Segir Vinstri græn hafa þröngvað Guðrúnu til lögbrots Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2024 11:25 Haukur er afgerandi í tali, hann segir nú Vinstri græn í tvígang hafa neytt ríkisstjórnina til lögbrota meðan nærtækara hefði verið ef hún hefði einfaldlega slitið samstarfinu. vísir/vilhelm/aðsend Eins og lýðum má ljóst vera gaf Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra út skipan um að brottflutningi hins ellefu ára Yazan frá Palestínu sem er með Duchenne sjúkdóminn yrði frestað. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir engan vafa á leika að þar með hafi hún framið lögbrot. Nú standa yfir mótmæli þar sem brottflutningi Yazans er mótmælt harðlega. Ríkisstjórnin er að ræða málefni hans sérstaklega en Guðrún hefur gefið það út að hún hafi viljað taka tillit til sjónarmiða formanns VG, Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem vildi ræða málið betur. Guðrún ekki æðsta vald í útlendingamálum Haukur segist verða að hryggja vini sína með því að segja að hér sé á ferðinni lögbrot og áníðsla stjórmálanna gagnvart framkvæmdavaldinu og stjórnsýslunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu sinni: „Gildir einu hvort málið er jákvætt og vinsælt eða ekki - munum að ofbeldi stjórnmálamanna er einvörðungu framið þegar þeir reyna að trekkja að sér atkvæði og klekkja á óvinum sínum,“ segir Haukur. Hann bendir á að stjórnsýslan framkvæmi lögin og æðsta stjórnsýsla hennar í þessu dæmi sé úrskurðarnefnd um útlendingamál. „Tökum eftir að dómsmálaráðherra er ekki æðsta vald í útlendingamálum. Alþingi treysti faglegri nefnd betur. Ákvörðun hefur verið tekin af til þess bæru yfirvaldi, sem stendur.“ Vinstri græn neyði ríkisstjórnina til lögbrota Haukur segir það einkenna suma stjórmálamenn að þeir vilji grípa inn í með ofbeldi Þetta eigi sér yfirleitt ekki stað í vestrænu lýðræði en sé hins vegar einkenni á alræðisríkjum. Þar gildi stjórnmálin en stjórnsýslulög gildi og séu tákn um virkt lýðræði og þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þingmenn Vinstri grænna hafa tvisvar níðst á valdi framkvæmdarvaldsins varðandi hvalveiðar og virðast nú hafa sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar. Ég sem stjórnsýslufræðingur verð að segja að ríkisstjórnin hefði ekki átt að láta neyða sig til lögbrota. Hún hefði frekar átt að fara frá. Við verðum að búa í réttarríki.“ Haukur segir svo réttvísina blinda í þessu máli sem sé svo annað mál. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Nú standa yfir mótmæli þar sem brottflutningi Yazans er mótmælt harðlega. Ríkisstjórnin er að ræða málefni hans sérstaklega en Guðrún hefur gefið það út að hún hafi viljað taka tillit til sjónarmiða formanns VG, Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem vildi ræða málið betur. Guðrún ekki æðsta vald í útlendingamálum Haukur segist verða að hryggja vini sína með því að segja að hér sé á ferðinni lögbrot og áníðsla stjórmálanna gagnvart framkvæmdavaldinu og stjórnsýslunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu sinni: „Gildir einu hvort málið er jákvætt og vinsælt eða ekki - munum að ofbeldi stjórnmálamanna er einvörðungu framið þegar þeir reyna að trekkja að sér atkvæði og klekkja á óvinum sínum,“ segir Haukur. Hann bendir á að stjórnsýslan framkvæmi lögin og æðsta stjórnsýsla hennar í þessu dæmi sé úrskurðarnefnd um útlendingamál. „Tökum eftir að dómsmálaráðherra er ekki æðsta vald í útlendingamálum. Alþingi treysti faglegri nefnd betur. Ákvörðun hefur verið tekin af til þess bæru yfirvaldi, sem stendur.“ Vinstri græn neyði ríkisstjórnina til lögbrota Haukur segir það einkenna suma stjórmálamenn að þeir vilji grípa inn í með ofbeldi Þetta eigi sér yfirleitt ekki stað í vestrænu lýðræði en sé hins vegar einkenni á alræðisríkjum. Þar gildi stjórnmálin en stjórnsýslulög gildi og séu tákn um virkt lýðræði og þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þingmenn Vinstri grænna hafa tvisvar níðst á valdi framkvæmdarvaldsins varðandi hvalveiðar og virðast nú hafa sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar. Ég sem stjórnsýslufræðingur verð að segja að ríkisstjórnin hefði ekki átt að láta neyða sig til lögbrota. Hún hefði frekar átt að fara frá. Við verðum að búa í réttarríki.“ Haukur segir svo réttvísina blinda í þessu máli sem sé svo annað mál.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira