Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2024 07:27 Þúsundir manna tóku á móti Gullfaxa á Reykjavíkurflugvelli árið 1967. Snorri Snorrason Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. Þotan, TF-FIE, kom ný frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle laugardaginn 24. júní 1967. Yfirflugstjóri Flugfélagsins, Jóhannes Snorrason, flaug henni til landsins og tók mannfjöldi á móti henni á flugvellinum. „Þúsundir Reykvíkinga samfögnuðu Flugfélagi Íslands í sólskinsveðri,“ sagði í frétt Vísis og var tekið fram að mikill mannfjöldi hefði einnig verið á Öskjuhlíð og raunar allt í kringum flugvöllinn. Helstu fyrirmenni landsins voru mætt, þeirra á meðal Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, Sigurbjörn Einarsson biskup, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Ingólfur Jónsson samgönguráðherra. Birgir Kjaran, stjórnarformaður Flugfélagsins, flutti fyrstu ræðuna og Margrét Johnson, eiginkona Arnar Ó. Johnson, forstjóra Flugfélagsins, gaf þotunni nafnið Gullfaxi. Þotan var hraðfleygasta flugvél sem Íslendingar höfðu eignast, flaug á 900 til 950 kílómetra hraða á klukkustund. Til samanburðar var farflughraði DC 6B-vélanna, sem þotan leysti af hólmi, um 500 kílómetrar á klukkustund. Þotan var innréttuð með sæti um borð voru fyrir 108 til 119 farþega. Gullfaxi sýndur á Akureyrarflugvelli.Flugsafn Íslands Upphaflega hugðust Flugfélagsmenn gera hana út frá Reykjavíkurflugvelli enda var Boeing 727 hönnuð með það í huga að geta hafið sig til flugs af tiltölulega stuttum flugbrautum. Ríkisstjórn Íslands setti hins vegar það skilyrði fyrir ríkisábyrgð að hún yrði gerð út frá Keflavíkurflugvelli en einstaka lendingar voru þó áfram heimilar í Reykjavík. Loftleiðir höfðu áður neyðst til að gera Rolls Royce 400-vélar sínar út frá Keflavík eftir að ríkisstjórnin hafnaði ósk félagsins um að lengja flugbrautir í Reykjavík, þótt Loftleiðamenn byðust til að lána ríkinu fyrir verkinu. Loftleiðir stóðu á sama tíma fyrir byggingu stórhýsis á vellinum sem átti að verða flugstöð en endaði sem Hótel Loftleiðir. Þotan var í þjónustu Flugfélags Íslands og síðar Flugleiða í átján ár eða til ársins 1985. Hún fór síðan til UPS-flutningafyrirtækisins en árið 2007 var henni lagt í flugvélakirkjugarði í Nýju-Mexíkó. Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands, sýnir framhluta Gullfaxa.Egill Aðalsteinsson Tveir áhugamenn um íslensku flugsöguna, Air Atlanta-mennirnir Arngrímur Jóhannsson og Hafþór Hafsteinsson, keyptu þá flugvélina, létu saga af henni stjórnklefann, fluttu hann til Íslands og færðu Flugsafni Íslands á Akureyri hann að gjöf. Þar býðst gestum að skoða framhluta Gullfaxa, flugvélar sem markaði þáttaskil í flugsögu Íslendinga. Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:50 í opinni dagskrá. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn hvenær sem er í streymisveitu Stöðvar 2. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar er á dagskrá annaðkvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Þá verður fjallað um sögu Loftleiða. Flugþjóðin Boeing Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20 „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Þotan, TF-FIE, kom ný frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle laugardaginn 24. júní 1967. Yfirflugstjóri Flugfélagsins, Jóhannes Snorrason, flaug henni til landsins og tók mannfjöldi á móti henni á flugvellinum. „Þúsundir Reykvíkinga samfögnuðu Flugfélagi Íslands í sólskinsveðri,“ sagði í frétt Vísis og var tekið fram að mikill mannfjöldi hefði einnig verið á Öskjuhlíð og raunar allt í kringum flugvöllinn. Helstu fyrirmenni landsins voru mætt, þeirra á meðal Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, Sigurbjörn Einarsson biskup, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Ingólfur Jónsson samgönguráðherra. Birgir Kjaran, stjórnarformaður Flugfélagsins, flutti fyrstu ræðuna og Margrét Johnson, eiginkona Arnar Ó. Johnson, forstjóra Flugfélagsins, gaf þotunni nafnið Gullfaxi. Þotan var hraðfleygasta flugvél sem Íslendingar höfðu eignast, flaug á 900 til 950 kílómetra hraða á klukkustund. Til samanburðar var farflughraði DC 6B-vélanna, sem þotan leysti af hólmi, um 500 kílómetrar á klukkustund. Þotan var innréttuð með sæti um borð voru fyrir 108 til 119 farþega. Gullfaxi sýndur á Akureyrarflugvelli.Flugsafn Íslands Upphaflega hugðust Flugfélagsmenn gera hana út frá Reykjavíkurflugvelli enda var Boeing 727 hönnuð með það í huga að geta hafið sig til flugs af tiltölulega stuttum flugbrautum. Ríkisstjórn Íslands setti hins vegar það skilyrði fyrir ríkisábyrgð að hún yrði gerð út frá Keflavíkurflugvelli en einstaka lendingar voru þó áfram heimilar í Reykjavík. Loftleiðir höfðu áður neyðst til að gera Rolls Royce 400-vélar sínar út frá Keflavík eftir að ríkisstjórnin hafnaði ósk félagsins um að lengja flugbrautir í Reykjavík, þótt Loftleiðamenn byðust til að lána ríkinu fyrir verkinu. Loftleiðir stóðu á sama tíma fyrir byggingu stórhýsis á vellinum sem átti að verða flugstöð en endaði sem Hótel Loftleiðir. Þotan var í þjónustu Flugfélags Íslands og síðar Flugleiða í átján ár eða til ársins 1985. Hún fór síðan til UPS-flutningafyrirtækisins en árið 2007 var henni lagt í flugvélakirkjugarði í Nýju-Mexíkó. Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands, sýnir framhluta Gullfaxa.Egill Aðalsteinsson Tveir áhugamenn um íslensku flugsöguna, Air Atlanta-mennirnir Arngrímur Jóhannsson og Hafþór Hafsteinsson, keyptu þá flugvélina, létu saga af henni stjórnklefann, fluttu hann til Íslands og færðu Flugsafni Íslands á Akureyri hann að gjöf. Þar býðst gestum að skoða framhluta Gullfaxa, flugvélar sem markaði þáttaskil í flugsögu Íslendinga. Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:50 í opinni dagskrá. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn hvenær sem er í streymisveitu Stöðvar 2. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar er á dagskrá annaðkvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Þá verður fjallað um sögu Loftleiða.
Flugþjóðin Boeing Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20 „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20
„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15