Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 08:02 Frá sjónvarpsfundinum sem sýnt var frá á ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Skandinavíu. Skjáskot/Dr.dk Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þátturinn, sem var sýndur þann 12. september, var upprunalega skipulagður af starfsmönnum danska ríkisútvarpsins (DR) en að honum komu einnig starfsmenn NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi. Ríkisútvarpi og utanríkisráðherra Íslands var ekki boðið að taka þátt. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra, hefur látið mikið til sín taka þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Þátturinn fjallaði um öryggismál á Norðurlöndum og stuðning ríkjanna fjögurra við Úkraínumenn. Á vef DR segir að markmiðið með umræðunni hafi meðal annars verið að svara spurningum um það hvort Norðurlönd væru örugg og var þess vegna haldinn þessi sameiginlega norræna umræða. Áhugasamir geta horft á þáttinn hér á vef DR. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Metta-Line Thorup, aðalritstjóri menningarumræðna hjá danska ríkisútvarpinu, DR, að þátttaka Íslands hefði verið til umræðu innan hópsins sem skipulagði umræðuna. „Málefni öryggis hefur orðið jafnvel enn erfiðara að takmarka við landamæri ríkja, og þá sérstaklega eftir að Norðurlöndin [Svíþjóð og Finnland] gengu í NATO. Þess vegna, hafði DR og „Debatten“ samband við systur-ritstjórnir okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, sem við höfum unnið með að þessu sameiginlega norræna verkefni „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns". Í því samhengi var þátttaka Íslands auðvitað til umræðu.“ Hins vegar hefði verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á öryggisástandið við Eystrasalt og breyttar aðstæður þar vegna innrásarinnar í Úkraínu og inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið. „Allar hliðar öryggis í Evrópu og á norðurslóðum eru mikilvægt umræðuefni þessa dagana og ég er viss um að áframhaldandi umræðu muni Ísland vera með, eins og svo oft áður,“ sagði Metta-Line Thorup. Norðurslóðir Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Vladimír Pútín Rússland Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þátturinn, sem var sýndur þann 12. september, var upprunalega skipulagður af starfsmönnum danska ríkisútvarpsins (DR) en að honum komu einnig starfsmenn NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi. Ríkisútvarpi og utanríkisráðherra Íslands var ekki boðið að taka þátt. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra, hefur látið mikið til sín taka þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Þátturinn fjallaði um öryggismál á Norðurlöndum og stuðning ríkjanna fjögurra við Úkraínumenn. Á vef DR segir að markmiðið með umræðunni hafi meðal annars verið að svara spurningum um það hvort Norðurlönd væru örugg og var þess vegna haldinn þessi sameiginlega norræna umræða. Áhugasamir geta horft á þáttinn hér á vef DR. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Metta-Line Thorup, aðalritstjóri menningarumræðna hjá danska ríkisútvarpinu, DR, að þátttaka Íslands hefði verið til umræðu innan hópsins sem skipulagði umræðuna. „Málefni öryggis hefur orðið jafnvel enn erfiðara að takmarka við landamæri ríkja, og þá sérstaklega eftir að Norðurlöndin [Svíþjóð og Finnland] gengu í NATO. Þess vegna, hafði DR og „Debatten“ samband við systur-ritstjórnir okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, sem við höfum unnið með að þessu sameiginlega norræna verkefni „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns". Í því samhengi var þátttaka Íslands auðvitað til umræðu.“ Hins vegar hefði verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á öryggisástandið við Eystrasalt og breyttar aðstæður þar vegna innrásarinnar í Úkraínu og inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið. „Allar hliðar öryggis í Evrópu og á norðurslóðum eru mikilvægt umræðuefni þessa dagana og ég er viss um að áframhaldandi umræðu muni Ísland vera með, eins og svo oft áður,“ sagði Metta-Line Thorup.
Norðurslóðir Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Vladimír Pútín Rússland Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira