Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 10:13 Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin í Hong Kong þrátt fyrir loforð um að íbúar þar héldu borgararéttindum sínum, þar á meðal tjáningarfrelsi. Vísir/Getty Karlmaður frá Hong Kong varð fyrsti maðurinn til þess að vera sakfelldur á grundvelli nýrra og umdeildra þjóðaröryggislaga kínverska yfirráðasvæðisins í dag. Hann játaði sig sekan um að klæðast stuttermabol með slagorði lýðræðissinnaðra mótmælenda. Með þjóðaröryggislögunum sem voru samþykkt í mars var refsing við svonefndum uppreisnaráróðri gegn ríkinu hert úr tveggja í sjö ára fangelsi. Allt að tíu ára refsing liggur við brotinu ef sá brotlegi hefur átt í samráði við erlenda aðila. Chu Kai-Pong, 27 ára, var handtekinn á neðanjarðarlestarstöð í júní fyrir að ganga í stuttermastól sem á stóð slagorðið „Frelsið Hong Kong, bylting okkar tíma“ og skammstöfunin „FDNOL“. Sú skammstöfun stendur fyrir „fimm kröfur, ekkert minna“ á ensku (e. five demands, not one less). Bæði slagorð heyrðust víða á fjöldamótmælum lýðræðissinna árið 2019. Fyrir dómi játaði Chu sig sekan um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Hann sagði lögreglu að hann hefði klæðst bolnum til þess að minna borgarbúa á mótmælin. Daginn sem hann var handtekinn voru fimm ár liðin frá upphafi mótmælanna. Refsing Chu verður ákveðin á fimmtudag. Dómari sem var handvalinn af borgarstjóra Hong Kong til þess að taka fyrir þjóðaröryggismál kveður upp dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Óttast að lögin verði notuð til að bæla niður andóf Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin á Hong Kong verulega á undanförnum árum þrátt fyrir að hún hefði heitið því að virða borgararéttindi íbúa þar eftir að Bretar létu nýlendu sína af hendi árið 1997. Tóninn var sleginn með upphaflegri útgáfu þjóðaröryggislaganna árið 2020 þar sem lífstíðarfangelsi var lagt við uppreisn, undirróðri, hryðjuverkum og samráði við erlend öfl. Mótmæli lýðræðissinna höfðu þá staðið yfir í fleiri mánuði. Yfirvöld komu í gegn nýjum þjóðaröryggislögum í mars. Vestræn ríki hafa lýst yfir áhyggjum af því að þau skilgreini uppreisnaráróður svo vítt að þau verði notuð til þess að bæla niður andóf í borginni. Kínversk yfirvöld sögðu nýju lögin nauðsynleg til þess að stoppa upp í göt í þeim gömlu. Hong Kong Mannréttindi Kína Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Með þjóðaröryggislögunum sem voru samþykkt í mars var refsing við svonefndum uppreisnaráróðri gegn ríkinu hert úr tveggja í sjö ára fangelsi. Allt að tíu ára refsing liggur við brotinu ef sá brotlegi hefur átt í samráði við erlenda aðila. Chu Kai-Pong, 27 ára, var handtekinn á neðanjarðarlestarstöð í júní fyrir að ganga í stuttermastól sem á stóð slagorðið „Frelsið Hong Kong, bylting okkar tíma“ og skammstöfunin „FDNOL“. Sú skammstöfun stendur fyrir „fimm kröfur, ekkert minna“ á ensku (e. five demands, not one less). Bæði slagorð heyrðust víða á fjöldamótmælum lýðræðissinna árið 2019. Fyrir dómi játaði Chu sig sekan um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Hann sagði lögreglu að hann hefði klæðst bolnum til þess að minna borgarbúa á mótmælin. Daginn sem hann var handtekinn voru fimm ár liðin frá upphafi mótmælanna. Refsing Chu verður ákveðin á fimmtudag. Dómari sem var handvalinn af borgarstjóra Hong Kong til þess að taka fyrir þjóðaröryggismál kveður upp dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Óttast að lögin verði notuð til að bæla niður andóf Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin á Hong Kong verulega á undanförnum árum þrátt fyrir að hún hefði heitið því að virða borgararéttindi íbúa þar eftir að Bretar létu nýlendu sína af hendi árið 1997. Tóninn var sleginn með upphaflegri útgáfu þjóðaröryggislaganna árið 2020 þar sem lífstíðarfangelsi var lagt við uppreisn, undirróðri, hryðjuverkum og samráði við erlend öfl. Mótmæli lýðræðissinna höfðu þá staðið yfir í fleiri mánuði. Yfirvöld komu í gegn nýjum þjóðaröryggislögum í mars. Vestræn ríki hafa lýst yfir áhyggjum af því að þau skilgreini uppreisnaráróður svo vítt að þau verði notuð til þess að bæla niður andóf í borginni. Kínversk yfirvöld sögðu nýju lögin nauðsynleg til þess að stoppa upp í göt í þeim gömlu.
Hong Kong Mannréttindi Kína Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira