Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2024 21:11 Harry Kane skoraði fernu fyrir Bæjara. Þrjú mörk komu af vítapunktinum. S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Bayern München - Dinamo Zagreb 9-2 Bayern München tók forystuna á furðulegan hátt. Brotið var á Aleksander Pavlovic í teignum – en ekkert dæmt, Serge Gnabry skoraði svo skömmu síðar úr sömu sókn. Þá var sóknin öll skoðuð aftur, markið dæmt af og vítaspyrna dæmd. Það kom þó ekki að sök, Harry Kane steig á punktinn og skoraði. Heimamenn áttu svo eftir að bæta við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur, Raphael Guerreiro og Michael Olise voru þar á ferð. Gestirnir komu af krafti út úr búningsherbergjunum og skoruðu tvö mörk áður en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var alls ekki við hann að sakast en markmaðurinn Sven Ulreich var þá nýkominn inn fyrir Manuel Neuer, sem fór meiddur af velli í hálfleik. Bæjarar örvæntu hins vegar ekki og héldu áfram að raða inn mörkum sjálfir. Harry Kane setti met með þremur mörkum úr víti. Aldrei hefur einn leikmaður tekið jafn mörg víti í einum leik í Meistaradeildinni.Sebastian Widmann/Getty Images Harry Kane bætti við þremur mörkum, Michael Olise einu og Leroy Sané og Leon Goretzka komust báðir á blað. Þegar allt var talið saman urðu mörkin alls ellefu, 9-2 sigur Bayern niðurstaðan eftir í meira lagi fjörugan leik. Sporting CP - Lille 2-0 Frá upphafsflauti hafði Sporting alla yfirburði og fékk urmul færa. Viktor Gyökeres kom heimamönnum svo yfir á 38. mínútu þegar Lille mistókst að hreinsa boltann úr vítateignum. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Lille svo manni færri þegar Angel Gomes fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Viktor Gyökeres skoraði opnunarmarkið.Pedro Loureiro/Eurasia Sport Images/Getty Images Manni færri héldu gestirnir út í seinni hálfleik og ljóst að erfitt verkefni væri framundan. Zeno Debast tvöfaldaði forystuna fyrir Sporting með þrumuskoti fyrir utan teig á 65. mínútu. Lille lagði mikið á sig til að minnka muninn og komst mjög nálægt því undir lokin, en Sporting hélt út 2-0 sigur. Mörkin úr leik Sporting og Lille má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
Bayern München - Dinamo Zagreb 9-2 Bayern München tók forystuna á furðulegan hátt. Brotið var á Aleksander Pavlovic í teignum – en ekkert dæmt, Serge Gnabry skoraði svo skömmu síðar úr sömu sókn. Þá var sóknin öll skoðuð aftur, markið dæmt af og vítaspyrna dæmd. Það kom þó ekki að sök, Harry Kane steig á punktinn og skoraði. Heimamenn áttu svo eftir að bæta við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur, Raphael Guerreiro og Michael Olise voru þar á ferð. Gestirnir komu af krafti út úr búningsherbergjunum og skoruðu tvö mörk áður en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var alls ekki við hann að sakast en markmaðurinn Sven Ulreich var þá nýkominn inn fyrir Manuel Neuer, sem fór meiddur af velli í hálfleik. Bæjarar örvæntu hins vegar ekki og héldu áfram að raða inn mörkum sjálfir. Harry Kane setti met með þremur mörkum úr víti. Aldrei hefur einn leikmaður tekið jafn mörg víti í einum leik í Meistaradeildinni.Sebastian Widmann/Getty Images Harry Kane bætti við þremur mörkum, Michael Olise einu og Leroy Sané og Leon Goretzka komust báðir á blað. Þegar allt var talið saman urðu mörkin alls ellefu, 9-2 sigur Bayern niðurstaðan eftir í meira lagi fjörugan leik. Sporting CP - Lille 2-0 Frá upphafsflauti hafði Sporting alla yfirburði og fékk urmul færa. Viktor Gyökeres kom heimamönnum svo yfir á 38. mínútu þegar Lille mistókst að hreinsa boltann úr vítateignum. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Lille svo manni færri þegar Angel Gomes fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Viktor Gyökeres skoraði opnunarmarkið.Pedro Loureiro/Eurasia Sport Images/Getty Images Manni færri héldu gestirnir út í seinni hálfleik og ljóst að erfitt verkefni væri framundan. Zeno Debast tvöfaldaði forystuna fyrir Sporting með þrumuskoti fyrir utan teig á 65. mínútu. Lille lagði mikið á sig til að minnka muninn og komst mjög nálægt því undir lokin, en Sporting hélt út 2-0 sigur. Mörkin úr leik Sporting og Lille má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira