„Gaman að geta hjálpað liðinu loksins“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. september 2024 17:05 Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður ÍA. Vísir/Arnar Halldórsson Rúnar Már gerði sigurmark ÍA í 1-0 heimasigri liðsins gegn KA í dag. Leikurinn í dag var fyrsti leikur Rúnars í mjög langan tíma sem hann spilar frá byrjun til enda og markið hans fyrsta fyrir ÍA. „Mér líður bara mjög vel. Sigur og við klárum þessa 22 leiki í fjórða sæti sem er bara geggjað hjá okkur. Gaman að geta hjálpað liðinu loksins, eiginlega í fyrsta skipti á þessu ári,“ sagði Rúnar eftir leikinn. Leikurinn var lokaður og mikil stöðubarátta á köflum. Leikurinn gerðist mikið á miðjunni en Rúnar lætur vel af sér eftir þessar fyrstu 90 mínútur. „Þetta var bara bæði og (erfitt og ekki). Ég held þetta hafi ekkert verið neitt rosalega fallegt, völlurinn var mjög þurr og það var erfitt að láta boltann flæða eitthvað. Gaman í svona baráttu en auðvitað var ég orðinn þreyttur í lokinn. Ég hef lítið æft á þessu ári með liðinu. Gott að geta siglt þessu með þremur punktum,“ sagði Rúnar og hélt svo áfram, „skrokkurinn er bara fínn. Ég held að núna síðustu tvær vikur náði ég að æfa allar æfingar, án þess að vera nánast bara á hækjum á milli. Þess vegna náði ég að spila í dag. Við vorum ekkert vissir hvort ég næði hálfleik, 60mín, 70mín, við ætluðum bara að sjá til. Þetta gekk fínt og ég er mjög sáttur.“ Framundan er barátta Skagamanna við hin fimm liðin í efri hlutanum. ÍA á möguleika á Evrópusæti og Rúnar segir liðið stefna á það. „Ég er bara spenntur. Ég hef ekki verið í þessu úrslitaformi hérna heima áður. Við erum jákvæðir. Það eru allir í góðu standi og það er hugur í hópnum. Við stefnum bara ofar ef eitthvað er og ætlum að vera í þessari Evrópubaráttu til loka, það er klárt,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla ÍA KA Tengdar fréttir Uppgjör: Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. 15. september 2024 15:55 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Sigur og við klárum þessa 22 leiki í fjórða sæti sem er bara geggjað hjá okkur. Gaman að geta hjálpað liðinu loksins, eiginlega í fyrsta skipti á þessu ári,“ sagði Rúnar eftir leikinn. Leikurinn var lokaður og mikil stöðubarátta á köflum. Leikurinn gerðist mikið á miðjunni en Rúnar lætur vel af sér eftir þessar fyrstu 90 mínútur. „Þetta var bara bæði og (erfitt og ekki). Ég held þetta hafi ekkert verið neitt rosalega fallegt, völlurinn var mjög þurr og það var erfitt að láta boltann flæða eitthvað. Gaman í svona baráttu en auðvitað var ég orðinn þreyttur í lokinn. Ég hef lítið æft á þessu ári með liðinu. Gott að geta siglt þessu með þremur punktum,“ sagði Rúnar og hélt svo áfram, „skrokkurinn er bara fínn. Ég held að núna síðustu tvær vikur náði ég að æfa allar æfingar, án þess að vera nánast bara á hækjum á milli. Þess vegna náði ég að spila í dag. Við vorum ekkert vissir hvort ég næði hálfleik, 60mín, 70mín, við ætluðum bara að sjá til. Þetta gekk fínt og ég er mjög sáttur.“ Framundan er barátta Skagamanna við hin fimm liðin í efri hlutanum. ÍA á möguleika á Evrópusæti og Rúnar segir liðið stefna á það. „Ég er bara spenntur. Ég hef ekki verið í þessu úrslitaformi hérna heima áður. Við erum jákvæðir. Það eru allir í góðu standi og það er hugur í hópnum. Við stefnum bara ofar ef eitthvað er og ætlum að vera í þessari Evrópubaráttu til loka, það er klárt,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla ÍA KA Tengdar fréttir Uppgjör: Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. 15. september 2024 15:55 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Uppgjör: Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. 15. september 2024 15:55
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti