Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2024 07:27 Þúsundir manna tóku á móti Gullfaxa á Reykjavíkurflugvelli árið 1967. Snorri Snorrason Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. Þotan, TF-FIE, kom ný frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle laugardaginn 24. júní 1967. Yfirflugstjóri Flugfélagsins, Jóhannes Snorrason, flaug henni til landsins og tók mannfjöldi á móti henni á flugvellinum. „Þúsundir Reykvíkinga samfögnuðu Flugfélagi Íslands í sólskinsveðri,“ sagði í frétt Vísis og var tekið fram að mikill mannfjöldi hefði einnig verið á Öskjuhlíð og raunar allt í kringum flugvöllinn. Helstu fyrirmenni landsins voru mætt, þeirra á meðal Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, Sigurbjörn Einarsson biskup, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Ingólfur Jónsson samgönguráðherra. Birgir Kjaran, stjórnarformaður Flugfélagsins, flutti fyrstu ræðuna og Margrét Johnson, eiginkona Arnar Ó. Johnson, forstjóra Flugfélagsins, gaf þotunni nafnið Gullfaxi. Þotan var hraðfleygasta flugvél sem Íslendingar höfðu eignast, flaug á 900 til 950 kílómetra hraða á klukkustund. Til samanburðar var farflughraði DC 6B-vélanna, sem þotan leysti af hólmi, um 500 kílómetrar á klukkustund. Þotan var innréttuð með sæti um borð voru fyrir 108 til 119 farþega. Gullfaxi sýndur á Akureyrarflugvelli.Flugsafn Íslands Upphaflega hugðust Flugfélagsmenn gera hana út frá Reykjavíkurflugvelli enda var Boeing 727 hönnuð með það í huga að geta hafið sig til flugs af tiltölulega stuttum flugbrautum. Ríkisstjórn Íslands setti hins vegar það skilyrði fyrir ríkisábyrgð að hún yrði gerð út frá Keflavíkurflugvelli en einstaka lendingar voru þó áfram heimilar í Reykjavík. Loftleiðir höfðu áður neyðst til að gera Rolls Royce 400-vélar sínar út frá Keflavík eftir að ríkisstjórnin hafnaði ósk félagsins um að lengja flugbrautir í Reykjavík, þótt Loftleiðamenn byðust til að lána ríkinu fyrir verkinu. Loftleiðir stóðu á sama tíma fyrir byggingu stórhýsis á vellinum sem átti að verða flugstöð en endaði sem Hótel Loftleiðir. Þotan var í þjónustu Flugfélags Íslands og síðar Flugleiða í átján ár eða til ársins 1985. Hún fór síðan til UPS-flutningafyrirtækisins en árið 2007 var henni lagt í flugvélakirkjugarði í Nýju-Mexíkó. Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands, sýnir framhluta Gullfaxa.Egill Aðalsteinsson Tveir áhugamenn um íslensku flugsöguna, Air Atlanta-mennirnir Arngrímur Jóhannsson og Hafþór Hafsteinsson, keyptu þá flugvélina, létu saga af henni stjórnklefann, fluttu hann til Íslands og færðu Flugsafni Íslands á Akureyri hann að gjöf. Þar býðst gestum að skoða framhluta Gullfaxa, flugvélar sem markaði þáttaskil í flugsögu Íslendinga. Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:50 í opinni dagskrá. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn hvenær sem er í streymisveitu Stöðvar 2. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar er á dagskrá annaðkvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Þá verður fjallað um sögu Loftleiða. Flugþjóðin Boeing Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20 „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Þotan, TF-FIE, kom ný frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle laugardaginn 24. júní 1967. Yfirflugstjóri Flugfélagsins, Jóhannes Snorrason, flaug henni til landsins og tók mannfjöldi á móti henni á flugvellinum. „Þúsundir Reykvíkinga samfögnuðu Flugfélagi Íslands í sólskinsveðri,“ sagði í frétt Vísis og var tekið fram að mikill mannfjöldi hefði einnig verið á Öskjuhlíð og raunar allt í kringum flugvöllinn. Helstu fyrirmenni landsins voru mætt, þeirra á meðal Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, Sigurbjörn Einarsson biskup, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Ingólfur Jónsson samgönguráðherra. Birgir Kjaran, stjórnarformaður Flugfélagsins, flutti fyrstu ræðuna og Margrét Johnson, eiginkona Arnar Ó. Johnson, forstjóra Flugfélagsins, gaf þotunni nafnið Gullfaxi. Þotan var hraðfleygasta flugvél sem Íslendingar höfðu eignast, flaug á 900 til 950 kílómetra hraða á klukkustund. Til samanburðar var farflughraði DC 6B-vélanna, sem þotan leysti af hólmi, um 500 kílómetrar á klukkustund. Þotan var innréttuð með sæti um borð voru fyrir 108 til 119 farþega. Gullfaxi sýndur á Akureyrarflugvelli.Flugsafn Íslands Upphaflega hugðust Flugfélagsmenn gera hana út frá Reykjavíkurflugvelli enda var Boeing 727 hönnuð með það í huga að geta hafið sig til flugs af tiltölulega stuttum flugbrautum. Ríkisstjórn Íslands setti hins vegar það skilyrði fyrir ríkisábyrgð að hún yrði gerð út frá Keflavíkurflugvelli en einstaka lendingar voru þó áfram heimilar í Reykjavík. Loftleiðir höfðu áður neyðst til að gera Rolls Royce 400-vélar sínar út frá Keflavík eftir að ríkisstjórnin hafnaði ósk félagsins um að lengja flugbrautir í Reykjavík, þótt Loftleiðamenn byðust til að lána ríkinu fyrir verkinu. Loftleiðir stóðu á sama tíma fyrir byggingu stórhýsis á vellinum sem átti að verða flugstöð en endaði sem Hótel Loftleiðir. Þotan var í þjónustu Flugfélags Íslands og síðar Flugleiða í átján ár eða til ársins 1985. Hún fór síðan til UPS-flutningafyrirtækisins en árið 2007 var henni lagt í flugvélakirkjugarði í Nýju-Mexíkó. Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands, sýnir framhluta Gullfaxa.Egill Aðalsteinsson Tveir áhugamenn um íslensku flugsöguna, Air Atlanta-mennirnir Arngrímur Jóhannsson og Hafþór Hafsteinsson, keyptu þá flugvélina, létu saga af henni stjórnklefann, fluttu hann til Íslands og færðu Flugsafni Íslands á Akureyri hann að gjöf. Þar býðst gestum að skoða framhluta Gullfaxa, flugvélar sem markaði þáttaskil í flugsögu Íslendinga. Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:50 í opinni dagskrá. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn hvenær sem er í streymisveitu Stöðvar 2. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar er á dagskrá annaðkvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Þá verður fjallað um sögu Loftleiða.
Flugþjóðin Boeing Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20 „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20
„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15