Hingað og ekki lengra Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 16. september 2024 11:01 Öllum sem fylgjast með þjóðmálaumræðu er ljóst að djúp afturhaldsbylgja er komin upp á yfirborðið í íslenskri umræðu og íslenskum stjórnmálum. Hún endurspeglar að miklu leyti þá þróun sem hefur orðið í löndunum í kringum okkur á undanförnum árum, en þjóðernissinnaðir flokkar hafa tekið völdin í mörgum ríkjum Evrópu, sums staðar hreinlega fasískir flokkar. Þegar slík öfl ná yfirhöndinni minnkar umburðarlyndi og samstaða með því fólki sem ekki tilheyrir meirihlutanum. Uppgangur þeirra getur verið lúmskur, en þegar öfl af þessu tagi ná annað hvort pólitískum völdum eða merkjanlegum áhrifum í opinberri umræðu líður yfirleitt ekki á löngu þar til ráðist er markvisst að réttindum fólks á flótta, hinsegin fólks og kvenna. Minnihlutahópar og málsvarar þeirra eru gerðir að óvini hins ‘venjulega borgara’ í einfeldningslegri umræðu sem fletur fjölbreytta hópa fólks út í staðalmyndir sem auðvelt er að tortryggja og óttast. Aukin heift, lygar og alhæfingar í umræðu um minnihlutahópa um allan heim hafa nú þegar haft áhrif á Íslandi. Stjórnmálafólk ýtir fólki á jaðrinum enn lengra út á hann, í stað þess að vinna að samfélagi þar sem við fáum öll að tilheyra. Í þessu furðulega andrúmslofti veigra meira að segja stjórnmálaflokkar sem almennt hafa staðið fyrir umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki sér við því að taka skýra afstöðu með mannréttindum - og ýta þar með undir að þau séu að engu höfð. Það er í svona samfélagi sem það er talið öfgafullt að tala fyrir rétti fólks á flótta, fyrir hinsegin réttindum, fyrir femínisma. Það er í svona samfélagi sem stór hópur fólks hefur talið sér trú um að það sé á einhvern hátt í lagi að brottvísa langveiku barni í hjólastól í skjóli nætur. Þegar best tekst til hefur styrkur íslensks samfélags verið að okkur hefur tekist að standa saman gegn fordómum og afturhaldi. Við höfum breytt samfélaginu til hins betra, stundum hægt og rólega og stundum á undraverðum hraða. En þegar heiftin eykst þagna raddir umburðarlyndis. Þetta hefur gerst hægt og rólega á undanförnum árum og nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að svara spurningunni: Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að umburðarleysi og afturhald nái yfirhöndinni í íslensku samfélagi? Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að vera gerð samsek í ofbeldi gegn fólki sem hingað leitar? Hvernig ætlum við að standa vörð um hvert annað til framtíðar? Í morgun ofbauð mér svo fullkomlega, og ég veit að ég er ekki ein. Það þarf að heyrast í okkur sem ætlum ekki að sætta okkur við þessa þróun - og það hátt. Allt fólk sem stendur með frelsi fólks til þess að lifa lífinu án fordóma og jaðarsetningar - án ofbeldis af hendi stjórnvalda - þarf núna að taka sér pláss í umræðunni. Á kaffistofum, á netinu, í heita pottinum. Það er skylda okkar í lýðræðissamfélagi. Við látum ekki bjóða okkur að áhrifafólk búi til grýlur úr fólki sem hefur ekkert sér til saka unnið, eða að stjórnmálafólk sitji hjá þegar ráðist er gegn grundvallarréttindum þeirra. Það hefur afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Þeir flokkar sem tala fyrir meðferð líkt og þeirri sem Yazan Tamimi hefur þurft að sæta og þeir sem ekki geta tekið skýra afstöðu með mannréttindum barna óháð uppruna þurfa að finna að fólk sættir sig ekki við óbreytt ástand. Við getum snúið þessari þróun við. Hingað og ekki skrefinu lengra. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mannréttindi Mál Yazans Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Öllum sem fylgjast með þjóðmálaumræðu er ljóst að djúp afturhaldsbylgja er komin upp á yfirborðið í íslenskri umræðu og íslenskum stjórnmálum. Hún endurspeglar að miklu leyti þá þróun sem hefur orðið í löndunum í kringum okkur á undanförnum árum, en þjóðernissinnaðir flokkar hafa tekið völdin í mörgum ríkjum Evrópu, sums staðar hreinlega fasískir flokkar. Þegar slík öfl ná yfirhöndinni minnkar umburðarlyndi og samstaða með því fólki sem ekki tilheyrir meirihlutanum. Uppgangur þeirra getur verið lúmskur, en þegar öfl af þessu tagi ná annað hvort pólitískum völdum eða merkjanlegum áhrifum í opinberri umræðu líður yfirleitt ekki á löngu þar til ráðist er markvisst að réttindum fólks á flótta, hinsegin fólks og kvenna. Minnihlutahópar og málsvarar þeirra eru gerðir að óvini hins ‘venjulega borgara’ í einfeldningslegri umræðu sem fletur fjölbreytta hópa fólks út í staðalmyndir sem auðvelt er að tortryggja og óttast. Aukin heift, lygar og alhæfingar í umræðu um minnihlutahópa um allan heim hafa nú þegar haft áhrif á Íslandi. Stjórnmálafólk ýtir fólki á jaðrinum enn lengra út á hann, í stað þess að vinna að samfélagi þar sem við fáum öll að tilheyra. Í þessu furðulega andrúmslofti veigra meira að segja stjórnmálaflokkar sem almennt hafa staðið fyrir umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki sér við því að taka skýra afstöðu með mannréttindum - og ýta þar með undir að þau séu að engu höfð. Það er í svona samfélagi sem það er talið öfgafullt að tala fyrir rétti fólks á flótta, fyrir hinsegin réttindum, fyrir femínisma. Það er í svona samfélagi sem stór hópur fólks hefur talið sér trú um að það sé á einhvern hátt í lagi að brottvísa langveiku barni í hjólastól í skjóli nætur. Þegar best tekst til hefur styrkur íslensks samfélags verið að okkur hefur tekist að standa saman gegn fordómum og afturhaldi. Við höfum breytt samfélaginu til hins betra, stundum hægt og rólega og stundum á undraverðum hraða. En þegar heiftin eykst þagna raddir umburðarlyndis. Þetta hefur gerst hægt og rólega á undanförnum árum og nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að svara spurningunni: Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að umburðarleysi og afturhald nái yfirhöndinni í íslensku samfélagi? Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að vera gerð samsek í ofbeldi gegn fólki sem hingað leitar? Hvernig ætlum við að standa vörð um hvert annað til framtíðar? Í morgun ofbauð mér svo fullkomlega, og ég veit að ég er ekki ein. Það þarf að heyrast í okkur sem ætlum ekki að sætta okkur við þessa þróun - og það hátt. Allt fólk sem stendur með frelsi fólks til þess að lifa lífinu án fordóma og jaðarsetningar - án ofbeldis af hendi stjórnvalda - þarf núna að taka sér pláss í umræðunni. Á kaffistofum, á netinu, í heita pottinum. Það er skylda okkar í lýðræðissamfélagi. Við látum ekki bjóða okkur að áhrifafólk búi til grýlur úr fólki sem hefur ekkert sér til saka unnið, eða að stjórnmálafólk sitji hjá þegar ráðist er gegn grundvallarréttindum þeirra. Það hefur afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Þeir flokkar sem tala fyrir meðferð líkt og þeirri sem Yazan Tamimi hefur þurft að sæta og þeir sem ekki geta tekið skýra afstöðu með mannréttindum barna óháð uppruna þurfa að finna að fólk sættir sig ekki við óbreytt ástand. Við getum snúið þessari þróun við. Hingað og ekki skrefinu lengra. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun