyra rafmagnsbíl 34.000 km til að verða umhverfisvænni en meðalbíll sem losar 150 g CO2/km. Síðustu áramót voru vsk-ívilnanir vegna kaupa á rafmagnsbifreiðum felldar niður og nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi, í formi styrkja hjá Orkusjóði. Rafmagnsbílar sem kosta undir 10 milljónir eru styrkhæfir og nemur styrkur fyrir nýja rafbíla 900.000 kr. Á árunum 2020-2022 voru veittar ívilnanir til um það bil 8.000 bíla árlega. Ef jafn mikill fjöldi bíla myndi fá styrki frá Orkusjóði í ár myndi ríkissjóður greiða rúmlega 7 milljarðar í slíka styrki. Verið að styrkja ranga? Til að setja þessa 7 milljarða í eitthvað samhengi, þá er þetta helmingurinn af árlegri fjárfestingu í hinn margumtalaða 311 milljarða króna samgöngusáttmála. Það er einnig erfitt að færa rök fyrir því að þeir einstaklingar sem fá þessa 7 milljarða í styrk frá ríkissjóði séu sá hópur fólks sem þurfi á því að halda, þar sem þessir einstaklingar hafa tök á því að kaupa sér nýjan rafmagnsbíl. Það mætti því segja að verið sé að styrkja kaup á einkabílum á sama tíma og ríkið sé að reyna að ná loftslagsmarkmiðum sínum og bæta samgönguinnviði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðin þversögn þarna. Að öðru óbreyttu munu á sama tíma ívilnanir vegna kaupa á rafmagnshjólum detta úr gildi um áramótin, en óbeinn útblástur við framleiðslu slíkra farartækja er innan við 140 kg. Það er rúmlega 100 sinnum minna útblásturinn við framleiðslu á rafmagnsbíl. Hvað með að styrkja bara rafmagnshjól? Árlegar ívilnanir ríkisins vegna rafmagnshjóla hafa verið innan við 700 milljónir á ári. Samanlagðar ívilnanir til einstaklinga til kaupa á vistvænum farartækjum hafa því numið um 8 milljörðum árlega. Ef ríkið myndi hætta að styrkja rafbílakaup og nota alla þessa fjármuni til að styrkja kaup á rafmagnshjólum væri hægt að færa rök fyrir því að mikið myndi létta á samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Miðað við mannfjöldatölur búa 172.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-70 ára. Ferðavenjukannanir sýna að 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru með einkabílnum, sem ætti að þýða að um 124.000 einstaklingar nota einkabílinn til að komast í og úr vinnu eða skóla. Væru rafhjólastyrkirnir 50% (en þó aldrei hærri en 200.000 kr.) þá myndu 8 milljarðarnir duga fyrir að lágmarki 40.000 rafmagnshjólum árlega, sem hægt væri að nota sem fararskjóta í og úr vinnu eða skóla. Eðlilega myndu aldrei allir þessir 40.000 einstaklingar hætta að nota einkabílilinn og fara að hjóla, en ef 10.000 einstaklingar myndu byrja að hjóla yrðu 8% færri bílar í umferðinni sem myndi hafa meiri áhrif en fólk myndi halda. Ábatinn sem slíkt styrkkerfi myndi hafa yrði margþættur. Færri bílar í umferð myndi minnka umferðartafir allra þeirra sem myndu samt vilja nota einkabílinn, strætisvagnakerfið yrði áreiðanlegra, svifryksmengum myndi minnka, almennt heilbrigði myndi aukast og kolefnisspor þessara 40.000 rafmagnshjóla yrði minna en 400 nýrra rafbíla. Höfundur er meistaranemi í sjálfbærum skipulagsfræðum
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun