Til varnar mennsku kúgarans Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar 17. september 2024 15:01 Brasilíski menntunarfræðingurinn Paulo Freire sagði að þegar við afmennskum aðra þá afmennskum við okkur sjálf í leiðinni. Eins og við flest hef ég horft með skelfingu á hörmingarnar í Gaza síðastliðið ár. Ég hef líka hlustað á málefnið rætt fram og til baka á ýmsum vettvöngum, af alls konar fólki en alltaf þegar ég heyri talsmenn Ísraelsríkis tala þá verður mér hugsað til Paulo Freire. Málflutningur síonismans er til þess gerður að kúga og afmennska Palestínumenn, en endar alltaf á því að afmennska Ísraelsmenn í leiðinni. Ísraelski málflutningurinn gengur oftast út á að sýna fram á að kúgun Palestínumanna sé einhvers konar sjálfskaparvíti og að Ísrael hafi engra annarra kosta völ en að kúga Palestínumenn. Myndin sem er máluð af Palestínumönnum er mjög ljót og setur þá upp sem illkvittna, ofbeldisfulla og ósiðmenntaða gyðingahatara. Palestínumenn eru sagðir vondir, en í því felst líka að þeir séu ábyrgir fyrir gjörðum sínum og þar af leiðandi færir um siðferðislegar ákvarðanir. Ísrael, aftur á móti, í ísraelska málflutningnum, er ekki fært um siðferðislega breytni. Allt sem ísraelsk stjórnvöld og ísraelski herinn gera eru, samkvæmt þeirra eigin málflutningi, viðbrögð við einhverju öðru, eins og heimskt dýr sem bregst bara við áreiti. Það er ekki við björninn að sakast að hann ráðist á þig, þú hefðir ekki átt að atast í honum. Þessa sömu áróðurstaktík má líka sjá hjá talsmönnum Rússlands þegar innrásin í Úkraínu er rædd. Ábyrgðin er öll sett á Úkraínu, Vesturlönd og NATO. Þau hefðu ekki átt að hleypa öllum þessum Austur-Evrópuríkjum inn í NATO, þau hefðu ekki átt að vera með herstöðvar nálægt Rússlandi, Úkraína hefði ekki átt að mynda tengsl við ESB og Bandaríkin. Ef þú potar í geitungabúið þá verður þú stunginn. Vladímír Pútín fær í þessum málflutningi ekki að vera viti borinn maður sem getur tekið ákvarðanir út frá siðferðiskennd sinni, hvað þá út frá skynsemi, heldur sem geitungnum sem að stingur vonda úkraínumanninn sem var að pota í búið. Annað dæmi má finna í umræðum um kynferðisofbeldi. Í gegnum tíðina hef ég séð mörg dæmi þar sem að þolendum er sjálfum kennt um ofbeldið sem þeir eru beittir. Þar er m.a. bent á klæðaburð kvenna og sagt að þar sem að þær klæddu sig á ákveðinn hátt þá hafi þær verið að „bjóða upp á“ að vera nauðgað, að karlmenn einfaldlega ráði ekki við sig. Ég hef heyrt þessu líkt við það veifa kjötbita framan í úlf og búast við því að hann láti þig í friði. Markmiðið er að kenna konum um það ofbeldi sem þær eru beittar, en karlmenn eru afmennskaðir í leiðinni. Við karlmenn fáum í þessum málflutningi ekki að vera manneskjur, heldur bara óstjórnanleg rándýr sem tryllast þegar þau finna lyktina af blóði. Enn annað dæmi má sjá þegar rædd eru málefni fólks í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Síendurtekið er fólk nauðugt flutt úr landi fyrir þann eina glæp að hafa fæðst á vitlausum stað á hnettinum. Eðlilega blöskrar okkur þessi framganga, sér í lagi þegar börn eiga í hlut, en öllum mótmælum er svarað með því að segja að íslenska ríkið bara einfaldlega geti ekki gert neitt annað en að brottvísa og svipta fólk þjónustu. Útlendingastofnun er bara að fara eftir lögum. Dómsmálaráðherra hefur enga lagaheimild til þess að grípa inn í. Lögreglan er bara að fylgja fyrirmælum. Ekkert af þessu fólki fær að vera manneskjur í þeirra eigin málflutningi, heldur frekar vélar sem geta ekkert annað gert en að fylgja einhverjum óhagganlegum lagakóða. En þetta er bull. Ísraelskir ráðamenn og hermenn eru ekki heimskar skepnur, heldur manneskjur með hjörtu sem slá og geta ákveðið að enda á þjóðarmorðið í Gaza. Vladímír Pútín er ekki geitungur heldur maður og getur bundið enda á stríðið hvenær sem hann vill; syndir NATO og Vesturlanda eru vissulega margar en syndir Pútíns eru hans eigin. Karlmenn eru ekki rándýr heldur vitibornir menn og við erum fullfærir um sjálfstjórn. Dómsmálaráðherra, starfsfólk Útlendingastofnunar og lögregluþjónar eru ekki vélar heldur mannskjur. Í 9. grein siðareglum lögreglu er tekið fram að lögregluþjónum sé ekki skylt að fylgja fyrirmælum sem fara alvarlega gegn siðferðiskennd þeirra, starfsfólk Útlendingastofnunar þarf ekki að beita öllum mögulegum lagaheimildum til brottvísana (og í sumum tilvikum fara fram á brottvísanir sem eru beinlínis ólöglegar) og Dómsmálaráðherra situr í þingmeirihluta og getur hreinlega breytt lögunum. Kúgararnir eru ekki skepnur og vélar, heldur menn. Þar af leiðandi eru þeir ábyrgir fyrir eigin gjörðum, við getum gert þær kröfur til þeirra að þeir sýni af sér mennsku og við ættum aldrei að umbera það að þeir hagi sér eins og skepnur og vélar. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Brasilíski menntunarfræðingurinn Paulo Freire sagði að þegar við afmennskum aðra þá afmennskum við okkur sjálf í leiðinni. Eins og við flest hef ég horft með skelfingu á hörmingarnar í Gaza síðastliðið ár. Ég hef líka hlustað á málefnið rætt fram og til baka á ýmsum vettvöngum, af alls konar fólki en alltaf þegar ég heyri talsmenn Ísraelsríkis tala þá verður mér hugsað til Paulo Freire. Málflutningur síonismans er til þess gerður að kúga og afmennska Palestínumenn, en endar alltaf á því að afmennska Ísraelsmenn í leiðinni. Ísraelski málflutningurinn gengur oftast út á að sýna fram á að kúgun Palestínumanna sé einhvers konar sjálfskaparvíti og að Ísrael hafi engra annarra kosta völ en að kúga Palestínumenn. Myndin sem er máluð af Palestínumönnum er mjög ljót og setur þá upp sem illkvittna, ofbeldisfulla og ósiðmenntaða gyðingahatara. Palestínumenn eru sagðir vondir, en í því felst líka að þeir séu ábyrgir fyrir gjörðum sínum og þar af leiðandi færir um siðferðislegar ákvarðanir. Ísrael, aftur á móti, í ísraelska málflutningnum, er ekki fært um siðferðislega breytni. Allt sem ísraelsk stjórnvöld og ísraelski herinn gera eru, samkvæmt þeirra eigin málflutningi, viðbrögð við einhverju öðru, eins og heimskt dýr sem bregst bara við áreiti. Það er ekki við björninn að sakast að hann ráðist á þig, þú hefðir ekki átt að atast í honum. Þessa sömu áróðurstaktík má líka sjá hjá talsmönnum Rússlands þegar innrásin í Úkraínu er rædd. Ábyrgðin er öll sett á Úkraínu, Vesturlönd og NATO. Þau hefðu ekki átt að hleypa öllum þessum Austur-Evrópuríkjum inn í NATO, þau hefðu ekki átt að vera með herstöðvar nálægt Rússlandi, Úkraína hefði ekki átt að mynda tengsl við ESB og Bandaríkin. Ef þú potar í geitungabúið þá verður þú stunginn. Vladímír Pútín fær í þessum málflutningi ekki að vera viti borinn maður sem getur tekið ákvarðanir út frá siðferðiskennd sinni, hvað þá út frá skynsemi, heldur sem geitungnum sem að stingur vonda úkraínumanninn sem var að pota í búið. Annað dæmi má finna í umræðum um kynferðisofbeldi. Í gegnum tíðina hef ég séð mörg dæmi þar sem að þolendum er sjálfum kennt um ofbeldið sem þeir eru beittir. Þar er m.a. bent á klæðaburð kvenna og sagt að þar sem að þær klæddu sig á ákveðinn hátt þá hafi þær verið að „bjóða upp á“ að vera nauðgað, að karlmenn einfaldlega ráði ekki við sig. Ég hef heyrt þessu líkt við það veifa kjötbita framan í úlf og búast við því að hann láti þig í friði. Markmiðið er að kenna konum um það ofbeldi sem þær eru beittar, en karlmenn eru afmennskaðir í leiðinni. Við karlmenn fáum í þessum málflutningi ekki að vera manneskjur, heldur bara óstjórnanleg rándýr sem tryllast þegar þau finna lyktina af blóði. Enn annað dæmi má sjá þegar rædd eru málefni fólks í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Síendurtekið er fólk nauðugt flutt úr landi fyrir þann eina glæp að hafa fæðst á vitlausum stað á hnettinum. Eðlilega blöskrar okkur þessi framganga, sér í lagi þegar börn eiga í hlut, en öllum mótmælum er svarað með því að segja að íslenska ríkið bara einfaldlega geti ekki gert neitt annað en að brottvísa og svipta fólk þjónustu. Útlendingastofnun er bara að fara eftir lögum. Dómsmálaráðherra hefur enga lagaheimild til þess að grípa inn í. Lögreglan er bara að fylgja fyrirmælum. Ekkert af þessu fólki fær að vera manneskjur í þeirra eigin málflutningi, heldur frekar vélar sem geta ekkert annað gert en að fylgja einhverjum óhagganlegum lagakóða. En þetta er bull. Ísraelskir ráðamenn og hermenn eru ekki heimskar skepnur, heldur manneskjur með hjörtu sem slá og geta ákveðið að enda á þjóðarmorðið í Gaza. Vladímír Pútín er ekki geitungur heldur maður og getur bundið enda á stríðið hvenær sem hann vill; syndir NATO og Vesturlanda eru vissulega margar en syndir Pútíns eru hans eigin. Karlmenn eru ekki rándýr heldur vitibornir menn og við erum fullfærir um sjálfstjórn. Dómsmálaráðherra, starfsfólk Útlendingastofnunar og lögregluþjónar eru ekki vélar heldur mannskjur. Í 9. grein siðareglum lögreglu er tekið fram að lögregluþjónum sé ekki skylt að fylgja fyrirmælum sem fara alvarlega gegn siðferðiskennd þeirra, starfsfólk Útlendingastofnunar þarf ekki að beita öllum mögulegum lagaheimildum til brottvísana (og í sumum tilvikum fara fram á brottvísanir sem eru beinlínis ólöglegar) og Dómsmálaráðherra situr í þingmeirihluta og getur hreinlega breytt lögunum. Kúgararnir eru ekki skepnur og vélar, heldur menn. Þar af leiðandi eru þeir ábyrgir fyrir eigin gjörðum, við getum gert þær kröfur til þeirra að þeir sýni af sér mennsku og við ættum aldrei að umbera það að þeir hagi sér eins og skepnur og vélar. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun