Þetta staðfesti varðstjóri hjá slökkviliðinu við fréttastofu fyrr í dag en upplýsingar hafa ekki fengist um málið hjá lögreglu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mbl.is greindi fyrst frá og segir manninn hafa verið handsamaðan.
Fréttastofu barst ábending um glæfralegan akstur og fjöldamarga lögreglubifreiðar í Mosfellsbæ fyrr í dag.
Varðstjóri staðfesti að um eftirför hafi verið að ræða. Tveir sjúkrabílar hafi fylgt bílunum í öryggisskyni.
„Ástæðan fyrir því að við vorum með tvo bíla var að annar þeirra var nálægt,“ segir varðstjóri sem gatt ekki veitt frekari upplýsingar um eftirförina að svo stöddu og vísaði á lögreglu.