Þjóðin slæst við elda: Hvar er Alþingi? Baldur Borgþórsson skrifar 17. september 2024 10:30 Eins og greinarhöfundur hefur áður fjallað um í grein sinni Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum - Vísir (visir.is), þá er eitt mesta mein íslenskra heimila og fyrirtækja háir vextir. Okurvextir sem þekkjast hvergi annarsstaðar í kringum okkur. Áðurnefnd grein lýsir því hvernig við getum með einföldum hætti breytt leikreglum þannig að landsmenn geti framvegis búið við sömu lágu vexti og stöðugleika og nágrannar okkar í Evrópu. En eitt getur Alþingi gert strax sem: Lækkar verðbólgu úr 6,2% í 3,5% ? Lækkar stýrivexti Seðlabanka um helming? Lækkar vexti/greiðslubyrði sem nú sligar 60 þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja - um nær helming? Hvers vegna Alþingi er ekki löngu búið að hrinda þessari einföldu og jafnframt mikilvægu breytingu í framkvæmd er óskiljanlegt. Hvernig má vera að þingmenn allra flokka hafi ekki séð sóma sinn í að sameinast um velferð kjósenda sinna með þessum hætti? Það er ekki eins og það þurfi að vera átök um slíkt mál. Svona sjálfsögð og einföld er framkvæmdin: Húsnæðisverð tekið úr vísitölu neysluverðs: Gjörbreytt og bætt staða heimila og fyrirtækja Á einum degi getur Alþingi tekið sig saman og samþykkt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs og lækkað þannig verðbólgu úr 6,2% í 3,5%. Áhrifin yrðu þau sem lýst er hér að ofan og því gríðarlegur léttir fyrir þau sextíu þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja sem samkvæmt nýbirtri könnun ná ekki endum saman í dag og þurfa því að mæta vaxtaokinu með aukinni lántöku og tæma sparnað sinn. Slík tillaga er stutt og einföld: Húsnæðisverð verður ekki lengur í vísitölu neysluverðs. Tillaga þessi tekur gildi strax. Rökstuðningur með tillögunni er að sama skapi einfaldur. Húsnæðisverð er einfaldlega ekki í vísitölu neysluverðs hjá nágrannaþjóðum okkar. Svo einfalt er það. Fyrir kröfuharða sem vilja meiri lestur er hægt að vísa í skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt var snemma árs 2017. Skýrslan er svo ekki sé meira sagt afar fróðleg og höfundar hennar ekki síður en skýrslan heitir: FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR PENINGASTEFNU ENDURMAT Á RAMMA PENINGASTEFNUNNAR Höfundar eru: Ásgeir Jónsson núverandi Seðlabankastjóri Ásdís Kristjánsdóttir núverandi bæjarstjóri Kópavogs Illugi Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Tilvitnanir úr þessari skýrslu eru afgerandi þegar kemur að samsetningu vísitölu neysluverðs: „Starfshópurinn vill í þessu efni taka þá grundvallarafstöðu að húsnæðisverð eigi ekki heima í verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og það eigi ekki að reyna að beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Að mati starfshópsins þarf að skoða slíkar leiðir vel og vandlega.“ „Tillaga 5: Verðbólgumarkmið Seðlabanka skal áfram miða við 2,5% en sú vísitala sem markmiðið nær til skal ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Verðbólgumarkmið skal því undanskilja húsnæðisverð.“ Hér er því kominn ítarleg skýrsla, samin af sjálfum Seðlabankastjóra, núverandi bæjarstjóra Kópavogs og fyrrverandi ráðherra. Svo sjálfsagt mál væri þannig afgreitt - samdægurs. En stóra spurningin hlýtur að vera, af hverju er þetta ekki þegar orðið? Fyrir hverja eru þessir 63 þingmenn eiginlega að vinna? Hvernig má vera að ekki einn einasti þeirra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis, þrátt fyrir jafn afgerandi fyrirliggjandi skýrslu og hér liggur til grundvallar? Skipta kjósendur engu máli? HVAR ER ALÞINGI? Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Alþingi Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eins og greinarhöfundur hefur áður fjallað um í grein sinni Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum - Vísir (visir.is), þá er eitt mesta mein íslenskra heimila og fyrirtækja háir vextir. Okurvextir sem þekkjast hvergi annarsstaðar í kringum okkur. Áðurnefnd grein lýsir því hvernig við getum með einföldum hætti breytt leikreglum þannig að landsmenn geti framvegis búið við sömu lágu vexti og stöðugleika og nágrannar okkar í Evrópu. En eitt getur Alþingi gert strax sem: Lækkar verðbólgu úr 6,2% í 3,5% ? Lækkar stýrivexti Seðlabanka um helming? Lækkar vexti/greiðslubyrði sem nú sligar 60 þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja - um nær helming? Hvers vegna Alþingi er ekki löngu búið að hrinda þessari einföldu og jafnframt mikilvægu breytingu í framkvæmd er óskiljanlegt. Hvernig má vera að þingmenn allra flokka hafi ekki séð sóma sinn í að sameinast um velferð kjósenda sinna með þessum hætti? Það er ekki eins og það þurfi að vera átök um slíkt mál. Svona sjálfsögð og einföld er framkvæmdin: Húsnæðisverð tekið úr vísitölu neysluverðs: Gjörbreytt og bætt staða heimila og fyrirtækja Á einum degi getur Alþingi tekið sig saman og samþykkt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs og lækkað þannig verðbólgu úr 6,2% í 3,5%. Áhrifin yrðu þau sem lýst er hér að ofan og því gríðarlegur léttir fyrir þau sextíu þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja sem samkvæmt nýbirtri könnun ná ekki endum saman í dag og þurfa því að mæta vaxtaokinu með aukinni lántöku og tæma sparnað sinn. Slík tillaga er stutt og einföld: Húsnæðisverð verður ekki lengur í vísitölu neysluverðs. Tillaga þessi tekur gildi strax. Rökstuðningur með tillögunni er að sama skapi einfaldur. Húsnæðisverð er einfaldlega ekki í vísitölu neysluverðs hjá nágrannaþjóðum okkar. Svo einfalt er það. Fyrir kröfuharða sem vilja meiri lestur er hægt að vísa í skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt var snemma árs 2017. Skýrslan er svo ekki sé meira sagt afar fróðleg og höfundar hennar ekki síður en skýrslan heitir: FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR PENINGASTEFNU ENDURMAT Á RAMMA PENINGASTEFNUNNAR Höfundar eru: Ásgeir Jónsson núverandi Seðlabankastjóri Ásdís Kristjánsdóttir núverandi bæjarstjóri Kópavogs Illugi Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Tilvitnanir úr þessari skýrslu eru afgerandi þegar kemur að samsetningu vísitölu neysluverðs: „Starfshópurinn vill í þessu efni taka þá grundvallarafstöðu að húsnæðisverð eigi ekki heima í verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og það eigi ekki að reyna að beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Að mati starfshópsins þarf að skoða slíkar leiðir vel og vandlega.“ „Tillaga 5: Verðbólgumarkmið Seðlabanka skal áfram miða við 2,5% en sú vísitala sem markmiðið nær til skal ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Verðbólgumarkmið skal því undanskilja húsnæðisverð.“ Hér er því kominn ítarleg skýrsla, samin af sjálfum Seðlabankastjóra, núverandi bæjarstjóra Kópavogs og fyrrverandi ráðherra. Svo sjálfsagt mál væri þannig afgreitt - samdægurs. En stóra spurningin hlýtur að vera, af hverju er þetta ekki þegar orðið? Fyrir hverja eru þessir 63 þingmenn eiginlega að vinna? Hvernig má vera að ekki einn einasti þeirra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis, þrátt fyrir jafn afgerandi fyrirliggjandi skýrslu og hér liggur til grundvallar? Skipta kjósendur engu máli? HVAR ER ALÞINGI? Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun