Skellti dönskum EM-bronshafa og náði sögulegum árangri Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2024 09:46 Guðmundur Flóki Sigurjónsson bendir á Leo Anthony Speight sem er með silfurverðlaunin sín. Með þeim er landsliðsþjálfarinn Gunnar Bratli. TKÍ Íslenski landsliðsmaðurinn Leo Anthony Speight gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna um helgina á alþjóðlegu stigamóti World Taekwondo, í Riga í Lettlandi. Samkvæmt fréttatilkynningu Taekwondosambands Íslands er um að ræða besta árangur íslensks karlkeppanda síðan Björn Þorleifsson vann silfur á British Open fyrir fimmtán árum. Leo, sem keppti í -68 kg flokki, hóf mótið á að vinna finnskan keppanda af öryggi, 2-0. Hann vann svo Króata 2-1 og hafði þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum, og að minnsta kosti bronsverðlaun. Í undanúrslitunum beið danskur keppandi sem vann bronsverðlaun á síðasta Evrópumóti. Daninn komst yfir í fyrstu lotu en Leo sýndi mikla þrautseigju og náði á endanum að vinna lotuna, eftir myndbandsdóm. Leo vann bardagann 2-0 og komst þar með í úrslit gegn belgískum keppanda. Þar vann Leo fyrstu lotuna en tapaði lotu tvö. Oddalotan endaði svo 5-5 en Belganum var dæmdur sigur vegna hærri tækni. Það gat því vart tæpara staðið að Leo landaði gullverðlaunum en hann fékk silfur með sér heim. Hér að neðan má sjá myndbandsupptöku frá mótinu en tímasetning bardaga Leos voru þessar: Bardagi 1 ( 31:12 mín) Bardagi 2 (2:49:40 mín) Bardagi 3 (5:04:44 mín) Bardagi 4 (7:07:28 mín) Guðmundur Flóki Sigurjónsson keppti einnig á mótinu, í -73 kg unglingaflokki, og endaði í 5. sæti. Hann vann keppanda frá Úkraínu af öryggi, 2-0, en tapaði svo gegn frönskum keppanda. Taekwondo Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Samkvæmt fréttatilkynningu Taekwondosambands Íslands er um að ræða besta árangur íslensks karlkeppanda síðan Björn Þorleifsson vann silfur á British Open fyrir fimmtán árum. Leo, sem keppti í -68 kg flokki, hóf mótið á að vinna finnskan keppanda af öryggi, 2-0. Hann vann svo Króata 2-1 og hafði þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum, og að minnsta kosti bronsverðlaun. Í undanúrslitunum beið danskur keppandi sem vann bronsverðlaun á síðasta Evrópumóti. Daninn komst yfir í fyrstu lotu en Leo sýndi mikla þrautseigju og náði á endanum að vinna lotuna, eftir myndbandsdóm. Leo vann bardagann 2-0 og komst þar með í úrslit gegn belgískum keppanda. Þar vann Leo fyrstu lotuna en tapaði lotu tvö. Oddalotan endaði svo 5-5 en Belganum var dæmdur sigur vegna hærri tækni. Það gat því vart tæpara staðið að Leo landaði gullverðlaunum en hann fékk silfur með sér heim. Hér að neðan má sjá myndbandsupptöku frá mótinu en tímasetning bardaga Leos voru þessar: Bardagi 1 ( 31:12 mín) Bardagi 2 (2:49:40 mín) Bardagi 3 (5:04:44 mín) Bardagi 4 (7:07:28 mín) Guðmundur Flóki Sigurjónsson keppti einnig á mótinu, í -73 kg unglingaflokki, og endaði í 5. sæti. Hann vann keppanda frá Úkraínu af öryggi, 2-0, en tapaði svo gegn frönskum keppanda.
Taekwondo Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira