Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 10:13 Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin í Hong Kong þrátt fyrir loforð um að íbúar þar héldu borgararéttindum sínum, þar á meðal tjáningarfrelsi. Vísir/Getty Karlmaður frá Hong Kong varð fyrsti maðurinn til þess að vera sakfelldur á grundvelli nýrra og umdeildra þjóðaröryggislaga kínverska yfirráðasvæðisins í dag. Hann játaði sig sekan um að klæðast stuttermabol með slagorði lýðræðissinnaðra mótmælenda. Með þjóðaröryggislögunum sem voru samþykkt í mars var refsing við svonefndum uppreisnaráróðri gegn ríkinu hert úr tveggja í sjö ára fangelsi. Allt að tíu ára refsing liggur við brotinu ef sá brotlegi hefur átt í samráði við erlenda aðila. Chu Kai-Pong, 27 ára, var handtekinn á neðanjarðarlestarstöð í júní fyrir að ganga í stuttermastól sem á stóð slagorðið „Frelsið Hong Kong, bylting okkar tíma“ og skammstöfunin „FDNOL“. Sú skammstöfun stendur fyrir „fimm kröfur, ekkert minna“ á ensku (e. five demands, not one less). Bæði slagorð heyrðust víða á fjöldamótmælum lýðræðissinna árið 2019. Fyrir dómi játaði Chu sig sekan um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Hann sagði lögreglu að hann hefði klæðst bolnum til þess að minna borgarbúa á mótmælin. Daginn sem hann var handtekinn voru fimm ár liðin frá upphafi mótmælanna. Refsing Chu verður ákveðin á fimmtudag. Dómari sem var handvalinn af borgarstjóra Hong Kong til þess að taka fyrir þjóðaröryggismál kveður upp dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Óttast að lögin verði notuð til að bæla niður andóf Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin á Hong Kong verulega á undanförnum árum þrátt fyrir að hún hefði heitið því að virða borgararéttindi íbúa þar eftir að Bretar létu nýlendu sína af hendi árið 1997. Tóninn var sleginn með upphaflegri útgáfu þjóðaröryggislaganna árið 2020 þar sem lífstíðarfangelsi var lagt við uppreisn, undirróðri, hryðjuverkum og samráði við erlend öfl. Mótmæli lýðræðissinna höfðu þá staðið yfir í fleiri mánuði. Yfirvöld komu í gegn nýjum þjóðaröryggislögum í mars. Vestræn ríki hafa lýst yfir áhyggjum af því að þau skilgreini uppreisnaráróður svo vítt að þau verði notuð til þess að bæla niður andóf í borginni. Kínversk yfirvöld sögðu nýju lögin nauðsynleg til þess að stoppa upp í göt í þeim gömlu. Hong Kong Mannréttindi Kína Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Með þjóðaröryggislögunum sem voru samþykkt í mars var refsing við svonefndum uppreisnaráróðri gegn ríkinu hert úr tveggja í sjö ára fangelsi. Allt að tíu ára refsing liggur við brotinu ef sá brotlegi hefur átt í samráði við erlenda aðila. Chu Kai-Pong, 27 ára, var handtekinn á neðanjarðarlestarstöð í júní fyrir að ganga í stuttermastól sem á stóð slagorðið „Frelsið Hong Kong, bylting okkar tíma“ og skammstöfunin „FDNOL“. Sú skammstöfun stendur fyrir „fimm kröfur, ekkert minna“ á ensku (e. five demands, not one less). Bæði slagorð heyrðust víða á fjöldamótmælum lýðræðissinna árið 2019. Fyrir dómi játaði Chu sig sekan um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Hann sagði lögreglu að hann hefði klæðst bolnum til þess að minna borgarbúa á mótmælin. Daginn sem hann var handtekinn voru fimm ár liðin frá upphafi mótmælanna. Refsing Chu verður ákveðin á fimmtudag. Dómari sem var handvalinn af borgarstjóra Hong Kong til þess að taka fyrir þjóðaröryggismál kveður upp dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Óttast að lögin verði notuð til að bæla niður andóf Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin á Hong Kong verulega á undanförnum árum þrátt fyrir að hún hefði heitið því að virða borgararéttindi íbúa þar eftir að Bretar létu nýlendu sína af hendi árið 1997. Tóninn var sleginn með upphaflegri útgáfu þjóðaröryggislaganna árið 2020 þar sem lífstíðarfangelsi var lagt við uppreisn, undirróðri, hryðjuverkum og samráði við erlend öfl. Mótmæli lýðræðissinna höfðu þá staðið yfir í fleiri mánuði. Yfirvöld komu í gegn nýjum þjóðaröryggislögum í mars. Vestræn ríki hafa lýst yfir áhyggjum af því að þau skilgreini uppreisnaráróður svo vítt að þau verði notuð til þess að bæla niður andóf í borginni. Kínversk yfirvöld sögðu nýju lögin nauðsynleg til þess að stoppa upp í göt í þeim gömlu.
Hong Kong Mannréttindi Kína Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira